19. júní


19. júní - 19.06.1971, Side 45

19. júní - 19.06.1971, Side 45
50% frádráttarreglan skapar ekki fullkomið réttlæti eins og taflan sýnir, og skylt er að geta þess að hún er hagkvæmari gagnvart útsvari en tekjuskatti. Hún á engu að síður að fá að standa óbreytt þar til önnur réttlátari leið er fundin. Þess var getið í greinargerð frumvarpsins frá í vetur, að sér- sköttun hjóna væri æskileg frambúðarstefna. Þessari yfir- lýsingu ber að fagna, en vel þurfa konur að vera á verði, þegar sú lagabreyting verður undirbúin. í umræðum um málið ber mikið á þeirri hugmynd, að leggja beri saman tekjur hjóna og láta hvort þeirra síðan gjalda skatt af helmingi teknanna. Þetta er mjög slæm hugmynd. Verði áfram um stighækkandi skatt að ræða fær heimili þeirra hjóna sem bæði vinna fyrir bein- um tekjum of háan skatt miðað við hin heimilin, þar sem eigin- maðurinn einn aflar skráðra tekna. Mismunurinn er þetta, sem mönum láist alltaf að meta rétt: Vinna húsmóður á eigin heimili. Þetta, sem gleymist að taka tillit til, veldur því meðal annars, að deyi heimavinnandi húsmóðir munu skattar eftirlif- andi eiginmanns taka heljar- stökk upp á við samkvæmt sér- sköttun af þessu tagi. Fáir munu sætta sig við þá hugmynd að leysa vandann með því að fara að skattleggja vinnu húsmóður á eigin heimili. Lausnin hlýtur hins vegar að felast í því, að hver einstakling- ur gjaldi skatt af eigin tekjum, og þeirri lausn verður að fylgja eðlileg aðferð til þess að jafna skattabyrðar manna með tilliti til þeirrar framfærslu sem á þeim hvílir. Þetta verður engan Skipt um Hlutvcrk Fyrr á öldum var konan annaöhvort vinnudýr,, stofu- stáss eða stundargaman þess áður merka dýrs, karl- mannsins. En nú á þessari öld, hefur konan hlotið rétt- indi til fidls við karlmanninn. Við konur höfum rétt til að sitja í forsetastóli og við lvöfum rétt til að stjórna veghefli. En við viljum meira. Markmið okkar er, að vera orðnar karlmanninum œðri í lok aldarinnar. Við vitum, að heili konunnar er jafnstór karlmanns- ins, að andlegur kraftur konu er meiri en karlmanns, og svo náttúrlega, að konan er rólegri, ihugulli og skyn- samari. Og hvað hefur karlmaðurinn? Hann hefur líkamlegan kraft. En sá lcraftur er einskis virði lengur. Þennan kraft er aðeins hœgt að nota í skítmokstur og grjótburð. En nú eru komnar vélar, sem vinna þau verk, og hvert verður hlutverk karlmannsins í heiminum á komandi tímum? Karlmaðurinn verður eign lconunnar, stolt hennar, leik- fang, sýningar- og verðlaunagrvpur. Það á að verða kapps- mál hverrar konu, að eiga vöðvastœltan, hjólbeinóttan, heimskan, bronslitan og fagurtenntan karlmann. Og að minnsta kosti árlega verði haldin keppni um, hvaða kona eigi fallegasta karlmanninn, og hlýtur sú viðurkenningu fyrir. Lyftingar, öndunarœfingar, þolhlaup og boltaleikir verða eini starfi karlmannsins. Honum verður aðeins gef- in viss fœða, svo sem lýsi, grœnmeti, drottningarhunang og mjólk. Og aldrei skál gefa honum annað en hrátt kjöt, því þá verður hann grimmur, tröllslegur, heimskulegur og spennandi. Og meðan konan rannsákar undur tungls og jarðar, stjórnar heiminum, skrifar bœkur og skapar listaverk, leggur karlmaðurinn sig fram við atlasæfingar, nemur dans, liggur í sólbaði, borðar hrátt kjöt og drekkur ný- mjólk með. Sigríður HáUdórsdóttir. veginn auðgert og áreiðanlega mun ekki af veita, að konur taki fullan þátt í þeirri laga- smíð. Ef að vanda lætur verður það verk hins vegar falið körl- um einum nema K.R.F.Í. láti ráðamenn skilja, að við það verður ekki unað. Adda Bára Sigfúsdóttir. 19. Júní 43

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.