19. júní


19. júní - 19.06.1984, Síða 33

19. júní - 19.06.1984, Síða 33
e.t.v. kost á betur launuðu starfi. Mér finnst þetta lofsvert framtak kvenna. Önnur námskeið, svo sem um forritun, útreikninga- og áætlanagerð, eru að sjálfsögðu sótt mest af þeim sem vinna við slfk störf. Par virðast karlar ennþá vera í meirihluta. Ekki er óeðlilegt að þátttaka í námskeiðum skiptist misjafn- lega eftir kynjum, enda vonandi, að fólk af báðum kynjum velji sér starf eftir áhugasviði hvers og eins, en ekki eftir forskrift annarra. Með tilkomu ritvinnslu og annarrar tæknivæðingar hefur starf ritara tekið miklum stakkaskiptum. Vera má, að ritaraheitið eigi ekki við lengur. í mörgum tilvikum fylgirstarfinu umtals- verð ábyrgð - enda um að ræða öflun, vörslu og framsetningu á upplýsingum fyrir yfirmenn. Ritvinnslan hefur aukið afkastagetu þessarar upplýsingamiðl- unar, og því hefur umfang og ábyrgð starfsins aukist." - Erum við á eftir öðrum þjóðum hvað varðar ritvinnslu? „Það má segja það, ef samanburður er gerður við t.d. Bandaríkjamenn og Englendinga. Þegar hafa verið fram- leidd hundruð ritvinnsluforrita á enskum texta. Hér á landi eru aðeins u.þ.b. 20 forrit sent unnið geta með íslenskum texta, en ástæða þess er, hve erfitt er að breyta erlendum forritum þannig að nota megi íslensku stafina. Við þurfunt sem sagt að bæta inn í for- ritin möguleikum fyrir ein 10 ný tákn, sem sé íslensku stafina, og þetta tekur sinn tíma. Fleiri ástæður eru eflaust einnig fyrir því, hve seint ritvinnslan hófst hér á landi, en hún hófst fyrir 2-3 árum.“ - Hvenær hófst þú störfvið ritvinnslu? „Það eru 2 og 1/2 ár síðan ég hóf störf sem leiðbeinandi fyrir Stjórnunarfélag íslands. Það hófst með því að ég fékk þjálfun í einu ritvinnslukerfi og byrjaði að kenna það á ritvinnslunámskeiðum hjá Stjórnunarfélaginu. Síðan komu fleiri ritvinnslukerfi í kjölfarið sem voru kennd á námskeiðunum. Þau eru nú orðin 6 talsins og hið sjöunda er ég núna að undirbúa til kennslu næsta haust.“ - Er gaman að þessu? „Já, það finnst mér. Það er spenn- andi að læra nýja tækni sent gerbreytir svo vinnubrögðum sem ritvinnslan gerir. Mér finnst alltaf gaman að læra eitthvað nýtt til að miðla öðrurn af. ‘ fb Friðrik Sigurðsson er forstööumaður Tölvufræðslu Stjórnunarfélags Islands. Hann hefur gert úttekt á því hvernig þátttaka á tölvunámskeiðum Stjórn- unarfélagsins skiptist milli kynja. Þar kemur í ljós að mikill munur er yfirleitt á því, hvaða námskeið karlmenn og konur sækja. Við gefum Friðrik oröiö: „Að undanförnu hafa átt sér stað miklar umræður um stöðu konunnar í atvinnulífinu og áhrif tæknibreytinga á bá stöðu. Þeirri skoðun hefur mjög verið haldið á lofti, að konum stafi ógn af þessum breytingum. Hættan, sem menn telja sig sjá er sú, að konur láti tæknivæðinguna fram hjá sér fara og sitji eftir þekkingarsnauðar í illa laun- uðum „rútínu“-störfum. Sent innlegg í þessa urnræðu fylgir hér á eftir úttekt sem gerð var á þáttíak- endum á tölvunámskeiðum Stjórnunar- félagsins á tímabilinu september 1983 til mars 1984. Alls sóttu um 1200 manns námskeið félagsir.s á þessu tímabili, og athygli vakti að þátttakendur eru nán- ast jafnmargir af báðum kynjurn. Þessi staðreynd er þeint mun merkilegri vegna þess að atvinnuþátttaka kvenna er ntun minni en karla. Karlar Konur Grunnámskeið ... 42% 58% Notendanámskeið ... 53% 47% Forritun ... 70% 30% Önnur námskeiö . . . . 90% 10% Grunnámskeið: Á Grunnnámskeiði eru kennd undirstöðuatriði tölvufræða, og hafa þau frá upphafi verið langmest sóttu námskeið SFÍ: Um það bil helmingur þátttakenda á tölvunám- skeiðum hefur sótt þessi námskeið. Karlar Konur Áætlanagerð . . . . 72% 18% Ritvinnsla . . . . 10% 90% Gagnasafnskerfi . . . . 70% 30% Nolendanámskeid: Á þeim er kennd notkun á sérhæfðum hugbúnaði. s.s. ritvinnslukerfa eða gagnasafnskerfa. Yfirgnæfandi meirihluti þátt- takenda á ritvinnslunámskeiðum eru konur, en Friðrik Sigurðsson. á áætlunargerðarkerfum eru karlarnir í miklum meirihluta. Ekki er gott að segja, hvaða á- stæður eru fyrir þessu, en þó virðist sem hér sé fyrst og fremst um áhuga að ræða. Ritvinnslan höfði frekar til karla. Forritunamámskeið: Á forritunarnámskeiðum er kennd notkun ákveðinna forritunarmála. s.s. Basic eða Cobol. Önnur námskeið: Eru tiltölulega lítill hluti heildarfjölda námskeiða. Hér eru í flestum til- fellum námskeið stjórnunarlegs eðlis. Auk þess að kanna heildarfjölda karla og kvenna á einstökum náms- keiðum var einnig gerð úttekt á úr hvaða greinum atvinnulífsins þátttak- endur komu. Ekki reyndist marktækur munur á fjölda karla og kvenna. Þannig voru um 47% þátttakenda, sem starfa hjá hinu opinbera, konur. Fólk, sem kom á eigin vegum en ekki fyrirtækis. voru í 50% tilfella konur.“ Stjórnunarfélag íslands hefur í rúma tvo áratugi verið brautryðjandi í stjórnunarfræðslumálum á íslandi. Á hverjum vetri býður félagið fjölda námskeiða, innlendra sem erlendra, auk þess að skipuleggja námsstefn- ur, ráðstefnur og sýningar. Oll er þessi starfsemi miðuð við það að gera þátttakcndum atvinnu- lífsins það kleift að viðhalda þekk- ingu sinni og kynna sér nýjar hug- myndir um stjórnun og rckstur. Konur láta ekki sitt eftir liggja 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.