19. júní


19. júní - 19.06.1973, Síða 54

19. júní - 19.06.1973, Síða 54
NÚ FÁUMVIÐ LÚÐU, LAX OG SILUNG Góðfiski getum við kallað allan ís- lenzkan fisk, sé hann veiddur á réttum tíma, vel verkaður og fersk- ur, eða rétt geymdur. Vissar fisktegundir þykja þó flest- um öðrum betri. Með þeim viljum við smjör, því þegar reynir á bragð- gæðin, er það smjörið sem gildir. Draumurinn um soðinn lax með bræddu smjöri ögrar pyngju okkar á hverju sumri, því hvað er annað eins lostæti og nýr lax með íslenzku smjöri? Matgleðin nýtur sín einnig þegar soðinn eða steiktur silungur er á borðum. Og enn er það smjörið sem gildir. Til að steikja silung dugar heldur ekkert nema íslenzkt smjör og séu silungur eða rauð- spretta grilluð, er fiskurinn fyrst smurður vel með íslenzku smjöri og siðan grillaður heill í örfáar mínútur á hvora hlið. Soðin lúða er herramannsmatur. Sjálfsagt er að sjóða fiskinn í eins litlu vatni og hægt er, ef ekki er löguð súpa. Svolitið hvítvín útí vatnið, eða í stað vatns, spillir ekki. Sumir örlátir matmenn segja að fiskar hafi synt nógu lengi í vatni og séu þeir settir í pott, eigi að vera vin i honum, en ekki vatn. En ís- lenzkt smjör má ekki gleyma að bera með, það væri synd. Gott er Jíka að steikja þýkkan lúðubita í ofni. Við smyrjum bitann vel með smjöri og pökkum inn í álpappír, en setjum ekkert vatn við. Nú er lúöu-, lax- og silungstíminn og smjörið er á góðu verði. Notfærum okkur gæði lands og sjávar. Annar eins herramannsmat- ur og þessi býðst ekki víða annars staðar. J

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.