19. júní


19. júní - 19.06.1973, Page 12

19. júní - 19.06.1973, Page 12
aðstæður, skil ég í raunirmi ekki, hvernig hægt er að vinna með 20 barna lióp í einni leikstofu. I.eikskólar eru opnir öllum börnmn frá 2ja til 6 ára, en þvi miður hefur ekki verið unnt að fullnægja öllum umsóknum, vegna þess, hve leikskólamir eru fáir. Nauðsynlegt er að leikskólum f jölgi að mun í framtíðinni og von- andi verður þess ekki langt að bíða, að slór átak verður gert í dagvistunarmálum á íslandi nú, þegar samþykkt hefur verið frum- varp á Alþingi mn uppbyggingu og rekstur dagvistunarstofnana. Persónulega finnst mér börn á aldrinum 3*4 til 6 ára hafa mest not f)rrir leikskólavöll og nauðsyn- legur undirbúningur fyrir skóla- göngu. Því miður hefur verið lítið samband milli leikskóla og barna- skóla, en ég tel að báðar þessar stofnanir hefðu mikið gagn af sam- vinnu, ekki sízt, þegar litið er á það, að mikill fjöldi bama, sem hefur skólagöngu, hefur áður verið á leikskólum og/eða dagheimilum. Nauðsynlegt er að opnunartími leikskóla verði sveigjanlegri, t. d. fyrir foreldra, sem vinna vakta- vinnu, þó svo að dvalartími hvers barns sé aðeins fjórar klukku- stundir á dag. Ein af aðalforsendum þess, að barni líði vel á leikskóla og dvölin þar verði því til gagns og gleði, er að góð samvinna sé á milli skólans og heimilisins. Samvinna við foreldra fer fram í óformlegum viðtölum við starfs- fólk, og með foreldrafundum, sem haldnir eru einu sinni á vetri. Þessa samvinnu tel ég, að þurfi að auka og jafnvel spurning, hvort ekki eigi að vera foreldrafélög við dagvistunarstofnanir. Oft hefur hvarflað að mér hvort ekki megi nýta betur dvöl bama á leikskólum, þ. e. a. s. að fóstrur hafi eitthvert „prógram“, „náms- skrá“, en þó sveigjanlega mjög. Það er vitað mál, að mikið er hægt að kenna ungum börnum. Hér á ég sérstaklega við kvæði, sögur, átthagafræði o. fl. f öllum leik- skólum er bömum kennd kvæði, lesnar og sagðar sögur, átthaga- fræði og mikil verkleg vinna (föndur). En ég tel að skipuleggja þurfi þessa fræðslu að einhverju leyti. Ég tel alls ekki, að leikskóli eigi að breyta um form, frjálsir leikir og starf eiga að sitja í fyrir- rúmi, en sú stund, sem notuð er í beina fræðslu samverustund — mætti vera markvissari. Uppeldisleikföng eru nauðsyn- leg í öllum dagvistunarstofnunum og á öllum lieimilum. En því mið- ur er mjög lítið úrval af þessum leikföngum hér í verzlunum. Upp- eldisleikföng fyrir dagvistunar- stofnanir em aðallega keypt frá Norðurlöndum og Englandi. Leik- föng þessi eru mjög dýr hér, ekki sízt vegna hárra tolla. Leikföng oru ekki munaðarvara heldur nauðsynleg hjálpartæki og kennslutæki hverju barni. Vonandi Yerður ekki langt að bíðn þess, að öll böm hafi aðgang að leikskólum, og tel ég þjóðar- tekjum þá vel varið. Mnrgrét Pálsdóttir fóstra. // // // // nokkum hátt okkur, sem emm foreldrar hans. Ég held, að óhætt sé að segja, að foreldrar hvers barns eru ekki alllaf heppilegustu uppalendur þess. Þegar bam nýt- ur tilsagnar og umhyggju góðrar fóstm og vel þjálfaðs starfsliðs á heimilum sem þessum, er óhjá- kvæmilegt, að þekking þess verður rneiri og félagslegur þroski einnig. Mér virðist ekki, að hópuppeldi sem þetta skaði á nokkurn hátt per- sónuleg einkenni bama. Mikil // // // // Ég hef orðið þess aðnjótandi að hafa drenginn minn á bama- heimili Borgarspítalans, Skógar- borg. Það bamaheimili er opið frá því klukkan sjö á morgnana og til klukkan sjö á kvöldin, og er ætlazt til, að bömin dveljist þar í átta klukkustundir á dag, þann tíma, sem móðirin er við vinnu. Hentar þessi opnunartími vel þeim mæðr- um, sem em ekki einar með böm sín, því að vinnan er í flestum til- // // // // // vikum vaktavinna. Ég tel ekki æskilegt, að bamaheimili séu opin allan sólarhringinn. Það hlýtur að vera bömum óhollt að fara á bamaheimili seint á kvöldin, þegar móðirin er á næturvakt, auk þess sem bömin hljóta að þurfa að vera þar aðra átta tíma, á meðan móðir- in sefur. Ég álít, að dvölin á bamaheimil- inu hafi haft þau áhrif á drenginn minn, að hann hafi náð betri þroska, án þess, að ég vanmeti á 10 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.