19. júní


19. júní - 19.06.1984, Síða 34

19. júní - 19.06.1984, Síða 34
Æskilegt að nýjungar þróist í skólunum — segir Sólrún Jensdóttir skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu SI. haust skipaði Ragnhildur Helga- dóttir menntamálaráðherra Sólrúnu Jensdóttur sagnfræðing aðstoðarmann sinn. 1 kjölfar skipulagsbreytinga í ráðuneytinu fyrr á þessu ári var Sólrún Tvær konur gegna nú störfum aðstoðarmanns ráðherra, Þær Helga Jónsdóttir og Inga Jóna Þórðardóttir, en sú síðarnefnda tók fyrir skömmu við starfi Sól- rúnar Jensdóttur. Aður höfðu aðeins tvær konur gegnt starfi aðstoðarmanns ráðherra, þær Adda Bára Sigfúsdóttir, sem var Magnúsi Kjartanssyni heilbrigð- isráðherra til aðstoðar og Stein- unn Finnbogadóttir, en hún var aðstoðarmaður Hannibals Vald- imarssonar félagsmálaráðherra, sem báðir voru í ráðuneyti Olafs Jóhannessonar á árunum 1971- 1974. síðan skipuð skrifstofustjóri, en við starfi aðstoðarmanns ráðherra tók nokkru síðar Inga Jóna Þórðardóttir. A skömmum tíma hafa því þrjár konur komist til mikilla áhrifa við æðstu stjórn menntamála, sem hingað til hefur verið í höndum karla að mestu leyti. Erindi blaðamanns 19. JÚNÍ í mennta- málaráðuneytið fyrir skömmu var að spjalla við Sólrúnu Jensdóttur. Hún starfaði lengi við blaðamennsku, en hóf síðan nám í sagnfræði og lauk magi- stersprófi frá Lundúnaháskóla. Undan- farin ár hefur hún kennt sagnfræði við framhaldsskóla og Háskóla íslands. Hún er gift Þórði Harðarsyni prófessor og eiga þau þrjú börn, 18, 6 og 2ja ára. Sólrún var fyrst að því spurð í hverju starfi hennar sem aðstoðarmaður menntamálaráðherra hefði verið fólgið og þvínæst hvert starfssvið hennar væri núna. Menning af öllu tagi „Á mínum skamma ferli sem að- KVENFATABUÐIN ÚRVAL AF DAG- OG KVÖLD- KJÓLUM Sumarkjólar, pils og blússur st. 38-60. Fatnaður í yfirstærðum ávallt í úrvali. Litmyndalisti Póstsendum KVENFATABÚÐIN LAUGAVEGI 2 101 REYKJAVÍK S:12123 stoðarmaður Ragnhildar Helgadóttur menntamálaráðherra var starf mitt einkum fólgið í því að kynna mér mál, sem ráðherra fól mér og ræða við fólk, sem átti við hana erindi, því að starf hennar er mjög erilssamt og oft erfitt að ná sambandi við hana. Undir mennta- málaráðuneytið heyra mörg málefni og margvísleg, en þau eiga það sammerkt að flokkast undir menningu af ein- hverju tagi. Hér er t.d. fjallað um nátt- úruvernd, dagvistarmál, skólamál og öll svið lista, - sem sagt mjög fjöl- breyttan vettvang, sem erfitt er að fá yfirsýn yfir á skömmum tíma. Með skipulagsbreytingunum, sem nú hafa verið gerðar hefur ráðuneytinu verið skipt niður í þrjár skrifstofur. Ein þeirra annast fjármál, önnur skólamál að háskólastigi og sú þriðja sér um menningarmál, en undir hana heyrir einnig Háskólinn. Raunar fjalla allar skrifstofurnar um skólamál, en mest þó skólamálaskrifstofan, sem ég veiti forstöðu. Undir hana heyrir einkum hinn faglegi þáttur í yfirstjórn grunnskóla og framhaldsskóla, starfsmannahald, eftirlit og fleira. En að sjálfsögðu er lítil reynsla komin á hina nýju skipan mála, því að stutt er síðan hún kom til fram- kvæmda." Mikið frjálsræði í skólum „Lögum samkvæmt ber menntamála- ráðuneytinu skylda til að fylgjast með því, að öll skólaskyld börn í landinu fái menntun í samræmi við grunnskóla- lögin frá 1974. Aðalnámsskrá grunn- skóla og fagnámsskrárnar eru stefnu- markandi um, hvað kennt skuli, en innan þeirra marka er mikið frjálsræði, t.d. hvað varðar kennslufyrirkomulag. Hér starfa hlið við hlið grunnskólar með hefðbundið bekkjarkerfi, skólar sem hafa tekið upp sveigjanlegt starf og brotið upp hefðbundin form og í þriðja lagi svokallaðir opnir skólar. Það fylgir starfi okkar í ráðuneytinu að hafa auga með því sem verið er að gera og margt af því finnst mér ákaflega spenn- andi. Sums staðar eru verkefni barn- 34
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.