19. júní


19. júní - 19.06.1984, Side 18

19. júní - 19.06.1984, Side 18
Hvað er undir teppinu? Kætt við Hínu Björk Ámadóttur um leikverkið „Undir teppinu hennar ömmu" - Hvað segir Nína um urnmœli Ólafs Jóhannessonar? Eru karlrembusvínin fjarri því að viðhalda hinni gömlu kvennakúgun" „Karlrembusvín, þetta er hryllilegt orð.“ Nína býður ti! sætist í stofunni og hellir kaffi í bolla. „Persónulega hef ég ekki fundið fyrir neinum karlrembu- svínum, þó ég hafi séð þau allt í kringum mig. En ég held það sé ekki rétt að skella skuldinni alfarið á karl- menn, þeir eiga í talsverðum erfið- leikum með að standa undir því að vera þessi svokölluðu karlrembusvín. Þeir verða alltaf að standa sig, mega aldrei sýna tilfinningar sínar, o.s.frv. Annars eru samskipti kynjanna mjög flókin, mér finnst karlmaður og kona vera eins og dagur og nótt, geta auðvitað aldrei orðið eins þótt meira jafnræði með þeim yrði báðum til góðs. Annars hef ég oft verið að velta því fyrir mér hvaðan kúgun kvenna er komin. Sumir hafa haldið því fram að hún komi fram í biblíunni, en ég hef a.m.k. ekki fundið það í þeirri bók. Sjálf er ég trúuð og eftir því sem ég kemst næst er frelsarinn jafnréttissinn- aður, hann er góður við konur, meira að segja skilningsríkur við vændis- konuna. Og móðir hans er ekki kúguð kona sem stendur með bólgnar hendur við þvottabalann. Páll postuli hefur verið með sínar kenningar um konur, hann hefur skrifað margar perlur og einnig margt rugl og ég trúi því ekki að fólk hafi tekið svo mikið mark á honum. Ef við lítum á íslendingasögurnar er ekki að sjá þar að konur hafi verið kúg- aðar, þær eru hinsvegar vígreifar og hefnigjarnar, þaðan er það a.m.k. ekki komið að konur séu óæðri. Þó kann auðvitað að vera lítt eða ekki skrifað um þær konur sem voru kúgaðar.“ „í stað þess að leiða fram al- vont karlrembusvín, er körl- unum í verki Nínu Bjarkar hreinlega vikið til hliðar af svið- inu, og þeim lýst þaðan sem hálf- gerðum útlögum úr heimilis- lífi_Á meðan situr amman, - fulltrúi eldri kynslóðarinnar - með svipuna reidda og viðheldur hinni aldagömlu kvennakúgun.“ Þetta segir í ritdómi Ólafs M. Jóhannessonar í Mbl. þann 20. mars um leikverk Nínu Bjarkar Árnadóttur, „Undir teppinu hennar ömmu“ sem sýnt hefur verið á Hótel Loftleiðum í vetur. Og Súsanna Svavarsdóttir segir í Þjóðviljanum um sama leyti: „Það (leikritið) fjallar ekki um kúgun kvenna í karlaveldis- félagi, en öllu heldur um konur sem kúga hver aðra... Karlarnir eru „stikkfrí“. Þeir hafa engan tíma til að vera með. Einsemd, angist, ótti og vonleysi konunnar er svo hrópandi að leikritið lýsir öllu heldur martröð hennar en raunhæfu hlutskipti.“ Leikverk Nínu vakti talsvert umtal og oft fjörugar umræður að loknum sýningum. Greinilegt var að skoðanir áhorfenda voru skiptar, stundum kom fyrir að menn hrópuðu upp hrifningar- orð í miðri sýningu, en aðrir brugðust jafnvel reiðir við, og vildu fá nákvæmar skýringar á boðskap verksins. Auga lista- mannsins er allajafna næmara á umhverfið en augu flestra ann- arra og við brugðum okkur því á fund Nínu til að ræða þetta Ieikverk. 7 . í t. '-•**>* i * * A „Konur búa almennt við meira öryggis- leysi en karlar...“ 18

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.