19. júní


19. júní - 19.06.1973, Síða 31

19. júní - 19.06.1973, Síða 31
starfið í þvi fólgið að fylgjast með nemendum í verk- legu námi þeirra á barnaheimilumnn og vera trún- aðarmaður skólastjóra og nemenda á þeim vettvangi. Er þetta mjög yfirgripsmikið starf, þar sem skólinn hefur nemendur í verklegu námi á 30 stofnunum í senn, bæði sumar og vetur. Eitt erfiðasta vandamál Fóstruskólans hafa alla tíð verið húsnæðismál in. Skólinn starfaði lengst af í sambýli við eitthvert barnaheimili Sumargjafar, um skeið að Fríkirkjuvegi 11 í sambýli við Æskulýðsráð Reykjavíkur, en loks fékk skólinn árið 1969 gamla Rúnaðarfélagshúsið að Lækjargötu 14 B. til eigin afnota, og síðan til viðbótar efri lueðina í Vonar- stræti 1 haustið 1972. Skólinn hefur dafnað þama vel i hjarta borgarinnar og notið fegursta útsýnis yfir Tjörnina. En húsnæðið er óhentugt og verður þegar of lítið næsta vetur, svo að betur má, ef duga skal. Nýbygging fyrir Fósturskóla Islands er algjör nauðs^m. Það mál þolir enga bið, ella verður að fækka nemendum í skólanum svo að um munar, og myndi það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir starf- semi barnaheimilanna í landinu. Hentug nýbygging fyrir Fósturskóla Islands er algjört skilyrði, til að skólinn geti vaxið og dafnað, og ótviræð forsenda fyrir því, að unnt verði að fjölga dagvistunarstofn- unum og barnaheimilum í landinu. Efling Fóstur- skólans og fjölgun díigvistunarstofnana verður að haldast í hendur, ella verða dagvistunarstofnanirnar fátæklegar gæzlustofrianir í stað þess að verða sannar uppeldisstofnanir, en að því ber þjóðfélaginu að stuðla. Hlutverk Fóstruskólans, inntökuskilyrði og nánisfyrirkomulag. Hlutverk Fóstruskólans var í upphafi skilgreint á þann veg, að hann ætti að veita ungum stúlkum menntun lil þess að stunda fóstrustörf á barna- heimilum og til þess að stjórna slíkum stofnunum. Inntökuskilvrði vom frá byrjun gagnfræðapróf cða sambærileg menntun og 18 ára lágmarksaldur. Námið í Fóstruskólanum er tviþætt: bókþætt og vei'klegt. Námstíminn skiptist nokkum veginn jafnt milli bóklegs og verklegs náms. Til skamms tíma var Fóstruskólinn 2ja ára skóli, en árið 1968 var sá háttur tekinn upp að koma á undirbúningsdeild með stuttu bóklegu námsskeiði fvrst og síðan 7 mánaða undirbúningsvinnu eða revnslutíma úti á barna- heimilum í Reykjavik og nágrenni. Sker þessi reynslutími úr um, hvort nemandi er talinn hæfur til áframhaldandi fóstrunáms eða ekki, auk þess sem nemandi fær taikifæri til að gera sér grein fyrir, hvort hann sjálf .æ telur sig una eða eiga heima í fóstxustarfinu. H fur þessi reynslutími gefið mjög góða raun. Undirbúningsdeildin starfar frá því um miðjan september til 30. apríl. Annað árið er nær eingöngu bóklegt nám, sem stendur yfir frá 1. október til 30. apríl, en þá tekur við 5 mánaða starf á barnaheimilum í Reykjavík og nágrenni eða frá 1. maí til 30. sept. Þi'iðja árið skiptist í 2 bóklegar annir með eins mánaðar verklegu námi í milli um miðjan vetur. Námi lýkur með burtfararprófi seinni partinn í maí. Að fóstrunámi loknu hefur því nýútskrifuð fóstra 13 mánaða bóklegt nám að baki sér og 13 mánaða verklegt nám. Nántsgreinar. Námstilhögun og námsefni hefur í megindráttum verið svipað frá upphafi. Kjarninn er hinn sami, en eins og áður var sagt hefur námstíminn lengst, til- högun námsins smám saman tekið ýmsum stakka- skiptum eftir því sem aðstæður hafa breytzt og reynsla gefið tilefni til. Forráðamenn skólans hafa prófað sig áfram og reynt að færa sér í nyt reynsluna í skólanum sjálfum og af hinu hagnýta starfi á dag- vistunarstofnunum og öðrum barnaheimilum. Þá hefur skólinn verið í mjög nánum tengslum við hlið- stæða skóla erlendis, ekki sízt á Norðurlöndunum, og notið góðs af reynslu þeirra og ráðleggingum. Innnn vissra marka hefur Fóstruskólinn verið í sí- felldri nýsköpun frá upphafi, námstími hefur lengzt, námsgreinum hefur fjölgað, námsgreinar felldar niður, námsefni aukizt, innihald breytzt og náms- fyrirkomulag tekið á sig nýtt snið. Frá upphafi hefur uppeldis- og sálarfrœði skipað öndvegi i námsskrá skólans. Fer það að líkum. Þessu námsefni er skipt í fleiri greinar. Höfuðáherzlan er að sjálfsögðu lögð á barnasálfræði og uppeldi heil- bi'igðra barna undir 7 ára aldri, þar með talið ung- bax-nameðferð og starfshættir á leikskólum og dag- heimilum. Auk þess er fjallað sérstaklega um af- brigðileg L":~x (börnepsykiatri). Hópsálarfræði er nýjasta greinin, sem tekin hefur verið upp á náms- skrá sálfræðinnar. List og varkgreinar eins og músik (söngur, flautu- leikur og rytmik), mvndið, föndur og smíðar skipa og veglegan sess í námsskrá skólans og er þessum námsgreinum ætlaður allmikill tima. „Di'amik“ eða leikræn túlkun hefur einnig verið kennd í skólanum siðnst. liðin 2 ár. 19. JÚNÍ 29

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.