19. júní


19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 83

19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 83
Starfsemi út á við Námskeið Námskeiðahald á vegur KRFÍ hefur verið nokkuð biómlegt. Tvö námskeið voru haldin í ræðu- mennsku og fundarsköpum og var Valgerður Sigurðardóttir leið- beinandi á báðum námskeiðunum. Þá var haldið námskeið um greina- skrif og fjölmiðlun og var Vilborg Harðardóttir leiðbeinandi á því námskeiði. Starfandi var sérstakur námskeiðshópur, en í honum eru Sigríður Vilhjálmsdóttir, Sigrún Gísladóttir og Ragnhildur Hjalta- dóttir. í júní 1983 kom hingað til lands Alene H. Morris frá Bandaríkjunum og hélt hún námskeið fyrir félags- menn í KRFÍ. Námskeiðið stóð í tvo daga með þátttöku 16 kvenna og efni þess var ráðgjöf fyrir konur sem vilja leita sér að atvinnu við sitt hæfi, jafnt þær sem hafa stundað heimilisstörf í lengri eða skemmri tíma og þær sem hafa hug á að skipta um starf. Aiene H. Morris kynnti fyrirþátttakendum aðferðir sem beitt er í ráðgjafarstöð sem hún rekur í þessu skyni í heima- landi sínu og gaf hún félaginu heim- ild til að nýta margvíslegt prentað mál sem stofnunin gefur út. Ætlunin er að KRFÍ fari í gang með ráðgjafar- starfsemi af sama tagi, á næstunni. Undirbúningur þess er hafinn og vinnur hópur þátttakenda af nám- skeiðinu að þýðingu þess efnis sem Alene H. Morris lét félaginu í té. Umsjón með þessu starfi er í höndum Jónínu M. Guðnadóttur, og annaðist hún einnig undirbúning námskeiðsins. Umsagnir KRFÍ var beðið um umsögn frá Alþingi: 1. Um tillögu til þingsályktunar um rétt heimavinnandi til lífeyris, gagnkvæman makalífeyri og upplýsingaskyldu lífeyris- sjóða. 2. Frumvarp til laga um endurmat á störfum láglaunahóp. 3. Um tillögu til þingsályktunar um könnun á kostnaði við einsetningu skóla, sam- felldan skólatíma og skólamáltíðir. Þessar umsagnir liggja frammi á skrifstofu félagsins. Fjáröflun Eins og í flestum félögum þarf KRFÍ að standa að fjáröflun. Að þessu sinni var haldinn í haust köku- kerta-bóka-flóamarkaður sem hefði mátt ganga betur. Félagið fjárfesti í kertum sem seldust upp fyrir jólin. KRFÍ á fulltrúa í ráðgjafanefnd Jafnréttis- ráðs og hefur Oddrún Kristjánsdóttir verið aðalmaður þar í vetur en Esther Guðmunds- dóttir varamaður. Hlutverk ráðgjafanefndar er að vinna að þeim málum sem Jafnréttisráð felur nefndinni hverju sinni svo og að gera tillögur til ráðsins að nýjum verkefnum og framkvæmd þeirra. Formaður nefndarinnar er Magdalena Schram og varaformaður Oddrún Kristjánsdóttir. Störf nefndarinnar fram að þessu hafa verið í beinu framhaldi af starfi fyrri nefndar, einkum varðandi mót- andi áhrif skóla, þ.e. kennara og náms- gagna, á viðhorf skólabarna til kyn- hlutverka. Ráðstefna var haldin um þessi mál 24. mars og nefndist „Stelpurnar og strákarnir í skólanum“. Skv. lögum á formaður KRFÍ sæti í ís- lensku UNESCO nefndinni og hafa tveir fundir verið haldnir á s.l. vetri. Á ráðstefnu Sambands Alþýðuflokks- kvenna um launamismun kvenna og karla sem haldin var í september 1983 var sam- þykkt tillaga frá átta konum um að efna til þverpólitísks samstarfs um launamál kvenna og m.a. skipuleggja aðgerðir sem leiði til úrbóta og uppræti launamisréttið. Þessar konur hittust fljótlega eftir ráð- stefnuna og var þá samþykkt að bjóða