19. júní


19. júní - 19.06.1984, Page 19

19. júní - 19.06.1984, Page 19
Úr undir teppinu ... (Ljósmynd Gunnar Elísson). - Undirtitill leikverksins er „Fugl óttans“ og konurnar virðast almennt mjög óttaslegnar. Eru konur óttaslegn- ari en karla að þínu áliti? „Ég hef kynnst ótta kvenna meira. Konur búa almennt við meira örygg- isleysi en karlar og hafa gert það í gegnum aldirnar, þær hafa ekki haft tækifæri til að mennta sig og koma undir sig fótunum af eigin rammleik. Það er heldur ekki nægilega viður- kennt hve mikið starf það er að ala upp börn eins og svo margar konur gera. Það er auðvitað nóg lífsstarf að hugsa um 3-4 börn, en mér finnst kona sem hefur helgað sig börnum sínum síður en svo ómerkilegri en hin sem er kennari, þingmaður eða ráðherra. Þær konur sem átt hafa nokkur börn og hugsað um þau og ætla út á vinnumarkaðinn aftur þegar börnin eru vaxin úr grasi eru oft mjög óttaslegnar. Það er eins og þeim sé ekki ætlaður neinn staður í tilver- unni, nema þær hafi eitthvert nám eða starfsreynslu utan heimilis að baki. Oft umbreytist þessi ótti í einhverskonar öfund eða öryggisleysi gagnvart þeim konum sem standa framarlega í málum, en sú afstaða byggist oft á hræðslu kvennanna sjálfra við að standa á eigin fótum.“ - Leikverkið fékk misjafna gagnrýni hjá gagnrýnendum dagblaðanna. Heimir Pálsson segir m.a. í Helgar- póstinum: „Margrœðni textans er fylgt skemmtilega eftir í túlkun leikaranna og skoðandi finnur að hann er skilinn eftir með mörg vandamál óleyst. Petta erein- mitt aðalsmerki góðrar listar og mega aðstandendur vel við una.“ Súsanna Svavarsdóttir segir hinsvegar í Þjóðvilj- anutn: „Tónninn í verkinu er æpandi, konur eru konum vestar." Hvernig virkar þessi gagnrýni á þig? „Skrif Súsönnu virkuðu engan veg- inn á mig. Leiklistargagnrýni get ég ekki kallað þau. En vel má vera, að þetta hafi verið almenn gagnrýni á lífið og tilveruna og hana sjálfa. Leiklistar- gagnrýni verður að vera fagleg, finnst mér. Við leikhúsin hér vinnur prófessí- ónalt fólk og í þau 20 ár, sem ég hef verið við leikhúsin hef ég aldrei vitað annað en vel og faglega unnið að sýn- ingum. Aftur á móti get ég talið á fingr- um annarrar handar faglegar gagnrýnis- greinar um leiklist, sem ég hef lesið á þessum tíma.“ - Eru konur konum verstar? „Nei, þaðfinnst mérekki. Konureru góðar við konur, og ef kona er í nauð getur hún alltaf leitað til einhverrar konu, móður sinnar, systra eða vin- kvenna og fengið huggun og heitt kakó! Karlmenn eiga hinsvegar ekki jafn auð- velt í þessum efnum. Ég man t.d. þegar ég var í skóla, þá gátu skólabræður mínir frekar rætt sín mál við mig eða aðrar vinkonur sínar en félagana, það virtist ekki ríkja svo mikill trúnaður milli karla. En í dag finnst mér þetta vera að breytast. Ég á þrjá syni og mér finnst á strákunum mínum að meiri trúnaður ríki milli þeirra og félaga þeirra nú en ég man eftir er ég var á svipuðum aldri. Hlutirnir eru að opnast, karlmenn hafa líka jafnari rétt til barna sinna en áður var.“ - Amman í leikritinu, móðir Lóu virð- ist eiga talsverðan þátt í að kúga hana og þá í skjóli veikinda sinna..... „Já, það hafa auðvitað allir einhvern til þess að kvarta við, í mínum huga er amman þó ekki beinlínis meðvitaður harðstjóri. Hún ætlar ekki að kúga Lóu, hún er fyrst og fremst óttaslegin; sjúklingur á heimili dóttur sinnar og hrædd við að verða send á stofnun. Hún notar svo veikindin í samskiptum þeirra Lóu, hún finnur veikan punkt í Lóu sem hún notfærir sér, og Lóa nærist líka á því að hafa hana. Þetta er algengt í samskiptum fólks í einhverjum mæli, en þarna hjá þeim mæðgunum er þetta farið að verða hættulegt.“ - Lóa virðist mjög bœld, bœði kyn- ferðislega og á öðrum sviðum. Hún á við talsverð drykkjuvandamál að stríða og gamla konan heldur að henni flösk- unni. Og einhversstaðar íleikritinu segir hún: „ég vona bara að maðurinn minn fái sér viðhald... “ „Já móðirin hefur sterk tök á henni. Sjálf er hún kynferðislega bæld eins og svo margar konur af þessari kynslóð. Lóa er því með mikla sektarkennd, bæði vegna drykkjunnar og hins hve hún sjálf er kynferðislega hamin.“ - Ein spurning í lokin, hvað er undir teppinu hennar ömmu? „Vínflaska... og kannski eitthvað, fleira." Texti: Valgerður Jónsdóttir 19

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.