19. júní


19. júní - 19.06.1973, Side 22

19. júní - 19.06.1973, Side 22
kærleik, umburðarlyndi og lífs- gleði. Hagkvæm skipan og vandað fyrirkomulag léttir allt daglegt líf fjölskyldunnar og gerir það á- nægjulegra en ella. Heimilið verð- ur líka að vera snyrtilegt og fagurt, án prjáls og íburðar. Þótt allur þorri landsmanna búi við góðar aðstæður og íslenzkur húsbúnaður hafi tekið miklum framförum undanfarin ár, er samt eitt atriði í sambandi við hibýla- skipan okkar, sem aldrei hefur ver- ið sá gaumur gefinn sem skyldi, en það er þáttur bamsins á heimilinu. Víðast eru heimilin, því miður, fyrst og fremst sniðin við hæfi fullorðna fólksins, og allt of sjald- an er tekið tillit til þarfa bam- anna. Má segja, að bamaherbergi hafi verið hálfgerð olnbogaböm íbúðarinnar. Á sumum heimilum virðast bömin eingöngu eiga sitt rúm og sinn stað við matborðið og þar með búið. Bömum þarf sér- staklega að ætla stað innan heim- ilisins og þá annaðhvort sérher- bergi eða, ef þess er ekki kostur, þá a. m. k. eitthvert athafnasvæði, þar sem þau geta unað sér óáreitt. Bamaherbergi verður að skipu- leggja út frá sjónarmiði bamanna sjálfra. Þar verður að taka tillit lil hins öra vaxtar og breytilega þroska, sem börnin taka. Nauðsynlegt er fyrir þann, sem ætlar að búa barni sínu viðeig- andi vemstað á heimilinu, að kunna nokkur skil á hinum ólíku háttum bamsins á ýmsum aldri. Og fullorðna fólkinu ber að virða rétt bamanna yfir herbergi þeirra eða afdrepi. Þess er engin von, að bömin virði ráð fullorðinna yfir þeirra mumnn, ef fullorðnir virða ekki rétt bamanna. Bamið þarf auk þess að fá hlutdeild í umhverfi hinna fullorðnu, þess vegna ber að forðast að hafa dagstofuna svo íburðarmikla, að heimilisfólk fái ekki að koma í hana nema á stór- hátíðiun og tyllidögum. Dagstofan á fyrst og fremst að vera sam- komustaður fólksins alls. Viðkvæm húsgögn og heilbrigð böm hæfa ekki hvort öðru. Sé íbúðin troðfull af dýrindis húsgögnum, sem böm- in mega ekki koma nálægt, og prýdd alls konar brothættu glingri, sem freistar um of litlu bamsfingr- anna, hlýtur það að hafa í för með sér tíðar áminningar foreldranna, svo að ekki sé nú talað mn þau ósköp, ef börnin skráma eða brjóta einhvern skrautmuninn. Slikir á- rekstrar geta valdið þvi, að heim- ilislífið, sem ætti að vera samstillt, verður raun fyrir bæði böm og fullorðna. Böm eiga ekki að vera smáhlutir á heimili, sem eingöngu er útbúið með tilliti tíl fullorðna fólksins. Þau em líka manneskjur og eiga þess vegna rétt á að geta fullnægt eðlilegri þörf sinni fyrir leik og hreyfingu. Ef við viljum kenna bömrnn okkar að taka skynsamlega afstöðu til híbýlanna, megum við ekki slaka á kröfum í sambandi við út- búnað herbergja þeirra og halda, að það sé sama, hvað inn til þeirra sé látið „þar sem þau“, eins og sumir foreldrar segja „eyðileggja hvort sem er alla hluti“. Þessi hugsunarháttur ræður þvi, að oft hafna öll aflóga húsgögn heimilis- ins í herbergi bamsins, og það er illa farið. í fyrsta lagi em böm mannvemr, sem hafa ekki síður þroskandi tilfinningu fyrir fögm umhverfi en fullorðnir. I öðm lagi hlýtur það að vera uppeldislega rangt að hafa eingöngu lélega hluti í kringum þau, ef samtímis á að vera hægt að kenna þeim hirðusemi og að bera virðingu fyrir því, sem gott er og fagurt. Þetta má ekki skilja svo, að verið sé að bannfæra öll gömul, notuð húsgögn í bamaherbergi, þvi að oft getur gamall skápur eða kommóða komið að góðmn notum. En þá verður fyrst að gefa hlutnum nýtt gildi með þvi að lagfæra hann og mála. Smábarnahúsgögn þurfa hvorki að vera dýr né fín. Aftur á móti verða þau að vera sterk og geta þolað hnjask án þess að láta mikið á sjá. Efni og áklæði þurfa að vera auðveld í hreinsun og hafa mikið slitþol. Þau ættu ekki held- ur að vera smækkaðar myndir af húsgögnum fullorðna fólksins, þvi að börn nota húsgögn á allt ann- an hátt en það. I augum bamsins er t. d. stóll ekki aðeins húsgagn til að sitja á, heldur einnig bill, sé honum velt um koll. Áríðandi er, að húsgögnin séu þannig útbú- in, að það megi láta fara lítið fyrir þeim, svo að gólfrýmið sé sem mest, því að lítil böm leika sér mest og bezt á gólfinu. Börn elska birtu og yl, og litagleði þeirra er mikil. Það er sanngjöm krafa hvers einstaklings, að hann fái herbergi út af fyrir sig, þar sem hann getur í næði unnið, dundað við tóm- stundagaman eða hvílzt. Þótt tán- ingurinn t. d. álíti sig stöku sinn- um vera miðdepil heimsins, þá er þetta erfitt aldursskeið, en á þvi hefur hann oft mikla þörf fyrir að vera einn með sjálfum sér, án afskipta fullorðna fólksins. Og við megum umfram allt ekki gleyma aðaltilgangi hibýlanna. Þau eiga að vera til þess að búa í þeim. Þau em það umhverfi, sem öll fjöl- skyldan á að geta notið sín í, í starfi og hvíld, á virkum dögum og helgidögum. Ekki má skapa um- hverfi, sem er svo fínt, viðkvæmt og þvingað, að ekki sé þar svigrúm til glaðværs, starfsams hversdags- lífs. Kristín GuSmundsdóttir híbýlafræðingur. 20 i 19. JÚNI

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.