19. júní


19. júní - 19.06.1971, Síða 47

19. júní - 19.06.1971, Síða 47
* I listinni eru engin takmörk í\œtt um áötju. l)a ILttsi nó á J)á (an.cl; Orð þessi mælti Heigi Tómasson, okkar heimsfrægi dansari, þegar hann kom heim til Islands síðastliðinn vetur og dansaði aftur á sviði Þjóðleikhússins við geysilega hrifningu áhorf- enda. Helgi hóf nám við Ballettskóla Þjóðleikhússins um leið og skólinn var stofn- aður haustið 1952, og er því ekki úr vegi að rifja upp sögu ballettsins á Islandi af þessu tilefni. Dans þótti heldur léttúðar- full dægrastytting um alda- mótin. Áhugi á leiklist var mikill, og smátt og smátt fór áhugi á dansi að vakna, þar sem farið var að líta á hann eins og hálfgerðan leik. Árið 1920 iærðu systkinin Ásta og Jón Norðmann sam- kvæmisdansa hjá Stefaníu Guðmundsdóttur og Guð- rúnu Indriðadóttur. En hug- ur Ástu stefndi lengra. Eftir að hún hafði lært fyrstu ballettsporin hjá danskri konu, sem kenndi listdans hér í nokkra mánuði, fór hún til Þýzkalands til frek- Sif Þórz og Sigríður Ármann dansa hér tvídans. ara náms. Eftir heimkom- una setti hún á stofn dans- skóla hér, sem var til húsa á Hótel Vík, og er Ásta Norðmann þvi fyrsti íslenzki ballettkennarinn. Sýningar hennar voru mjög smekk- legar, og tók fólk þessari listgrein fegins hendi. Hér sjáum við Ástu Norðmann, fyrsta ís- lenzka ballettkennar- ann, í gervi ungrar stúlku í ungverskum búningi. Þessi mynd er úr kvikmynd Óskars Gíslasonar: „Síðasti bærinn í dalnum“, sem var ein fyrsta íslenzka kvikmyndin. Ballett var fléttaður inn í myndina, og var Irmý Toft aðaldansmærin og Klara Óskarsdóttir í hlutverki álfkonunnar. Aðr- ir dansarar voru Guðrún Erlendsdóttir, Valgerð- ur Erlendsdóttir, Edda Scheving og Björg Bjarna- dóttir. Sigríður Ármann og Sif Þórz sömdu dans- inn. 19. Jtjní 45

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.