19. júní


19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 12

19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 12
óskaði safnið í Gautaborg eftir því við Norræna húsið að benti yrði á þrjá full- trúa frá íslandi til að sitja ráðstefnu um nærræn kvennasögusöfn. Það var bent á okkur þrjár sem síðar stofnuðum safnið, en sjálf gat ég ekki farið. Hins vegar héldu þær því fram, Else Mia og Svanlaug, þar á fundinum að safnið væri 'nægilegur stofn að kvennasögu- safni. Sumarið 1974 tókum við þá ákvörð- un að stofna safnið formlega á fyrsta degi hins alþjóðlega kvennaárs Samein- uðu þjóðanna eða 1. janúar 1975.“ Áhuginn leynir sér ekki meðan Anna segir frá og leiðir blaðamann um alla króka í safninu. Hún sýnir bæði það sem þegar er komið í skjalaskápa, snyrtilega flokkað í þar til gerðum skúffum og eins hitt sem enn er geymt í alls konar pappakössum og bíður betri tíma. Þar er til dæmis að finna kassa með margvíslegu efni er varðar KRFÍ og annan með gömlum kvennablöðum. - í honum leynast gömul og lúin eintök af blaðinu Framsókn allt frá árinu 1895 þegar mæðgurnar Ingibjörg Skapta- dóttir og Sigríður Þorsteinsdóttir hófu útgáfu þess merka blaðs á Seyðisfirði. í sama kassa er einnig 19. JÚNÍ frá þeim tíma er Inga Lára Lárusdóttir gaf út mánaðarrit með þessu heiti á árunum 1917 til 1929. í enn einum kassanum er að finna gamlar blaðaúrklippur, greinar um dægurmál liðinna ára svo sem kvennasíðu úr Þjóðviljanum 28. nóvember 1946 þar sem Þóra Vigfús- dóttir skrifar hvassyrta grein um sam- skipti húsmæðra og hins opinbera varð- andi mjólkurmálin í höfuðborginni. Þar var líka blaðsíða úr Morgunblaðinu frá árinu 1925 með grein eftir Halldór Kiljan Laxness með yfirskriftinni Drengjakollurinn og íslenska konan. „Já, mikil ósköp, hér kennir sannar- lega margra grasa og það er margt hérna sem gæti verið efni í margar sagn- fræðiritgerðir“, segir Anna og heldur áfram að draga fram kassa sem sýna hversu fjölbreytt efni leynist innan veggja safnsins. Þegar blaðamaður lýsir áhyggjum sínum yfir að hafa komið öllu úr skorðum við að glugga í freistandi innihald pappakassanna lætur Anna sér fátt um finnast. „Hafðu engar áhyggjur, þetta er alvanalegt; ég er oft í meira en klukku- tíma að koma gögnum á sinn stað eftir að hafa fengið gesti í heimsókn í safnið." - Koma margir hingað í heimildaleit? „Já, já, það er talsvert um það, þótt ég fái nú ekki heimsóknir hvern einasta dag. Hingað koma t.d. nemendur í fjöl- brauta- og menntaskólum sem eru að vinna verkefni ýmist fyrir félagsfræð- ina, bókmenntir eða almenna íslands- sögu. Og líka úr háskólanum. Það er ánægjulegt hversu áhugi á sögu kvenna hefur glæðst á undanförnum árum. Það hefur sýnt sig að þörfin fyrir sérstakt Kvennasögusafn var brýn, því að almenn bókasöfn hafa ekki að geyma nema Iítið brot af því sem hér er að finna og það oft óaðgengilegt fyrir þá sem eru að kanna sögu kvenna sérstak- leg, m.a. vegna þess að venjuleg bóka- söfn skrá ekki efni bókanna eins og hér er gert.“ Hjónin Anna og Skúli við vinnu. (Ljósmynd Vilberg Guðnason). Helmingur íslensku þjóðarinnar - En hvað um framtíð safnsins, hefurðu gert þér einhverja hugmynd um hvað um það verður þegar þín nýtur ekki lengur við? „Nú er verið að byggja þjóðarbók- hlöðu. Konur eru helmingur íslensku þjóðarinnar. Hvar ætti saga þessa helmings þjóðarinnar að vera í framtíð- inni annars staðar en í þjóðarbókhlöð- unni? Saga íslenskra kvenna hefir verið mjög vanrækt svo ekki sé fastara að orði kveðið. Þetta litla safn til sögu íslenskra kvenna, sem m.a. er ætlað að koma að notum fyrir sagnfræðinga og aðra sem leggja stund á kvennasögu- rannsóknir, verður að vera í framtíð- inni á sama stað og flest önnur heimilda- rit um sögu íslensku þjóðarinnar." - Nú má segja að Kvennasögusafn íslands sé angi þeirrar vitundarvakn- ingar sem átt hefur sér stað meðal kvenna síðastliðin fimmtán ár eða svo og hleypt hefur nýju blóði í jafnréttis- baráttuna. Sem gamall félagi í Kven- réttindafélagi íslands hvaða augum lýturþú á þessa þróun? Hávaði og rauðir sokkar „Sem jafnréttissinni get ég ekki annað en fagnað hverju því spori sem horfir til framfara í þeim málum. Það er rétt að ég tilheyri þessum gömlu „kven- réttindakerlingum" sem svo voru kall- aðar hér áður fyrr og áttu nú ekki upp á pallborðið alls staðar. Mér finnst sá hugsunarháttur hafa mikið breyst síðari árin. Sjálfsagt er það nýju kvennavakn- ingunni að þakka, en ég skal segja þér að ég var nú ekki ýkja hrifin af stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar á sínum tíma. Ég fór á opinn fund hjá þeim haustið 1970 og las yfir þeim og býsn- aðist yfir því að þessar ungu konur í út- löndum og hér heima héldu að þær væru búnar að uppgötva einhvern nýjan sannleika, að eitthvað nýtt hefði átt sér stað þegar „það hafði ekkert nýtt komið fyrir, nema hávaði og rauðir sokkar“ eins og ég orðaði það þá. Á þeim txma fannst mér sjálfsagt að allar jafnréttissinnaðar konur, ungar og gamlar, ættu að starfa saman innan KRFÍ, enda hafði þá nokkru áður verið 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.