19. júní


19. júní - 19.06.1971, Side 43

19. júní - 19.06.1971, Side 43
Adda Bára Sigfúsdóttir Skattar »g heímili Menn una því að vonum stór- illa, þegar þeir reka sig á, að tekjuskattar og útsvör annarra, sem búa við sambærileg eða betri kjör, reynast lægri en þeirra eigin skattar, eins og þessi tvenn gjöld eru oft sam- eiginlega nefnd. Við slíkan ójöfnuð máttu giftar konur, sem öfluðu tekna utan heimilis, hins vegar lengi búa og fengu ekki að gert. Heimili þeirra bjuggu við hróplegt ranglæti í skattlagn- iugu bæði samanborið við ein- hleypinga og þær fjölskyldur, sem nutu óskerts vinnudags húsmóðurinnar á heimilinu sjálfu, án þess að afrakstur þeirrar vinnu væri skattlagður. K.R.F.f. gerði málstað úti- vinnandi húsmæðra snemma að sinum málstað og setti fram kröfuna um sérsköttun hjóna. Þeirri kröfu var lítið sinnt fyrr en árið 1957, en þá höfðu ver- !ð stofnuð óformleg samtök hjóna, sem bæði stunduðu laun- aða vinnu. Vandamálið náði þá orðið til margra heimila, því að útivinn- andi giftum konum fór ört fjölg- andi eftir síðari heimsstyrjöld- ina. Árangur baráttu K.R.F.l. og hjónasamtakanna varð skipun nefndar, sem skyldi glíma við þann vanda að jafna metin milli heima- og útihúsmæðra og einn- ig milli útivinnandi hjóna og hinna, sem höfðu nægjanlegt fjármálavit til þess að sjá við löggjafanum og tóku upp sam- búð án blessunar yfirvalda, en heimilum af því tagi fór fjölg- andi. Það kom fljótlega fram í störfum nefndarinnar, að vei’u- leg tregða var enn sem fyrr á því að taka almennt upp sér- sköttun hjóna, og var einkum borið við aukinni vinnu við skattheimtu, ef skattgreiðend- um yrði skyndilega fjölgað svo mjög. Leitað var því annari’a í’áða til skattajöfnunar og reikn- ingsleg niðurstaða varð að hjón, sem bæði hefðu meðaltekjur, mundu sameiginlega gi'eiða sem næst jafnháan tekjuskatt og tveir einstaklingar með sömu tekjur, ef 50% af tekjum ann- ars hjónanna væi’u undanskilin, og skattur siðan lagður á tekj- ui’nar, sem eftir yrðu í einu lagi. Með tilliti til samanburðar við heimilin, sem njóta óskerts vinnudags húsmóðurinnar heima, þótti rétt að beita frá- drættinum alltaf á tekjur eigin- konunnar, og það eins í þeim fáu tilvikum þar sem þær voi’u hærri en tekjur eiginmannsins. Réttur hjóna sem vinna saman að eigin atvinnurekstri var þó takmai’kaður verulega, eða við hálfan persónufrádrátt hjóna, og var það gei’t vegna þess að misnotkun var talin of auðveld i þessum tilvikum. Þá var einnig gefinn gaumur að þeirri tegund heimila, sem einstæðir foreldrar eða aðrir einstaklingar halda fyrir skyldu- ómaga sína, og ákveðið að það fólk fengi heimild til að di’aga aukalega frá tekjum sínum hálf- an persónufi’ádi’átt hjóna og þriðjung af einstaklingsfrá- drætti fyrir hvern ómaga á framfæri. Með þessum tiltölu- lega háa aukafi’ádi’ætti áttu heimili eintæði’a foi’eldi’a að fá til skattfi’jálsra afnota heldur hæi’ri upphæð en heimili hjóna með sama bai'nafjölda. Þannig var komið í veg fyrir, að skattar á heimilisföður hækkuðu við fráfall eiginkonu, sem unnið hafði eingöngu á eigin heimili. Og kona, sem varð ekkja, gat tæpast lent í því að greiða hærri skatt af tekjum sínum en hún hafði áður gei't, meðan helmingur þeirra var skattfi’jáls, en hinn helmingur- inn skattlagður með tekjum eiginmannsins. 19. Júní 41

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.