19. júní


19. júní - 19.06.1984, Síða 11

19. júní - 19.06.1984, Síða 11
Eftir kjör Vigdísar Finnbogadóttur til em- bættis forseta íslands afhentu Gerður Stein- þórsdóttir cand. mag. og Sigríður H. Jóns- dóttir fjölmiðlafræðingur Kvennasögusafni Islands að gjöf safn blaðaúrklippa er fjölluðu um kjör Vigdísar. Efnið var úr innlendum og erlendum blöðum, og efni um forsetakjörið almennt. Safnið nær yfir tímann frá ársbyrj- un 1980 til 1. ágúst er Vigdís tók við embætti forseta. Safnið var límt á spjöld og bundið í þrjár stórar bækur, samtals rúmar 350 blað- síður. Á myndinni eru Anna Sigurðardóttir for- stöðumaður Kvennasögusafnsins og Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands er afhend- ingin fór fram. (Ljósmynd Gunnar Elísson). þriðja ár hluta úr degi við skrifstofu- störf. í nóvember 1940 eignaðist ég fyrsta barn mitt og fékk þá tveggja mán- aða fæðingarorlof með launum. Hús- bóndi minn var sanngjarn maður sem hafði áhuga á öllum félagslegum fram- förum. f>að er dálítið erfitt að vinna utan heimilis þar sem engar eru gæslu- stöðvar fyrir börn. Ég fékk telpur til að gæta barnsins á meðan ég var í vinn- unni. Veturinn sem drengurinn fæddist hafði ég reyndar fullgilda vinnukonu en það var líka fleira heimilisfólk hjá okkur þá. Ég hljóp heim úr vinnunni til að gefa barninu brjóst; stúlkan hringdi til mín þegar drengurinn vaknaði. Dæt- urnar eignaðist ég 1943 og 1948. í tómstundum sinnti ég áhugamálum mínum. Ég gekk í Kvenréttindafélag íslands árið 1947 en svo var það árið 1950 að ég gekkst fyrir stofnun Kven- réttindafélags Eskifjarðar. Það var nú litið misjöfnum augum af bæjarbúum, en þrátt fyrir það urðu félagskonurnar þrjátíu. Starfið í þessu félagi var ákaf- lega blómlegt og lifandi. Við höfðum t.d. þann hátt á að skipa smáhóp á hverjum fundi sem átti að annast fræðslu- eða skemmtiefni fyrir næsta fund og þetta setti mjög skemmtilegan blæ á starf- semina. Samkomur höfðum við fyrir unga og gamla. Samfelld dagskrá sem við fluttum á fyrstu samkomu okkar, 6. janúar 1951, þótti ágæt kvennaársút- varpsdagskrá 6. október 1975.“ - Pú varst byrjuð að viða að þér efni um konurfyrir austan og hélstþvísvo áfram síðan. Hvernig hagaðir þú söfnuninni á þessum tíma? „Það verður nú að segjast að þetta var ekki skipulega unnið hjá mér. Ég hafði áhuga á öllu sem varðaði konur, störf þeirra, kjör og menntun. Hefði ég safnað þessu skipulega hefði það aldrei orðið svona mikið, t.d. úr fornritunum, öllum Islendingasögunum. Þetta „dót“ mitt er í alls konar formi; ég geymdi blaðagreinar sem ég rakst á. Ég skrifaði margt hjá mér þegar ég var að lesa, oft jafnvel á smásnepla og rif- rildi utan af matvöru. En ég tími aldrei að henda neinu fyrr en ég er viss um að það sé komið á sinn stað og þess vegna er það með tímanum orðið heilmikið „dót“ sem ég á. Þar að auki viðaði ég líka að mér dálitlu safni bóka um mál er snerta konur á einhvern hátt svo sem ævisögum og skáldritum.“ Kvennasögusafn íslands Eins og mörgum lesendum 19. JÚNÍ mun vera kunnugt varð „dótið“ hennar Önnu stofninn að Kvennasögusafni íslands. Blaðamaður heimsótti safnið, sem jafnframt er heimili Önnu að Hjarðarhaga 26, og fékk að litast um á safninu, glugga í skápa og kassa til að kynnast í svip þeim gögnum sem þar er að finna. Anna var jafnframt spurð um aðdragandann að því að hún setti safnið á stofn ásamt þeim Elsu Miu Einars- dóttur og Svanlaugu Baldursdóttur. Árið 1968 hlýddi ég á erindi sem Karin Westman Berg hélt um rann- sóknir í kvennasögu á ráðstefnu norr- ænna kvenréttindafélaga á Þingvöllum og upp úr því kviknaði hjá mér sú hug- mynd að ef til vill væri tímábært að stofna safn til sögu íslenskra kvenna. Ég setti mig í samband við kvennasögu- söfnin í Gautaborg og Árósum og þessi samskipti héldust næstu árin. Árið 1973 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.