19. júní


19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 42

19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 42
Ada Ágústa — fyrsti forritarinn Einhvers staðar heyrðist því fleygt, að fyrsti forritarinn hefði verð kona. Einhver Ada Lovelace. Ku hafa verið dóttir Byrons og aðstoðarmaður Charles Babbage - mikið ef hún var bara ekki ást- kona hans líka! Annað var ekki um hana vitað. Að því er virtist. Hvað konum er gjarnt að hverfa niður á milli spjalda sögunnar. Stundum fá þær að sitja prúðar á milli línanna á brydduðum brúðarskónum; eiginkonur stórmennanna. Eða í minnsta lagi sem dætur stórmenna eins og Ada og þá ekki einu sinni á milli lín- anna heldur si svona rétt utan við ystu mörk spássíunnar. Samt þarf oft svo fjarska lítið til að komast á afrekaskrá sagnfræðinnar: er ekki fyrsti maðurinn til að fljúga í loftbelg fastur stafur í kennslubók? Hvað þá um fyrsta forrit- arann, verður hann færður til bókar þegar þar að kemur að segja börnunum frá fyrstu sporunum á þessari tækni- braut, sem nú liggur framundan? En bíðum við. Eftir nokkurt krafs og klór kom upp úr kafinu norrænt tölvu- tímarit með engri annarri en Ödu þess- ari Lovelace á forsíðunni og grein inni fyrir. Málum reyndist svo háttað, að bandaríska varnaramálaráðuneytið lét á árunum 1974-1983 hanna nýtt forrit- unarmál, sem talið er eiga eftir að skipa sama sess og Fortran og Cobol gera núna. Og það er engin önnur en Ada, sem nýja málið er heitið eftir. Þetta þafnaðist skýringa, sem tímaritið lét í té. Stærðfræði í stað útsaums Ada Agústa var dóttir enska skálds- ins Byrons lávarðar og eiginkonu hans, Annabellu. Þau slitu samvistum aðeins einum mánuði eftir fæðingu Ödu og hún ólst upp í móðurhúsum án þess að líta föðurinn augum það sem eftir var ævinnar. Móðurhúsin tilheyrðu enskri yfirstétt og góðum efnum. Svo er að heyra sem Annabella hafi látið sér annt um menntun dótturinnar og var það harla óvenjulegt á þessum tímum, en Ada mun fædd um 1816. t>á voru allar æðri menntastofnanir lokaðar konum í Englandi og skólun yfirstéttarstúlkna fólst einkum í að kenna þeim fallega 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.