19. júní


19. júní - 19.06.1971, Page 41

19. júní - 19.06.1971, Page 41
kostar terta? uf minn nf Ingólfur: Ég er að koma á fót innlendum snyrtivöruiðnaði. Inga: Ég er tveggja barna móðir. Ingólfur: Ég er dugandi og atorkusamur. Með inngöngu landsins í EFTA verður þjóðin að vera fyllilega samkeppnisfær í hvers konar iðn- aði: eins og er, eyðir þjóðin nánast 50 milljónum af öllum gjaldeyris- tekjum sínum í snyrtivörur. Inga: Ég er göfug. Ingólfur: (lítur undrandi á hana). Inga: Allar mæður eru göfugar. Ingólfur: Ég afla fjár. Inga: Ég eyði því. Ingólfur: Ég geri stórfelldar áætlanir fram í tímann. Inga: Ég skúra, skrúbba og baka tertur. Ingólfur: Ég hef reiknað út, að ég geti sparað þjóðinni minnst 10 milljónir gjaldeyris á ári. Inga: Ég hef reiknað út, að lögin geti orðið fjögur. Ingólfur (lítur spyrjandi á hana). Inga: f tertunni. Ingólfur: Ég tel, að við ættum að geta aflað íslenzkum snyrtivörum markaða erlendis. Inga: Ég tel, að neðst eigi að vera öskulag. Ingólfur (lítur undrandi á hana). Inga: Ég meina . . . möndlulag. Ingólfur: Að minnsta kosti í Evrópu. Inga: Þar næst svampur. Ingólfur: Jafnvel í Ameríku. Inga: Svo marsípan. Ingólfur: Eftir 5 ár ætti ég að vera kominn á toppinn. Inga: Og efst er marengs. Ingólfur: Hvaða voðalega eyðirðu af peningum. Hvað kostar þessi terta eiginlega? Inga: Heilt líf, Ingólfur minn, heilt líf. Inga: Ég held það sé samt eina ráðið, Ing- ólfur. Ingólfur: Hvað? Inga: Að skilja. f al- vöru. Þá yrðu þeir að taka hana á barna- heimilið. 19. Jtjní 39

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.