fleirum til samstarfs. M.a. var KRFÍ beðið að tilnefna fulltrúa í nefndina og annan til vara. Er Esther Guðmundsdóttir aðal- maður, en Sigríður Vilhjálmsdóttir vara- maður. Nánar er sagt frá Framkvæmdanefnd um launamál kvenna annars staðar í blað- inu. Vorið 1983 sótti formaður „kontakt" fund norrænu jafnréttisnefndarinnar, sem að þessu sinni var haldinn í Bergen í Noregi. Á fundinum voru kynnt verkcfnin „Hlutastörf á Norðurlöndum" og „Stjórnmálaþátttaka kvenna á Norðurlöndum", en norræna jafn- réttisnefndin hefur kostað bæði verkefnin. Þá sótti formaður stjórnarfund Alþjóða- samtaka kvenréttindafélaga IAW sem hald- inn var í Aþehu í maí sama ár. Á þessum fundi var fjallað um innra starf samtakanna og sérstaklega kom til umræðu Fréttabréf 1AW. KRFÍ hefur árum saman átt fulltrúa í Mæðrastyrksnefnd, Landvernd, Áfengis- varnarnefnd kvenna og Landsambandinu gegn áfengisbölinu. Á aðalfundi skiluðu full- trúar skýrslu til stjórnar. Fulltrúar KRFÍ í Mæðrastyrksnefnd voru Ingibjörg Snæ- björnsdóttir og Helga Sigurðardóttir. I Landvernd Oddrún Kristjánsdóttir og Val- borg Bentsdóttir. í Áfengisvarnarnefnd kvenna, þær Júlíana Signý Gunnarsdóttir og Þóra Brynjólfsdóttir. í Landssambandi gegn áfengisbölinu, Þorbjörg Daníelsdóttir. KRFÍ var beðið að gera tillögu að aðgerð- um hér heima og erlendis á árinu 1985 en þá lýkur kvennaáratug SÞ. Hugmynd stjórnar KRFÍ er að íslenskar konur fari hringinn í kringum landið. Útgáfustarfsemi Útgáfa Fréttabréfs er orðin fastur liður í starfi félagsins og hafa 4 frétta- bréf komið út á milli aðalfunda. Hefur Guðrún Egilson verið rit- stjóri, en Þórhildur Jónsdóttir hefur séð um útlit og uppsetningu. 19. JÚNÍ kom að vanda út í júní 1983. Að þessu sinni var ekkert ákveðið efni í blaðinu heldur var fjallað um það sem efst var á baugi í jafnréttisbaráttunni. Ritstjóri blaðs- ins var Jónína Margrét Guðnadóttir, fjármálastjóri Sigríður Vilhjálms- dóttir og auglýsingastjóri Júlíana Signý Gunnarsdóttir. Hallveigarstaöir KRFÍ á þrjá fulltrúa í hússtjórn Kvenna- heimilisins Hallveigarstaða, auk formanns eru þær Guðrún Gísladóttir varaforntaður og Oddrún Kristjánsdóttir gjaldkeri. Haldið var áfram að gera við húsið, og var viðhaldskostnaður því töluverður. S.l. vetur var húsnæði KRFÍ og KÍ teppalagt. Þá greiðir hússjóður Hallveigarstaða síma- kostnað félaganna þriggja þ.e. KRFÍ, KI og BKR. Landsfundur Landsfundir KRFÍ eru haldnir á fjögurra ára fresti. Síðasti landsfundur var haldinn 1980 og næsti fundur verður því haldinn á þessu ári. Er hann fyrirhugaður um 20. október í Reykjavík. Ákveðið hefur verið að fjalla um konur og atvinnulífið og þá sér- staklega áhrif tækninýjungar á vinnumark- aðinn. Fram að landsfundi mun hópur undir stjórn Oddrúnar Kristjánsdóttur fjalla um þessi mál. Stjórn Stjórn Kvenréttindafélags íslands skipa nú: Esther Guðmundsdóttir, formaður, Arndís Steinþórsdóttir, varaformaður, Jónína M. Guðna- dóttir, ritari, Oddrún Kristjáns- dóttir, gjaldkeri. Meðstjórnendur Ásthildur Ketilsdóttir, Árnþrúður Karlsdóttir, Ásdís Rafnar, Guðrún Gísladóttir og María Ásgeirsdóttir. Varamenn: Erna Bryndís Halldórs- dóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Heiðrún Dóra Eyvindardóttir. Íapríl 1984 Esther Guðmundsdóttir. 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.