19. júní - 19.06.1984, Síða 62
„Mér sýnist ekkert áhorfsmál að
almenn viðhorf hafi breyst svo síðan um
1970, að samskipti kynjanna hljóti að
njóta góðs af. Lífsháttum fólks og sam-
skiptum eru ekki settar nærri eins
þröngar skorður nú og þá var. Eg þakka
kvennabaráttunni mikinn hlut í þessari
framför, því að engu fer nokkurn tíma
fram nema að því sé unnið, og því verða
þeir að sinna sem eiga hlut að máli.
Konur hafa vissulega átt margt að
sækja svo að jafnrétti kæmist á, og eiga
vitanlega enn,“ segir Guðni.
„Við í Samtökunum ’78 teljum, held
ég flest, að barátta okkar lesbía og
homma sé hliðstæða kvennabarátt-
Jafnréttið og samskipti kynjanna
Guðni Baldursson.
minnst varir. Homma- og kvenfyrir-
litning renna saman í eitt þegar orðið
„kvenlegur“ er haft um homma, ekki í
merkingunni að hann búi yfir góðum
eiginleika kvenna, heldur þeirri að
hann sé hallærislegur, afkáralegur. -
Að ég nefni ekki lesbíufyrirlitningu
kemur ekki til af góðu: í vitund fjöl-
margra eru hommar einu fulltrúar sam-
kynhneigðar, konur hafa ekki sjálf-
stæða kynhneigð! Lesbíur vekja engin
viðbrögð, núll plús núll eru núll. Ástir
milli karlmanna hins vegar, þær geta
skipt sköpum um það hvort þjóðfélagið
stendur eða fellur!“
Önnur ástæðan er andstaðan gegn
Guðni Baldursson, formaður Samtakanna '78:
Konur standa ekki jafnfætiskörlum,
ekki heldur í félagi okkar
unnar, svo og baráttu litra manna,
verklýðsins o.s.frv., að hér sé um að
ræða mismunandi hliðar á sama málinu
- sem er frelsi einstaklingsins, frelsi til
samskipta við aðrar manneskjur á jafn-
réttisgrundvelli. Fyrir því þarf sannar-
lega baráttu, báráttu innávið og baráttu
útávið. Ég er viss um að kvennabaráttu-
konur þekktu sjálfar sig, eins og við í
Samtökunum ’78 gerðum, þegar Jó-
hanna Egilsdóttir sagði frá því, að í
upphafi verkakvennabaráttunnar hafi
vandinn verið að fá konurnar til þess að
trúa því að þær ættu rétt að sækja og að
þær gætu náð honum. Engum sem er
ófrjáls af sjálfum sér nýtist það þótt
aðrir vilji gefa honum frelsi. Jafnrétti
nær aldrei milli tveggja ef annar unir
því að vera án þess.
Það er ljóst að enn standa konur
ekki jafnfætis körlum, ekki heldur í
félagi okkar. Konur eru um fjórðungur
félagsmanna, sem eru reyndar ekki
nema um 40, þó að nokkurhundruð
manna hópur eigi meiri og minni hlut í
ýmsum þáttum starfseminnar. Við karl-
arnir höfum verið aldir upp til þess að
gera kröfur, líka kröfur um að fá að lifa
því ástalífi sem á við okkur og að velja
okkur elskhuga sjálfir. - Mér finnst
óhætt að segja að við karlmennirnir í
Samtökunum ’78 séum flestir meðvit-
a<Mr um raunverulega stöðu kvenna
1984, líka innan félagsins. Þess vegna
held ég að ekki ætti að þurfa að koma til
þess klofnings, sem hefur orðið t.d. í
rómönsku löndunum við það að lesbíur
sneru margar baki við félögum lesbía
og homma og ákváðu að vinna að fram-
gangi mála sinna eingöngu innan
kvennahreyfingarinnar. Hins vegar
finnst mér að það mætti bera meira á
lesbíum og sjónarmiðum þeirra í,
íslensku kvennahreyfingunni, á því
sviði stöndum við aftar en flestar þjóðir
er við berum okkur saman við.
Jafnréttisbarátta okkar fór miklu
síðar af stað en jafnréttisbarátta
kvenna. Jafnvel urðum við lesbíur og
hommar á íslandi 30 árum seinni til en
Norðurlandabúar að stofna með okkur
hagsmunafélag. Samt sem áður ein-
setjum við okkur að ná þeim árangri að
eftir fimm ár stöndum við jafnfætis
Norðurlandaþjóðunum, en þar eru að
sjálfsögðu margar hindranir í veginum.
Ég nefni hér þrjár þær helstu, því að ég
þykist vita að þær komi kunnuglega
fyrir úr kvennabaráttunni.
Fyrsta ástæðan er rótgróin homma-
fyrirlitning, systir kvenfyrirlitningar-
innar. Hún birtist oft svo fínlega að
flestir leyfa sér að trúa því að þeir séu
lausir við hana, en opinberast oft þegar
því að við skýrgreinum okkur sjálf. Ég
nefni hér hvernig valdaaðilar beita
stöðu sinni til þess að hamla gegn því að
lesbíur og hommar landsins öðlist þá
tilfinningu að þau séu frjálsr mann-
eskjur: Ríkisútvarpið meinar að upp-
lýsingum sé komið á framfæri við les-
bíur og homma í tilkynningalestri,
orðanefnd KHÍ leggur til að við verðum
framvegis kennd við umsnúning!
Kvennabaráttukonur vitað að orða-
forðinn markar hugsuninni farveg, og
að lítill fengur og verri en enginn er að
.skrautyrðum uppfundnum til þess að
breiða yfir illa afstöðu.
Þriðja ástæðan er sinnuleysi ís-
lenskra stjórnmálamanna um póitík.
Ýmsum atriðum jafnréttismála verður
að ná fram með atbeina löggjafans,
vegna lagafyrirmælanna sjálfra og
vegna þess fordæmis um almenna
afstöðu, sem felst í lagasetningu.
Konur reka sig á vegg vegna kynferðis
síns þegar þær vilja sækja fram, t.d. í
stjórnmálaflokkunum. Þá taka þær sig
til og bjóða fram sjálfar. Það er krökkt
af hommum í flokkunum, meinið er að
þeir eru svotil allir í felum. Framboð
felu- og laumuhomma held ég að félli
um sjálft sig!
Öll jafnréttisbarátta á eftir að verða
okkur öllum til góðs.“
62