19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1984, Qupperneq 35

19. júní - 19.06.1984, Qupperneq 35
anna ekki endilega bundin viö aldur og þess gætt, að enginn verði útundan, hcldur fái hver og einn eitthvað við að glíma, sem hann ræður við. Það er ekk- ert launungarmál, að víða í hefð- bundnum grunnskólum eru bekkir alltof stórir til þess að kennarar geti fengið börnum með mismunandi náms- getu verkefni við hæfi hvers og eins. Að því leyti má segja að grunnskólalögin séu æði oft brotin, því að þar er skýrt kveðið á um, að fræðslan skuli miðuð við þarfir hvers einstaklings. En þarna er yfirleitt ekki við starfsfólk skólanna að sakast, heldur hefur peningaleysi háð starfi þeirra verulega, og því miður árar ekkert sérlega vel um þessar mundir. Að mínu mati er fjölbreytni í skóla- starfi afar æskileg, því að sams konar nám hentar ekki öllum. Ég held líka að það sé æskilegt að nýjar hugmyndir og umbætur þróist innan frá fyrir sam- vinnu skólastjóra, kennara og nemenda, en byggist ekki um of á mið- stýringu og valdboði. í framhaldsskólakerfinu ríkir enn meira frjálsræði, enda hefur engin sam- ræmd löggjöf verið samþykkt þar um. Sjálf er ég efins um að einhver laga- bálkur leysi öll vandamál í framhalds- skólakerfinu eins og talið hefur verið, en ýmsa hluti mætti að skaðlausu ein- falda mjög frá því sem nú er. Til dæmis er mikið ósamræmi í kostnaðarskipt- ingu milli ríkis og sveitarfélaga eftir því hverrar tegundar framhaldsskólinn er. Þá væri æskilegt að koma á nánara sam- starfi milli grunnskóla og framhaids- skóla, því að bilið þar á milli er óþarf- lega breitt.“ Samvinna heimila og skóla „Skömmu eftir að Ragnhildur Helga- dóttir tók við embætti menntamálaráð- herra skipaði hún nefnd til að kanna samskipti heimila og skóla með það fyrir augum að koma á samfelldum skóladegi. Nefndin hefur starfað í rúmt hálft ár undir formennsku Salórne Þor- kelsdóttur og ég á þar sæti meðal ann- arra. Við höfum þurft að taka mið af erfiðu fjárhagsástandi í landinu um þessar mundir og reynum að átta okkur á því, hvað hægt er að gera með litlum tilkostnaði til þess að sem flest börn fái að njóta samfellds skóladags. Sólrún Jensdóttir skrifstofustjóri í mennta- málaráðuneytinu. (Ljósmynd Anna Gyða Gunnlaugsdóttir). Þegar þessi nefnd var skipuð, varð ýmsum að orði, að það hefði þurft konu í ráðherrastól til að gefa gaum að sam- vinnu heimila og skóla, því að konur þekki best af eigin raun þau vandamál, sem slitróttur skóladagur barnanna getur haft í för með sér. Sennilega er þetta ekki fjarri lagi, þótt ekki vilji ég lasta karlmenn og þekki marga, sem láta sér annt urn börnin sín. En sam- felldur skóladagur er vissulega ekkert sérhagsmunamál kvenna, heldur umfranr allt barnanna sjálfra. Fullorðið fólk myndi ekki láta bjóða sér til lengdar að hafa jafn breytilegan vinnu- tíma frá degi til dags eins og börnin hafa þurft að búa við. Og það er mikið ör- yggisatriði að þurfa ekki að senda ung börn langar leiðir í vetrarmyrkri og kulda oftar en einu sinni á dag.“ Skjölin þurfa að bíða „Vinnudagurinn hér er yfirleitt fjöl- breyttur og skemmtilegur, en stundum langur. Það skiptir miklu, að ég bý við ágætar aðstæður og veit af börnum mín- unr í góðum höndum. Þegar ég kom til starfa hér í ráðuneytið átti ég ekki von á því að verða hér til langframa, því að aðstoðarmaður ráðherra víkur venju- lega úr starfi, þegar nýr ráðherra tekur við. Nú hef ég hins vegar verið skipuð skrifstofustjóri og mun því væntanlega sitja áfram, þótt hér verði húsbónda- skipti. Fyrir skömmu var ég spurð að því, hvort þetta þýddi, að ég þyrfti að leggja sagnfræðina á hilluna. Ég svaraði því til, ég yrði að geyma mér hana til betri tíma, en hún væri kannski ekki alveg úr sögunni. Framhaldsnám mitt í sagnfræði í London var fólgið í rann- sóknum á samskiptum Breta og Islend- inga á þessari öld, einkum í fyrri he*ms- styrjöldinni og um það skrifaði ég bók- ina „ísland á bresku valdsvæði 1914- 1918,“ sem Sagnfræðistofnun Háskól- ans og Menningarsjóður gáfu út. Ég á ennþá töluvert af skjölunt um samskipti íslendinga og Breta, sem ég vonast til að geta unnið úr, þegar börnin eru orðin eldri. A meðan þau eru ung hlýt ég að eyða öllum tómstundum mínum með þeim. Skjölin verða að bíða.“ Guðrún Egilson 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.