19. júní - 19.06.1984, Síða 51
Jafnréttið og samskipti kynjanna
„Þau 12 ár sem ég hef verið prestur í
þéttbýlinu hefur orðið gjörbreyting á
hvað fólk leitar meira til prestsins út af
margs konar sambúðarvanda. Pað er
ekki lengur álitin niðurlæging að tala
við sérfræðinga. Sálfræðingar og geð-
læknar taka fólk til viðtals.“
- Hver er ástæðan fyrir auknum hjóna-
skilnuðum?
„Ástæðurnar eru að sjálfsögðu
margar. Konan er á vinnustað við hlið
karla og þeir eru ef til vill fúsari að
hlusta á vandkvæði hennar en eigin-
maðurinn sjálfur. Hún fær hrós fyrir
störf sín og finnur að þau eru metin.
Hún er veikari fyrir ef brestir eru í
hjónabandinu. Stærsta vandamálið hjá
báðum kynjum er óhófleg áfengis-
neysla og að fólki finnst það vera niður-
lægt.
Fólk vill opna hug sinn fyrir presti og
í vaxandi mæli kemur fólk ekki ein-
göngu til að skilja - hjónabandið er oft-
'ast sem betur fer ekki alveg komið á
síðasta snúning - en viðkomandi getur
ekki sætt sig við ástandið og vill fá
aðstoð til að breyta því. Stundum er
annar aðilinn of upptekinn af vinnu eða
tómstundaiðju. Hann eyðir tíma og
fjármunum án tillits til maka og barna.
Miklar fjarvistir frá heimilinu hafa
slæm áhrif á fjölskyldulífið.“
- Er það rétt að flestir skilnaðir verði
eftir jól eða sumarfrí?
„Ég held að ástæðan sé sú að fólk bíði
með að skilja þar til eftir frí eða jól.
Jólin eru hátíð tengd tilfinningum fólks
og gangi sambúð fjölskyldu ekki áfalla-
lítið í fríi eða ef illa gengur á jólum,
hvenær á þá að ganga vel? Ef þetta
gengur ekki þá telur fólk e.t.v. sambúð-
ina alveg vonlausa.“
- Á hvaða aldrei erfólkið sem kemur til
þín vegna hjúskaparerfiðleika?
„Unga fólkið kemur yfirleitt ekki fyrr
en eftir 5 ára sambúð eða giftingu til að
ræða skilnað. S.l. ár hefur 35-40 ára
aldurinn verið algengasti skilnaðar-
aldurinn. Fólk hefur enn von um að ná
góðu ástar- eða tilfinningasambandi við
aðra.
Um fimmtugt er svo önnur bylgja -
börnin eru farin, hjónin þarfnast hvors
annars meira, en þau eiga lítið sameigin
legt - þau hafa e.t.v. haldið heimilinu
saman vegna ástar á börnunum. Hjón
á þessum aldri skilja oft í góðu sam-
komulagi og eru vel stödd fjárhagslega.
Konur með börn fara verst út úr skiln-
aðinum. Fólk gerir sér ekki alveg grein
fyrir því hvað tekur við. Einstætt for-
eldri verður að takast á við alvarlegar
hegðunarbreytingar hjá börnunum
eftir skilnað.
Það þyrfti að breyta lögunum um
skilnað að borði og sæng, sem er eins
árs tímabil, þannig að það væri skylda
að tala við sáttaaðila (sem ávallt er
prestur) á miðju tímabilinu. Fólk er þá
farið að skoða hug sinn í jafnvægi, en
hvorugur aðili vill eða treystir sér til að
stíga fyrsta skrefið til sátta. Ég hef
heimsótt fólk sem skilið hefur verið að
borði og sæng í hálft ár og hefur verið
þakklátt og hefur jafnvel tekið saman
aftur.
Ég er ekki vinsæll skilnaðarprestur.
