19. júní


19. júní - 19.06.1984, Síða 57

19. júní - 19.06.1984, Síða 57
Jafnréttið og samskipti kynjanna til grundvallar þeim baráttustyrk sem hvert félag býr yfir. Svo geta félög haft sterka samningsstöðu ef þau geta stöðvað ákveðna mikilvæga þætti at- vinnulífsins eins og t.d. félög mjólkur- fræðinga, flugumferðarstjóra, lækna o.s.frv. Almennt má segja að samstaðan sé lykillinn að styrkleika félaganna. Stórir vinnustaðir sameina, margir smáir sundra. Ræstingakonur sem vinna á kvöldin á ótalmörgum tvístruðum vinnu- stöðum eiga eflaust erfitt mcð að beita sér sameiginlega. — í seinustu kjarasamningum varmikib talað um fjölskyldutekjur láglaunahóp- anna, greinilega til þess að draga athygl- ina frá hinum ömurlega lágu launum. Hvernig getur verkaiýðshreyfingin sam- þykkt að þannig sé hætt að meta störfin sjálf til launa en athyglinni heint að hjú- skaparstétt og barnafjölda viðkomandi starfsmanna? „Þetta er ekki allskostar rétt, í kjara- samningum er ekki lögð nein áhersla á fjölskyldutekjur. Það er gert hinsvegar ef finna þarf leiðir til að bæta kjör ákveðinna hópa fram hjá samningum á vinnumarkaði, og kostnaði er beint til hins opinbera. Með vaxandi þátttöku kvenna á vinnumarkaði sem hefur nú uppá síðkastið haldist í hendur við almennt rýrnandi kjör, hefur það ekki þótt óeðlilegt, að athuga framfærslu- kostnað (vísitölu) fjölskyldunnar sam- tímis, tekjum fjölskyldunnarsem heild. Það er hinsvegar af og frá að við samn- inga um kaup og kjör hafnarvcrka- manna, svo eitthvert dæmi sé tekið, séu tekjur eiginkvenna þeirra notaðar til frádráttar eða einhverrar viðmiðunar." Kynin samcinist en sundrist ekki - Hvað geta konur gert til að rétta hlut sinn? „Ég tel rétt hjá konum að halda áfram mikilli upplýsingu um kjör sín. Það er rétt lcið. Það er erfitt fyrir kon- urnar að bcrjast bæði við atvinnu- rekendur og gegn karlmönnum í senn. Eina forsenda þess að konum takist að bæta kjör sín, er að þær berjist við hlið karla en ekki á móti þeim. Kynin sam- einist en sundrist ekki. Ég tel að eina rétta leiðin sé sú, að félög eins og t.d. Framsókn og Dagsbrún verði samein- uð. Ég hef áhuga á og finnst eðlilegt og nánast nauðsynlegt að ófaglærð félög á höfuðborgarsvæðinu sameinist til þess að geta betur bætt kjörin almcnnt - og til að draga úr þeim launamun sem er á körlum og konum og að lokum að láta hann alveg hverfa.“ - A þessi erfiða barátta sér líffræðilegar orsakir? „Karl og kona eru á ýmsan hátt ólíkar verur að upplagi. Lífsprinsip karlmannsins er annað. Hann er harður, óbilgjarn, yfirborðskenndur og árásargjarn. Hann hefur ýmsa eðlis- þætti ágirndar og sækist eftir utanað- komandi upphefð. Hann hugsar óhlut- stætt, býr sér til forsendur og fyrirbæri til að búa til kenningar um. Lífsprinsip konunnar er annað. Hennar gildi eru öll mýkri. Hún er gefandinn í lífinu en Fráskilin móðir á sextugsaldri: Margar kortur á mínum aldri kunna ekkert á samfélagið „Kvennavakningin hefur haft áhrif á fólk á áttunda áratugnum. Þetta hefur verið erfitt og umbrota- samt tímabil fyrir okkur sent höfum verið að koma upp börnum s.l. tvo áratugi. Óróinn hjá unga fólkinu og árásir á heimilislífið hafa gert hjóna- bandinu erfitt fyrir. Við höfðurn búið við viðtekið kerfi - svo dynur gagnrýni á hjónabandið og menn fara að efast og hætta að rækta slíka stofnun. Margt ungt fólk gerði tilraunir með kommúnubúskap og ófriður skapaðist á heimilum þessa fólks. Menn fundu fljótt í kommúnunum að enginn getur haft alla sína henti- semi. Ýmsar reglur um verkaskipt- ingu sem unglingarnir vildu ekki hlíta hcima hjá sér, giltu einnig í kommúnunni. Tilraunir með breytt sambýlisform eru núna búnar að vera. Annað hvort býr fólk í kjarna- fjölskyldu eða býr eitt.“ Margar einstæðar mæður að basla „Það eru núna átakanlega margar einstæðar mæður að basla. Samfé- lagið er lítið hliðhollt konum. Börn alast upp hundruðum saman án þess að kynnast karlmanni; hjá ein- stæðum mæðrum, fóstrum, konur kenna þeim í skólanum." - Telurðu að jafnréttisumrœðan hafi komið konum til góða á ein- hvern hátt? „Já, en hún ruglaði líka margar konur í ríminu, sem voru áður vissar um stöðu sína. Konunum sem eftir sitja heima finnst þær verða út- undan.“ - Hvaða áhrif hefur umræðan haft á karlmenn á aldrinum 40-60 ára? „Þeir hafa í raun og veru aldrei tekið þátt í breytingunum og lítið sett sig inn í þessi nýju viðhorf. Jafn- réttisumræðan hefur farið mjög í taugarnar á mörgum karlmönnum. Þeir vilja hafa heimilið í föstum skorðum eins og áður. Margir hafa rifið sig burt frá fjölskyldunni og hafa þá lítið lagt niður fyrir sér fjár- hagslegar afleiðingar þess að skipta heimili í tvennt. Það er dýrt að borga allt af einum launum og með- lagið er svo lágt að það dugar ekki fyrir vikulegri bíóferð og strætó yfir mánuðinn fyrir barnið. Mér er ofar- lega í huga það sem snýr að börn- unum og það er of algengt að for- eldrar þjóni lund sinni án tillits til þeirra. Hjónaskilnaður eftir 30 ára sam- búð er reiðarslag. Menn gera sér ekki grein fyrir hvað þetta er mikil röskun. Vina- og frændtengsl rofna meira eða minna. Ég var heppin að vera komin í vinnu áður en maður- inn ntinn fór að heiman og heimilið leystist upp, en margar konur á mínum aldri kunna ekkert á samfé- lagið.“ 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.