19. júní - 19.06.1984, Page 47
Úr æui og starfi íslenskra kuenna
Eins og lesendum 19.
JÚNÍ mun flestum vera
kunnugt, var Björg Einars-
dóttir með vikuleg erindi s.l.
vetur í útvarpinu um ævi og
störf íslenskra kvenna.
Aðföng efnis voru aðallega
úr blöðum, tímaritum og við-
tölum, sem Björg bjó síðan
til flutnings og las sjálf. Frá
miðjum september til loka
apríl hefur hún flutt 31 þátt
og fjallað þar mcira eða
minna um 40 konur. 1 ráði er
að Björg hefji erindaflutn-
inginn aftur 1. september og
þá um þriggja mánaða skcið.
Útvarpserindin hafa vakið
verðskuldaða athygli og til
tals komið að gef þau fljót-
lega út. Blaðamaður 19.
JÚNÍ innti Björgu eftir,
hvernig að útgáfunni verði
staðið og leitað upplýsinga
um efnið.
„Tilgangur minn með
þessum þáttum var að gera
mitt til að varpa ljósi á, að ís-
lenskar konur eiga sér sögu,
þó svo að hin almenna sögu-
ritun beri þess lítinn vott,“
sagði Björg. „Við val á
konum til frásagnar hefi ég
leitast við að taka jöfnum
höndum þekktar konur og
hinar sem lítt eru þekktar, en
voru uppi á þeim tíma að þær
gætu verið mæður, ömntur
og langömmur núlifandi
fólks.
Af viðbrögðum sem ég
hefi fengið við erindunum
marka ég að jarðvegur sé
fyrir efni af þessu tagi. Ekki
linnir óskurn frá hlustendum
um að fá handritin að láni til
að fræðast um formæður
sínar eða af öðrunt ástæðum.
Að athuguðu máli og eftir
áskoranir í þá veru, fannst
mér einfaldara að gefa
erindin sem slík út í bók.
Öllum er þá gert jafnhátt
undir höfði.“
Varðandi útgáfuna, sagði
Björg, að starfshópur fimm
kvenna sem hún á aðild að
mundi í fyrstu kanna, hvort
grundvöllur væri fyrir slíkri
útgáfu m.a. með því að taka
við áskriftum og sjá um
framkvæmdina og reyndist
áhugi nægur. Aðspurð sagði
Björg að tilkynna mætti á-
skrift í síma 75694 eða
16121, eða póstleggja til sín
að Einarsnesi 4, 101 Reykja-
vík.
Ennfremur kom fram að
loforð eru um töluverðan
fjölda mynda frá aðstand-
endum kvennanna, ef af
útgáfu bókarinnar verður.
Kokkhúskviða
Ó hugljúfa
kokkhús.
Hve skark þitt
lætur vel í eyra.
Skrölt í
pottum og pönnum,
göfflum og skeiðum,
sleifum og þvörum,
bollum og glösum,
sem brotna.
Hljómkviða þín er
endalaust viðlag
tómleikans.
Og þarna er
kastarholan.
Botninn í henni er
kolsvartur.
Það var þurraseyðsla
á kartöflunum.
Ég gleymdi mér
við krossgátuna
í blaðinu
danska.
Skyldi ég geta
hreinsað pottinn
með stálull.
Vænn var
ráðherrann,
sem lækkaði
skattinn á stálullinni.
Ó eldhúsmolla
hvað þú ert
mjúk og hlý.
Þú ert eins og
blautt brauðdeig,
sem hefast ekki,
af þvi lyftiduftið
vantar.
En gott er
fyrst handstyrkurinn
erfarinn,
að plastið
skuli vera komið
til að breiða yfir
brothætt
elliglöpin.
Valborg.
SMÁAUGLÝSINGAÞJOIMUSTA
VID GETUM
LETT t»ER SPOR1N
OG AUDVEIDAD t>ÉR FYRIRHÖFN
• Afsöl og sölutilkynningar bifreiða
• Húsaleigusamningar (löggiltir)
• Tekið á móti skriflegum tilboðum
Við viljum vekja athygli á að þú getur látið okkur sjá
um að svarafyrir þig símanum. Við tökum á móti
upplýsingum og þú getur síðanfarið yfir þær í góðu tómi
virka daga kl. 9—22
OPIÐ: Iaugardaga9—14
sunnudaga kl. 18—22
Tekið er á móti myndasmáauglýsingum og
þjónustuauglýsingum virka daga kl. 9 — 17.
SÍMINN ER 27022.
ATHUGIÐ
Ef smáauglýsing á að birtast í helgarblaði
þarf hún að hafa borist fyrir kl. 17 föstudaga.
SMÁAUGLÝSINGADEILD,
ÞVERHOLT111, SÍMI 27022.