19. júní


19. júní - 19.06.1973, Side 38

19. júní - 19.06.1973, Side 38
Lyfjaverksmiðjan Dunnex i Bangkok, þar sem maður Valborgar vann. Fór hann á bát í vinnuna á hverjum degi. frá vinnunni við og við, þegar uin starfsþjálfað fólk er að ræða. — Var ekki eitt.hvaS fleira, se.n erfitt var a8 venj- ast í fari þeirra? — Það tók mig talsverðan tíma að venjast þvi, að það er alls ekki alltaf talin kurteisi að segja satt í Thailandi, og það er ókurteisi að segja nei. Sem dæmi get ég tekið garðyrkjumenn. Tvær hrísgrjónaupp- skerur eru i Thailandi á ári. 1 hléum á milli þeirra koma garðyrkjumenn til borganna og vinna þar að garðyrkju. Þegar þeir þurfa að hverfa frá borgunum vegna hrísgrjónauppskeru, sem er í nánd, bera þeir fyrir sig láti ættingja eða einhverju slíku, en nefna aldrei uppskeruna á nafn. — En svo a'S viS snúurn okkur aS því, sem mér leikur mest forvitni á aS fá einhverja vitneskju um, og þaS eru thailenzkar konur, hvaS viltu segja okkur um þær? ■—- Að útliti til eru thailenzkar konur þær falleg- ustu í heimi og hafa mikinn yndisþokka. — En hver er staSa kvenna í Thailandi? —Konur eru skör lægra settar en karlmenn. Síðastliðin tuttugu ár hefur samt sem áður orðið mikil breyting á stöðu kvenna þar í landi. Konur fara að menntast og starfa utan heimila. Starfa konur almennt utan heimila sinna í Thailandi? —Mjög er algengt, að menntaðar konur starfi utan heimila sinna. Jafnvel auðugustu konur, hafi þær hlotið menntun, starfa gjaman utan heimila sinna. Og thailenzkar konur em liarðari í viðskiptum en karlmenn. Konur af lágum stigum leita frekar út af heimilum sínum til starfa af þörf. Algengast er, að lágstéttakonur starfi við hússtörf. — Er stéttaskipting rígbundin í Thailandi? — Erfitt er að flytjast milli stétta í Tliailandi. En menntun getur hjálpað mönnum að flytjast milli stétta. Aukin tækifæri til menntunar hafa komið svo- litlu losi á stéttaskiptinguna, svo að um er að ræða meiri hrevfingu á milli stétta. Bangkok er oft kölluð „Fen- eyjar Austurlanda“. Áður fyrr voru engir vegir, ein- ungis skurðir. Var farið allra sinna ferða á bátum. Síðan voru skurðirrár fyllt- ir upp og vegir lagðir, en stundum gleymdist að sjá um frárennsli vatnsins. 36 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.