19. júní


19. júní - 19.06.1984, Side 21

19. júní - 19.06.1984, Side 21
Helga Jónsdóttir aðstoðarmaður forsætis- ráðherra. (Ljósmynd Anna Gyða Gunn- laugsdóttir). Mörg þeirra erinda, sem honum ber- ast eru afar tímafrek, en hann hefur að sjálfsögðu mörgu að sinna, þannig að það kemur sér vel að geta vísað til að- stoðarmanns alls kyns undirbúnings- vinnu og upplýsingaöflun. Á skrifstofu forsætisráðherra leitar oft fólk, sem telur sig hafa verið beitt rangindum af ríkisvaldinu, m.a. af dómskerfinu, kveðst eiga bótakröfur á hendur opin- berum aðilum, o.fl. Þetta fólk hefur yfirleitt reynt öll önnur úrræði, áður en það ber upp erindi á skrifstofu forsætis- ráðherra og telur að þar eða hjá forseta hljóti þrautalendingin að vera. Því miður er sjaldan hægt að greiða fyrir því, þótt stöku sinnum takist að finna einhverja smugu. Mér líður ekki bein- línis vel, þegar ég sit fyrir framan ntenn og finn að þeir telja ntig hafa brugðist sér og að fokið sé í flest skjól. En þetta er hluti af starfinu og ég verð að hugga mig við að hafa reynt til þrautar að finna úrlausn. Af öðrum verkefnuni má nefna undirbúning lagafrumvarpa, fundar- setur og nefndarstörf. Ég sit ekki ríkis- stjórnarfundi fremur en aðrir aðstoðar- menn ráðherra. Þó hefur það komið fyrir í forföllum ritara. Vinnudagurinn er ekki í föstum skorðum heldur afar fjölbreytilegur og á sinn þátt í að gera starfið heillandi. Svo er ég tengiliður ráðherra við póli- tíska samstarfsmenn hans og þar nýt ég þess, að ég er eiginlega alin upp í Fram- sóknarflokknum. Faðir minn sat lengi á þingi fyrir flokkinn, maðurinn minn hefur verið í framboði fyrir hann og fyrir bragðið hef ég kynnst mörgum áhrifamönnum þar, störfum og stefnu- miðum, þótt ekki hafi ég tekið beinan þátt í flokksstarfinu. En vegna þess hve náið ég tengdist stjórnmálum og stjórn- málamönnum í uppvextinum hefur mér aldrei komið til hugar að álíta stjórn- málamenn eitthvað merkilegri en annað fólk, eins og mér virðast sumir gera. Og stjórnarráðshúsið er enginn fílabeinsturn.“ Að skipuleggja „Að sjálfsögðu er starf mitt pólitískt. Á hinn bóginn lít ég alls ekki á það sem stökkpall út í pólitík. Það virðist heldur ekki duga vel sent slíkt,“ segir Helga glettnislega og bætir við, að í og með hafi það ábyggilega verið hugsað sem góður skóli fyrir verðandi stjórn- málamenn, - „a.m.k. kom það sjónar- mið fram í þingræðum hjá ýrnsunt, þegar fjallað var um fruntvarp til gild- andi stjórnarráðslaga," segir hún. „En reyndin hefur orðið sú, að aðstoðar- menn ráðherra hafa almennt ekki ílenst í stjórnmálum, heldur snúið sér að allt öðrum verkefnum, hvernig svo sent á því stendur. Ekki get ég þó sagt að starfið hafi fælt mig frá þátttöku í stjórnmálum, því að ég var ákveðin í að fara ekki þá braut löngu áður en ég kom hingað. Ég hef lengi litið svo á, að stjórnmálamenn þurfi að framselja sjálfa sig til kjósenda, sem líti svo á að þeir eigi kröfu á þá hvenær sem er. Og það er þáttur í að viðhalda kjörfylg- inu að verða við þessunt kröfum. Líf stjórnmálamanna er áreiðanlega ögr- andi og skemmtilegt á rnargan hátt, en ntér finnst þeir þurfa að fórna of miklu af sínu einkalífi og það er ég alls ekki reiðubúin að gera. Kannski eiga konur erfiðara rneð það en karlar, cn auðvitað þurfa bæði konur og karlar að skipu- leggja líf sitt þannig að ekki verði eilífðar togstreita milli starfs og einka- lífs. Ég hef þá trú að það sé vel hægt. Við verðum bara að gæta þess að hvor- ugur þátturinn komi niður á hinum.“ „Þessi ríkisstjórn verður ekki eilíf fremur en aðrar. Ég geri þó frekar ráð fyrir að hún sitji út kjörtímabilið og miða mínar áætlanir við það. Hvað svo tekur við veit ég ekki. Kannski kemur eitthvað annað upp í hendurnar á ntér, sem ég get ekki hafnað. Þó á ég nú frekar von á að ég fari út í almenn lög- fræðistörf, því að til þess hefur hugur minn staðið lengi. Svo langar mig til að eignast fleiri börn. Það er eiginlega fremst í forgangsröðinni.“ 21

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.