19. júní


19. júní - 19.06.1984, Side 70

19. júní - 19.06.1984, Side 70
Frá fundi Framkvæmdanefndar 21. janúar 1984. Á fundinum var gerð grein fyrir stöðu kvenna á vinnumarkaðinum og 6 málshefjendur ræddu spurn- ingar sem nefndin hafði lagt fyrir fundinn. í lok fundarins var eftir- farandi tillaga samþykkt: „Fundur Framkvæmdanefndar um launamál kvenna með konum í samninganefndum stéttarfélaga innan BSRB, ASÍ, BHM, SÍB og Félags bókagerðarmanna for- dæmir harðlega það launamisrétti kynjanna, sem ríkir á vinnumark- aðinum. Fundurinn ályktar að brýn nauðsyn sé á samstöðu og sam- vinnu kvenna hvar í stéttarfé- lögum sem þær standa, til að ár- angur náist í að brjóta á bak aftur launamisréttið. Launakannanir sem gerðar hafa verið staðfesta að konum er raðað í lægstu launaflokkana og að hefðbundin kvennastörf eru lægst launuðu störfin í þjóðfélaginu. Ennfremur sýna kannanir að yfir- borganir, duldar greiðslur og önnur fríðindi falla sjaldnast í hlut kvenna. Fundurinn skorar á aðila vinnu- markaðarins að viðurkenna þessa staðreynd með því að sérstakt átak verði gert í komandi kjarasamn- ingum til að rétta hlut kvenna í tekj- uskiptingunni í þjóðfélaginu. Að öðrum kosti munu konur taka málin í sínar hendur og grípa til þeirra ráða sem nauðsynleg eru til að brjóta á bak aftur launamisréttið“. Fundir víðsvegar um landið Laugardaginn 18. febrúar var efnt til funda á 8 stöðum um landið, í Reykja- vík, Stykkishólmi, ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum. Sei- fossi og Keflavík. Fundarefnið var „Staðan í Iaunamálum kvenna“. Á öllum stöðum voru 2-3 ræðumenn frá Framkvæmdanefndinni og sami fjöldi heimamanna. Samvinna var höfð við launþega á stöðunum um skipulag og framkvæmd fundanna. Starfshópur hjá Framkvæmdanefndinni gerði drög að efnisatriðum til umræðu á fundun- um. Fundirnir voru fjölsóttir, vöktu athygli og þeim voru gerð skil í fjöl- miðlum. Framkvæmdanefndinni berst iðulega beiðni um að senda fulltrúa á fundi, á vinnustöðum og hjá félagasamtökum. Fara jafnan tveir fulltrúar, nefndin er kynnt og rætt um launamál. Nefndinni hafa borist til umsagnar lagafrumvörp frá Alþingi. Á Alþingi gerðist það síðla vetrar að allar konur er sæti eiga á þing- inu báru sameiginlega fram fyrirspurn til forsætisráðherra, hvort stjórnvöld væru tilbúin að beita sér fyrir saman- burðarkönnun á öllum þáttum kjara- mála karla og kvenna. Svar forsætis- ráðherra var mjög jákvætt. Fram- kvæmdanefndin reit ráðherra bréf þar sem tekið var undir fyrirspurn þing- mannanna. Nefndinni hefur borist bréf forsætisráðherra með beiðni um að hún setji fram þau markmið, er hún telji æskilegt að ná með könnuninni og bendi á leiðir til að ná þeim. Tilgangur - Lokaorð Hér hefur aðeins verið stiklað á því stærsta um stofnun og störf Fram- kvæmdanefndar um launamál kvenna. Sú spurning hlýtur óhjákvæmilega að vakna, hvort allt þetta umstang og fyrir- höfn vegna stöðu kvenna á vinnu- markaðinum þjóni tilgangi. Því er fyrst til að svara allar konur í samninganefnd- um, er mættu á samráðsfundina, svöruðu þeirri spurningu hiklaust ját- andi. Þær töldu æskilegt - að til væri aðili er sameinaði allar konur hér á landi í þessu tilliti; safnaði upplýsing- um, kæmi þeim á framfæri í fjölmiðlum ogmiðlaði þeim innbyrðismilli kvenna; sameinaði þær til átaks ef á þyrfti að halda; styddi þær í því langtímaverk- efni að uppræta launamisrétti kynj- anna, en tæki ekki sérstaklega afstöðu í hverjum kjarasamningum fyrir sig. Með öðrum orðum, einhver sem léti einstakar orustur framhjá sér fara en stefndi að því að vinna stríðið. Við þetta má svo bæta, að allt frá því að lögin um launajöfnuð kvenna og karla voru samþykkt 1961 og komu til framkvæmda í áföngum til ársins 1967, hefur þrátt fyrir skýlausa orðanna hljóða meira og minna verið farið í 70

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.