19. júní


19. júní - 19.06.1984, Síða 24

19. júní - 19.06.1984, Síða 24
gagnvart konum þeir, aðþœrséu síður til þess fallnar að nema tölvunarfræði á háskólastigi? „Nei það er þá helst stærðfræðin. En stærðfræðin reynist körlum ekki síður þrándur í götu. Háskóli íslands býður líka upp á nám í gagnavinnslu í við- skiptadeild. Þar er lögð minni áhersla á stærðfræði en í staðinn á fjármálafög. Það er auðveldara að fara í tölvunar- fræðinám eða gagnavinnslunám eftir náttúrusvið eða eðlisfræðisvið í menntaskóla.“ Stúlkur gefa piltum ekkert eftir - Hafa viðhorfin breyst gagnvart tölvu- vinnslu eða námi á undanförnum 8-10 árum? „Já, viðhorfin hafa breyst. Ungt fólk um tvítugt er mun opnara fyrir þessu námi en var, stúlkur ekki síður en piltar, þ.e.a.s. stúlkur gefa piltum ekk- ert eftir í þessu námi að mínu mati.“ - Hvenær er heppilegt að byrja að kenna á tölvur ískólum? „Æskilegt er að fólk sem ætlar sér að vinna við tölvur byrji sem fyrst. Þeir, sem byrja nógu snemma, eiga líklega eftir að ná lengst." - Er ekki ákveðin hœtta í sambandi við tölvukennslu; að hún komi niður á ís- lenskukunnáttu til að byrja með og leiði til lélegri kunnáttu í íslensku? „Jú, en það verður ekki hjá því komist að hafa kennsluefnið á íslensku þegar farið verður að nota tölvur almennt í kennslu." - Verður tölvutæknin ekki þess vald- andi að atvinnutœkifœrum fœkkar? „Jú, Japanir t.d. segja, að eftir 1990 verði ekki lykilborð með tölvunni eins og nú er, heldur verið einungis talað við tölvuna. I framhaldi af þessu verður að huga að því að fjölga atvinnutækifærum í öðrum greinum. A hinn bóginn ein- faldar tölvan verksvið ritara, svo dæmi sé tekið. Það er fljótlegra að vinna verkefnið og hægt er að leiðrétta áður en prentað er. Þannig verður starfið ekki eins lýjandi og það hefur verið.“ - Eitthvað sem þú vilt takafram að lok- um? „Konur eru margar hverjar góðir stjórnendur á sínum heimilum. Að mínu mati er það álíka erfitt að stjórna heimili svo vel fari, eins og að hafa á hendi stjórnun í fyrirtæki. í báðum til- fellum þarf að skipuleggja hlutina mjög vel. Við stjórnun fyrirtækja nota menn ýmis hjálpartæki, eins og t.d. CPM-rit. En húsmóðirin þarf að hafa þetta allt saman í kollinum. Þegar þessar konur síðan leita út á vinnumarkaðinn gleyma menn oft þessum stjórnunarhæfi- leikum, ekki síst konurnar sjálfar. Þær gera sér oft ekki grein fyrir að þær búi yfir þessum hæfileikum. Þetta er hins- vegar atriði sem vinnuveitendur þurfa að gera sér ljóst og hagnýta sér. Það er: Hafa meiri trú á konum og ráða þær í vinnu, þótt þær hafi verið við barna- uppeldi og heimilisstörf um nokkurra ára eða áratuga skeið á meðan eigin- menn - feður eru á framabraut."
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.