19. júní


19. júní - 19.06.1971, Page 50

19. júní - 19.06.1971, Page 50
Síðan tók hver kennarinn við af öðrum: Bryndis Schram, Bedge, Guðbjörg Björgvinsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Sigríður Ár- mann, Elísabet Hodgston, Fay Werner, Colin Russel, og síðast en ekki sizt Ingi- björg Björnsdóttir. Nú eru starfræktir sex ballettflokkar við skólann, og eru um það bil 20 nem- endur í hverjum flokki. Fyrsti flokkur er byrjenda- flokkur, og svo tekur stig við af stigi. Bezti aldurinn til að hefja bailettnám er 8 —9 ára aldurinn, þvi að þá eru nemendurnir farnir að skilja, að námið krefst mik- illar einbeitingar, og sterk- an vilja þarf til þess að ná árangri við námið. 1 efri flokkum skólans er æfing aila virka daga í rúm- an klukkutima. Til þess að verða góður bailettdansari þarf miklu meiri æfingu en bailettskólinn getur veitt. Annað vandamál er, að nem- endurnir eru flestir í öðrum skólum eða vinna fyrir sér og hafa þvi ekki tíma til meiri æfingar. I skólanum eru nú nokkrir mjög efni- legir nemendur, sem eflaust gætu náð langt eftir nokk- urra ára nám erlendis. Við eigum og marga efni- lega listdansara erlendis, og er aldrei að vita nema ein- hverjir þeirra kæmu heim, ef aðstæður hér væru betri, svo að þeir gætu fengið að njóta sín. Meðal þessara dansara eru: Anna Brands- dóttir — við ballettinn i Málmey; Hlíf Svavarsdóttir — við nýstofnaðan ballett i Frakklandi; Jón Valgeir Stefánsson — við ballett Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn: Svein- björg Alexanders — við Kölnarballettinn; Unnur Guðjónsdóttir — í Stokk- hólmi; Þórarinn Baldvins- son — í Lundúnum. Ballettstíllinn er mjög margbreytilegur í hinum ýmsu löndum, og má þar sérstaklega minnast á danska, enska, rússneska og bandaríska kerfið. Hin ýmsu kerfi hafa þróazt frá klass- íska ballettinum, sem var alls ráðandi á öldinni sem leið, en hann einkennist af því, að flest dansspor hefj- ast úr einni af hinum fimm klassisku „stöðum". Nútímaballettinn hefur leyst líkamann úr þeim viðj- um, sem klassíski skólinn setti honum. Hreyfingarnar verða frjálslegri og eðlilegri og miðast við að hreyfa all- an líkamann, eins og var ríkjandi hjá Grikkjum til forna. — Á síðari árum hef- ur ballettinn byggzt mikið á að túlka þjóðfélagsleg, sálfræðileg og siðferðileg vandamál, svo að nokkuð sé nefnt. 1 Ballettskóla Þjóðleik- hússins hefur aðallega verið kennt eftir danska og enska kerfinu. Danska kerfið er til dæmis frægt fyrir góða karldansara, en það enska fyrir góða kvendansara. Ekkert sérstakt íslenzkt kerfi hefur enn verið mót- að, en það er mjög erfitt fyrir nemendur að ástunda mörg kerfi samtimis og nauðsynlegt að halda sama kerfinu fyrstu árin. Hér sjáum við Helga Tómasson dansa í sínu fyrsta stóra hlutverki, prins- inn í „Dimmalimm". Bidsted samdi ballettinn, og var hann sýndur í Þjóðleikhúsinu 1955. Anna Brandsdóttir var Dimmalimm, en hún er nú dansmær við Málmeyjar-ballettinn. 48 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.