19. júní


19. júní - 19.06.1971, Side 34

19. júní - 19.06.1971, Side 34
Ég tel það bœði nauðsynlegt og sjálf- sagt, að konur taki þátt í stjórnmálum til jafns við karlmenn. Til þess að svo verði, þarf margt a.ð breytast. 1 fyrsta lagi skiptir það að sjálfsögðu býsna miklu máli, hvort stjórnmálaflokk- arnir sjálfir leitast við i innra starfi sínu að rétta hlut kvenna. Ekki fer milli mála, að í Alþýðubandalaginu er ríkjandi mjög mikill áhugi á því að virkja konur til þátt- töku í stjórnmálum. Þegar Alþýðubanda- laginu var breytt í formlegan, sósíálískan stjórnmálaflokk fyrir rúmum tveimur ár- um, var kona i fyrsta sinn kjörin vara- formaður i islenzkum stjórnmálaflokki. 1 flokki okkar hafa ekki verið stofnuð sér- stök kvenfélög, þar sem við teljum, að þau séu frekar til þess fallin að einangra koyiurnar og lieilbrigðara sé, að þœr starfi fyrst og fremst í sameiginlegum félögum karla og kvenna á jafnréttisgrundvelli. Og óhœtt er að fullyrða, að í seinustu sveitarstjórnarkosningum vakti það sér- staka athygli, hve víða konur voru i efstu sætum á listum Alþýðubandalagsins. I 4 kaupstöðum skipaði kona efsta sœti list- ans og í Reykjavík var kona i öðru sœti. Eins er það von okkar og nánast vissa, að kona muni verða i nœsta þingflokki A l þýðubandalagsins. Hitt. er svo annað mál, að enn virðist 1-angt i land, að konur gegni trúnaðar- störfum í Alþýðubandalaginu og á vegum þess til jafns við karla. Við Alþýðubanda- lagsmenn hefðum þurft að ganga lengra til móts við konurnar, og flestir okkar hefðu vafalaust viljað það. En staðreynd- in er nú sú, að enda þótt flokkur okkar le/itist við að ganga á undan með góðu fordæmi og visa veginn til jafnréttis kynj- anna, þá hlýtur hann eft.ir sem áður að mótast nokkuð af aðstœðum og rikjandi viðhorfum fólksins í landinu, sem hann sœkir styrk sinn til. Enn er það þvi mið- ur svo, að konum er ekki álmennt treyst fyrir stjórnunarstörfum til jafns við karl- menn. Þær þurfa að vera sérlega fram- takssamar og vel af guði gerðar, ef þœr eiga að koma til greina. Það er því grund- vállaratriði, að viðhorf fólksins breytist. Hvað er það þá lvelzt, sem mótar við- horf fólksins í þessum efnum? Að sjálf- sögðu er það sú staðreynd, að konan er enn ekki komin út í atvinnulífið nema að litlu leyti. Efnahags- og atvinnumál hafa löngum verið sérlega fyrirferðarmiklir þœttir í stjórnmálaumrœðum, ekki sízt á Islandi, og þar sem tiltölulega fáar konur búia yfir mikilli reynslu úr heimi viðskipta- lífs og atvinnumála, eru þær konur að sama skapi fáar, sem táldar eru koma til greina til framboðs og jafnvel enn færri, sem gefa kost á sér. Einkum er þetta sér- stáklega áberandi við kosningar til Al- þingis í kjördœmum, þar sem fáir þing- menn eru kjörnir. Þegar þetta vandamál er brotið til mergjar, kemur sem sagt skýrt í Ijós, að aðrar hliðar málsins velta á því, að kon- ur taki þátt i atvinnulífi landsmanna til jafns við karla. Heppilegasta leiðin til að auka þátttöku kvenna í stjórnmálum er tvímælalaust sú, að allt sé gert til að auka hlut þeirra í atvinnulífinu. Hér koma fjöldamörg atriði til greina, eins og kunn- ugt er, bæði hvað varðar uppeldi stúlkna og menntun, réttindi kvenna á vinnustað, þjónustu hins opinbera við börn og heim- ili og margt fleira. Gjörbreyting til batnaðar, hvað varðar vistun barna á dagheimilum og leikskól- um, er ein af mörgum, augljósum og óhjá- kvœmilegum forsendum þess, að vænta megi verulega aukinnar þátttöku kvenna í atvinnulifi og stjórnmálum. Alþýðubandalagið er flokkur róttækra karla og kvenna með sósíalíska lífsskoð- un, sem stöðugt leitast við að benda á fœrar leiðir til að auka jafnrétti þegn- anna á þessu sviði sem öðrum. Flokkur- inn mun gera allt sem í hans valdi stend- ur til að eyða því hindurvitni, að núver- andi verkaskipting kynjanna sé eðlilegt ástand og konan sé sköpuð til annarra álmennra starfa en karlar. 32 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.