19. júní


19. júní - 19.06.1984, Síða 78

19. júní - 19.06.1984, Síða 78
framtíðinni? Hvaða störf verða mikils metin vegna þess að þau hafi mikið gildi fyrir okkur sem þjóð, sem menningar- þjóð, sem farsæla og velmegandi þjóð? Það er að sjálfsögðu keppikefli að aukin tækni megi verða til að stytta vinnutíma sem verið hefur allt of langur og líklega hvergi skilað afköstum í sam- ræmi við lengd vegna þreytu og streitu fólks. En það þurfa líka að koma til ný störf. Talað er um að skapa ný störf. Og fjölmargar hugmyndir eru uppi um slík störf. Talað er um útflutning á hugviti. Talað er um annars konar iðnað en stóriðju. Talað er um..... En hvers þurfum við að gæta við sköpun nýrra starfa? Við þurfum að gæta þess að þau verði arðbær, segja fræðingarnir. En hvað eru arðbær störf? Hafa öll „arðbær störf“ undanfarinna ára verið arðbær? Spyr nú sá sem ekki veit. En sá grunur getur þó læðst inn að ýmis útgjöld séu stundum ekki reiknuð með við arð- semisreikninga útgjöld af þeim toga sem erfitt er að meta nákvæmlega til króna. Og á sama hátt kann að vera að uggvænlega oft gleymist að reikna tekjur sem hvergi koma fram í bókhaldi en skila sér í farsælla mannlífi. Auð- vitað blandast inn í þetta umræðan um þurftir mannanna - en þurftirnar eru nú afstæðar og verða stundum til vegna ytri þrýstings og án umhugsunar. Við skulum hyggja vel að því hvað kann að hafa farið úrskeiðis í annríki undanfarinna ára og reyna að veita þeim þáttum forgang. Áherslan verður þá fremur lögð á mannlega líðan en að einblína á efnahagslega velsæld óháð því hvaða verði hún er keypt. Áherslan verður þá á að hlúa að fræðslumálum fyrir öll aldursskeið ekki síður en líkamlegum heilbrigðismálum. Við eigum ekki að hafna þeim tæki- færum sem tæknibyltingin býður okkur en á sama hátt og við notuðum tækni- byltinguna á heimilum til þess að losa úr viðjum aldagamlar verkaskiptingar innanhúss eigum við að nota tækni- byltingu á vinnustöðum utan heimilis og að færa út kvíar heimilisumhyggj- unnar með því að virða betur þau störf sem efla slíkt og búa betur að þeim sem þau störf stunda. Það yrði án efa þjóð- hagslega arðbært. HP Helgarpósturinn Blaðið sem strákarnir búa til og stelpurnar lesa 78
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.