19. júní


19. júní - 19.06.1984, Síða 60

19. júní - 19.06.1984, Síða 60
Jafnréttið og samskipti kynjanna Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi: t\onur hafa ekkert minni möguleika að læknast af áfengissýki en karlar Ég hringdi í Þórarin Tyrfings- son, yfiriækni á Vogi, og skelli á hann spurningunni: „Telur þú að jafnréttisumrœðan hafi haft áhrif á samskipti kynjanna? „Nú það var aldeilis" segir Þórar- inn og hlær. „Hvers vegna spyrðu mig bara ekki um áhrif frönsku stjórnarbyltingarinnar?“ En eftir nokkra umhugsun segir hann: „Mörgum konum finnst lítið gert úr kvennastörfum og sjálfsvirðing þeirra verður oft lág. Þær hafa verið heima að ala upp börnin og hugsa um karlinn og allt í einu finnst þeim þetta allt harla lítils metið. Það hefur verkað illa á konur sem áður spekúleruðu lítið í þessum málum, að lítið hefur verið gert úr kvenna- störfunum. Konur með áberandi lágt sjálfsmat þeysast nú í öld- ungadeildir og skóla út um allan bæ. Uppeldisþátturinn er orðinn minni í lífi kvenna og við karlarnir höfum ekki bætt honum á okkur nema síður sé. Okkur finnst við ekkert kunna á þetta.“ í Danmörku, Noregi og Svíþjóðvirð- ist vændi hafa aukist mjög mikið, en miklu minna hefur verið um það í Finn- landi og á Islandi. Skemmtanir og skemmtistaðir eru líka með öðrum hætti á íslandi og í Finnlandi. í báðum löndunum eru mörg opin veitingahús þar sem almenn- ingur getur komið og stofnað til kynna. í Helsingfors eru sum danshúsanna opin að degi til. Þetta fyrirkomulag býður upp á meira ókeypis kynlíf - eða kannski væri réttara að segja kynlíf á j afnréttisgrundvelli. “ - Hafa drykkjuvenjur breyst? „Drykkjuvenjur fóru verulega að breytast á áttunda áratugnum og áfeng- isneysla kvenna hefur aukist á síðustu árum. Algengt er að konur neyti áfeng- is en flestar konur drekka afskaplega - Þórarinn Tyrfingsson. (Ljósmynd Gel). - Leita margir til ykkar? „Við áætlum að síðan SÁÁ hóf starfsemi sína árið 1977 hafi um fjögur þúsund manns leitað til okkar vegna áfengissýki, þar af um eitt þúsund konur eða tæpur fjórð- ungur.“ lítið. Þorri unglinga byrjar að smakka áfengi 14-15 ár og stelpur byrja að drekka á sama aldri og strákar, en drekka mun minna.“ - Hvernig geta konur varist ofbeldi og óréttlœti? „Til að koma í veg fyrir að konur þoli ofbeldi og óréttlæti þarf öfluga kvenna- baráttu. Reynslan sýnir að allar félags- legar hreyfingar þurfa að byrja á því að efla vitund sinna eigin félaga. Það er því von mín að eldri konurnar í kvenna- hreyfingunni nái að miðla reynslu og styrk til yngstu kvennanna. En þjóð- félagsþróunin bendir til þess að þeirra kjör fari versnandi. Þegar störfum fækkar verða konur sendar heim, sem getur leitt til þess að einkum yngri konur komist aldrei út á vinnumarkað- inn.“ - A hvaða aldri eru þessar konur? „Flestar konurnar sem leita til okkar eru ýmist kornungar, á aldr- inum 18-23 ára, með lélega félags- lega stöðu eða bakgrunn. Síðan vantar nánast aldurshópinn 24—40 ára. Aftur á móti koma hingað konur á aldrinum 40-50 ára sem eru þá margar mjög illa farnar.“ - Afhverju drekkur fólk? „Fólk byrjar að drekka til að taka betur þátt í lífinu, en síðan verður þetta sjúkdómur hjá sumum. Kvíði er meira áberandi hjá konum. Þær kvíða jafnvel fyrir daglegum störfum. Það er eins og karlmenn eigi betra með að hrista af sér kvíðann.“ - Pola konur áfengi verr en karlar? „Konur þola drykkju andskoti vel líka, en eftir fertugt verður þróunin oft hraðari. Þær verða sjúklingar jafnvel á tveimur árum.“ - Hverjir hafa mesta möguleika á lœkningu? „Við teljum að minnsta kosti þriðji hver sjúklingur, scm til okkar leitar, fái góðan bata. Karlar sem leita sér lækninga um þrítugsaldur standa sig best og hafa mesta mögu- leika, en ég held að konur hafi ekk- ert minni möguleika að læknast af áfengissýki en karlar. Þeir sem kikna fyrst og koma fyrst inn á stofnun eru yfirleitt ekki í hjóna- bandi né eiga traust heimili sem bakgrunn. Sá sem má sín meira kemur seinna." - Er áfengssýkin andlegur eða lík- amlegur sjúkdómur? „Áfengissýkin er tvímælalaust margþættur sjúkdómur og einn meginþátturinn er líkamlegur. Áfengissjúkir bregðast öðruvísi við áfengi en aðrir. Annars vitum við ekki fyllilega hver lyfjaáhrif áfengis eru á heilann.“ 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.