19. júní - 19.06.1973, Síða 15
oft látnir gerast í fortíðinni, til
dæmis i æsku höfundanna, og gefi
baminu því ekki rétta mynd af
samtímanum. Alltof mikið sé um
Indíána-, glæpa- og stríðsmyndir,
þar sem ofbeldi, ruddaskapur og
manndráp mynda aðal-uppistöð-
una. Einnig er gagnrýnd sú mikla
het]udýrkun, sem setur svip á fjöl-
margar bækur og kvikmyndir, og
getur haft slæm áhrif á sjálfsí-
mynd bamsins.
Mikið af þessari gagnrýni á
fyllilega rétt á sér, og spyrja má,
hvers vegna gerðar em allt aðrar
og minni gæðakröfur, þegar um
er að ræða efni, sem ætlað er böm-
um, en þegar um annað efni er
að ræða.
Niðurstaða mín er sú, að fjöl-
miðlar geti alls ekki tekið við upp-
eldishlutverki foreldranna, aðeins
verið, þegar bezt lætur, góð viðbót
við áhrif foreldranna, en haft al-
varleg neikvæð áhrif, þegar verst
lætur. Ilér eins og á fjölmörgum
öðrum sviðum er þeim bömum
hættast, sem fá minnstan stuðning
úr foreldrahúsum.
Gunnar Árnason sálfræðingur.
// // // // // // // // // // // // //
Þetta efni — böm og fjölmiðlar
— væri verðugt fyrir heila ráð-
stefnu uppalenda og heillandi við-
fangsefni fyrir skoðanakannanir
og athuganir félagsfræðinga. En
takmarkað rúm krefst takmark-
aðra orða. Þess vegna drep ég á
fátt. eitt, sein í hugann kemur.
Ég vik fvrst að barnabókum,
sem koma hvert ár á markaðinn
í tugatali, einkum þó þegar líður
að jólum. Flestar em þær þýddar
úr erlendum málum á misjafnlega
góða íslenzku, og efnið jafnmis-
jafnt að gæðum. Aðeins eitt dag-
blað birtir nokkuð reglulega gagn-
rýni um barnabækur, a. m. k. á
„bókavertíðinni11. Aldrei minnist
ég þess, að hafa lesið gagnrýni um
slíkar bækur í fregnum bók-
menntatímarita. Framtakssamar
konur tóku sig til fyrir tveim ár-
um, fylgdust um ákveðinn tíma
með barnabókum, sem út komu,
gagnrýndu þær og gáfu þeim ein-
kunnir eftir sínu mati. Þetta var
gott og þarft verk og hefði mátt
halda því áfram og styrkja það á
allan hált. Fáir íslenzkir rithöf-
undar fást við að skrifa barna-
bækur, e:ida er það fremur van-
þakklátt og lítils metið starf. Þarf
ekki annað en að Kta á árlegan
lista yfir viðurkenningu lista-
manna og fjárstyrk til þeirra, til
þess að sannfærast um þetta, þó
með örfáum undantekningum í
seinni tíð. Oft hafa komið fram
áskoranir, m. a. frá kvennasam-
tökum, til menntamálaráðs og
fleiri aðila um að efna til sam-
keppni um beztu bamabók ársins,
frumsamda á íslenzku. Slikt
mundi ýta undir samningu góðra
barnabóka, því að ætla mætti, að
þar væm í dómarasæti fæmstu
menn. Viðurkenningu mætti líka
veita fyrir góðar þýðingar. Á sama
hátt mætti efna til samkeppni um
bamaleikrit og kvikmyndahandrit.
Þar er heldur ekki um auðugan
garð að gresja, enda lítil hvatning
fyrir hendi.
Dagblöðin hafa öll eitthvað á
boðstólum fyrir yngstu lesend-
urna; mest eru það myndasögur af
ýmsu tagi og framhaldssögur.
Myndasögumar njóta mikillar
hylli, enda færist það í vöxt að
neytendur fjölmiðla, ungir og
aldnir séu mataðir gegnum augun.
Væri ekki hægt að fá meira af
myndasögum, sem em í senn
skemmtilegar og fræðandi, ekki
einungis ævintýri ofurmenna eða
skrípafólks? Eitt dagblaðanna birti
um alllangt skeið myndasögur
byggðar á atriðum úr Islendinga-
sögum og Snorra-Eddu; annað hef-
ur lengi birt mvndaflokka úr riki
náttúrunnar í sunnudagsblaði
sinu. Meira mætti vera af sliku,
þvi það vekur áhuga á því, að
kynna sér nánar, það sem um er
f jallað. En sá er einmitt tilgangur-
inn með góðum fræðslumyndum,
hvort sem þær ber fyrir auga í
blöðum eða sjónvarpi, það er að
vekja áhuga á því að vita meira
um efnið. I góðu heimilisbókasafni
eiga að vera góðar handbækur,
orðabækur og aðgengilegar fræði-
bækur um aðskiljanleg efni ásamt
vænu safni af sigildum bókmennt-
um. Bækur eiera aldrei að vera
stofustáss eingöngu, þær eiga að
vera til taks fyrir heimilisfólkið.
Það á að kenna bömum frá unga
aldri að notfæra sér bækur, læra
að leita til að vita meira, læra að
fara vel með bækur og umgangast
þær eins og vini. Er ekki bók, sem
sýnilega hefur oft verið handleik-
in, ólikt heimilislegri en sú, sem
19. JÚNÍ
13