19. júní - 19.06.1973, Blaðsíða 5
Kvenréttindahreyfingin og áhrif feðra
grein úr Psychology Today, amerísku sálfræSitimariti.
Eflir f]ölmiðlum að dæma má ætla, að kvenrétt-
indahreyfingin hafi lýst því yfir, að sjálfsagt sé að
telja alla karlmenn mótstöðumenn hennar. Judith
og Leonard Worrell telja, að hinir sönnu óvinir séu
þeir, sem eru þannig gerðir, að þeir berjast á móti
hreyfingunni, hvort sem það eru karlar eða konur.
Þau sömdu fjögur próf til að kanna persónuleika og
hegðun fólks í sambandi við kvenréttindi og lögðu
fyrir stúdenta við Háskóla Kentucky (University of
Kentucky). Niðurstaða þessarar könnunar var sú, að
finna mætti ýmis sameiginleg innbvrðis einkenni í
fari stuðningsmanna kvenréttindahreyfingarinnar,
og það sama mátti segja um andstæðinga hennar.
Worrel hjónin segja, að karlmenn í flokki and-
stæðinga láti sig miklu skipta stöðu sína í þjóðfélag-
inu, vilji hegða sér á viðurkenndan hátt og séu vandir
að virðingu sinni, þeir láti stjómast af skoðunum
annarra og hafi lítið traust á getu sinni til að hafa
áhrif á eigin örlög. 1 samskiptum sínum við aðra eru
þeir strangir í skoðunum, víkja ekki frá viðurkennd-
um venjum og eru ósveigjanlegir. En gagnvart yfir-
völdum sýna þeir undirgefni.
Hins vegar eru karlmenn, sem styðja kvenréttinda-
hreyfinguna, sjálfstæðir, duglegir og einbeittir. Einn-
ig hugsa þeir urn heiminn á rökrænan hátt.
Konum, sem eru á móti kvenréttindum, svipar til
karlmanna í þeim hópi á þann hátt, að þær em í
ríkum mæli háðar yfirvöldum og ytra aðhaldi. Einn-
ig fvlgja þær settum reglum. Konur þessar þjást af
ótta, em fram úr hófi snyrtilegar með sig og ó-
sveigjanlegar.
Worrell hjónin skýra frá því, að neikvæðar skoð-
anir á þeim konum, sem styðja kvenréttindahreyf-
inguna, birtist víða og séu útbreiddar. Þessar skoð-
anir lýsa kvenréttindakonum, sem skrítnum, afbrigði-
legum og jafnvel ókvenlegum konum. Þess vegna
fannst Worrell hjónunum bæði uppörvandi og hress-
andi að komast að raun um, að kvenréttindakonur
líkjast næstum því að öllu leyti venjulegum amerísk-
um kvenstúdentum.
Samkvænxt rannsóknunx Worrell hjónanna er eitt
stei'kt og áberandi einkenni sameiginlegt með kven-
réttindakonum, og það er löngunin eftir sjálfsstjóm,
— það er að segja að vera sjálfstæðar, sjálfum sér
nógar og óháðar eftirliti.
Andstaiðingar kveixrétt.indahreyfingarinnar, bæði
karlar og konur, virðast verða fyrir talsverðum á-
hrifum frá feðrum sínum, persónum, sem voru fyirr
löngu gleymdar i sálfræðilegum rannsóknum. Um
leið og í Ijós kom, að enginn vei'ulegur munur var á
hegðun xnæðra hvors hópsins um sig, virtust það vera
fyrst og fremst feðumir, sem mótuðu viðhorf and-
stæðinga kvenréttindahreyfingarinnar, bæði karla og
kvenna, og höfðu þau áhrif, að það fólk varð til-
finningalega ósjálfstætt. Svo að vitnað sé í Worrell
hjónin: „Þeir birtast óafvitandi eins og sökudólgar.
Að því er virðist em það þeir, sem bera ábyrgð á
þi'oska skaphafnar manna. En í skaphöfn manna má
leita orsakanna fyrir neikvæðri afstöðu til kveixrétt-
inda. Jafnframt ræður skaphöfn manna viðhorfi
þeiira til annarra mála“. Þess vegna álykta Worrell
hjónin: „Reynist þetta rétt vera, þá geta feður átt
nxikilvægan þátt í að móta þá þætti persónuleikans,
sem em þess valdandi, að merm veita viðnám gegn
hreyfingum, sem stefna að þjóðfélagslegum um-
bótum“.
19. JÓNÍ
3