Ég hef þann skilning á sáttum að fara
eigi fram 3 viðtöl a.m.k., einstaklings-
viðtöl með hvoru hjóna fyrir sig og
síðan viðtal við þau bæði saman. Yfir-
leitt hvet ég fólk til áframhaldandi sam-
búðar, en reyni að benda því á hvað það
geti gert öðruvísi."
Giftingarundirbúningur
- Af hverju fara svo margir fljótt í nýja
sambúð?
„Það er stutt í huggarana og ein-
semdin er yfirþyrmandi. Geðfræðin
segir að tvisvar á ævinni komist maður
alvarlega úr tilfinningalegu jafnvægi, í
tilhugalífinu og við skilnað. Sumir virð-
ast ekki vera færir um að vera í hjóna-
bandi en eru alltaf að leita að tilfinn-
ingalegri hlýju sem geti fullnægt þeim.
Þegar ég undirbý hjón fyrir giftingu
tala ég um hjónabandið sem lög-
gerning, skyldur sem þjóðfélagið
leggur hjónum á herðar og réttindi sem
það gefur. í augum kirkjunnar er
hjónabandið heilög stofnun þar sem
tveimur einstaklingum er gert fært að
rækta hinn óeigingjarna kærleika.
Hópur sérfræðinga vinnur nú á
vegum kirkjufræðslunefndar að gerð
bæklings sem nota á við giftingar-
undirbúning. í athugun er að bjóða upp
á fyrirlestra sérfræðinga um skyldur
hjúskapar, ræktun hjónaástar, upp-
eldisvandamál o.fl.
Algengt er að ungt fólk hafi ranga
lífssýn. Það telur að hið eðlilega líf
hljóti að vera sífelld hamingja, gleði og
eignaaukning og að kúrfa lífsham-
ingjunnar eigi alltaf að vera upp á við.
Þetta er andstætt eðli sköpunarinnar
vegna þess að lífið er barátta.
Fjöldskyldan í dag er í nokkurs
konar upplausn. Foreldrarnir eru úti-
vinnandi og ná ekki að mynda nægileg
tilfinningatengsl við hvort annað og
börn sín. Ég vona að þessi mál verði
leyst með gjörbreytingu á vinnulöggjöf-
inni, að komið verði á sveigjanlegum
vinnutíma og fólk geti unnið hlutastörf,
svo hjón geti unnið úti og heima og
börnin geti verið meira heima við. Ég er
sannfærður um að um næstu aldamót
verður litið á dagvistarheimili sem eins
konar fangelsi.
I öllum hjónaböndum eiga þarfir
barnsins að sitja í fyrirrúmi. Sá skaði
sem börn verða fyrir verður aldrei
bættur. Afkomendurnir eru hinn
áþreifanlegi ávöxtur lífs okkar.
Ætti að banna að taka barnið
um helgar
Ég vil nefna vandamál sem kemur
upp við skilnað. Það er að sá aðilinn,
sem ekki hefur barnið, tekur það til sín
um helgar. Þetta tel ég að eigi að banna.
Sá aðili sem hefur forræði barnsins situr
þá einn eftir heima - í 90% tilfellum er
það móðirin. Menn ættu frekar að taka
sér frí í miðri viku til að umgangast
barnið.
Barnið þarfnast tilfinningahlýju
móðurinnar, sem vinnur alla daga, yfir-
leitt láglaunastörf, og er þreytt á
kvöldin. Helgarnar eru þá eini tíminn
sem móðirin hefur óskiptan fyrir
barnið. Hún ber hitann og þungann af
uppeldi barnsins. Það er verulega
óréttlátt að hún fái ekki tækifæri til að
rækta sambandið við barnið sitt 'um
helgar. Þess í stað fer það að hitta föður
sinn sem í flestum tilfellum er mun betur
stæður fjárhagslega og getur gefið barn-
inu ýmislegt sem kostar peninga.
Kannski er hann kominn með nýja
konu og börn og getur boðið barninu
upp á ýmislegt sem móðir getur ekki og
samanburðurinn verður óhagstæður og
getur skapað verulega beiskju og van-
metakennd hjá þeim aðila sem hefur
forræði barnsins.“
51