19. júní


19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 84

19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 84
Fóstureyðingar í Ijósi nýrrar löggjafar Á vegum landlæknisembættisins hefur að undanförnu verið unnið að athugun á fóstur- eyðingum hér á landi eftir að nýju fóstureyð- ingalögin tóku gildi en það var í maí 1975. Beinist athugunin einkum að fjölda fóstur- eyðinga og þeim konum sem í hlut eiga. Byggir hún á upplýsingum sem fram koma á umsóknarblöðum um framkvæmdar fóstur- eyðingar fyrir tímabilið 1976-1981. Hafa fóstureyðingar verið flokkaðar með tilliti til fjölda, aldurs kvennanna, hjúskaparstöðu, fyrri fæðinga og fóstureyðinga, lengdar með- göngu o.fl. Niðurstöður úr þessari athugun auk sögulegs yfirlits um fjölda og tíðni fóstureyðinga hér á landi og fleiri atriði sem þetta mál snerta verða birtar innan tíðar í fylgiriti með Heilbrigðisskýrslum. Verður hér gerð stutt grein fyrir nokkrum atriðum sem fram hafa komið við þessa athugun. Löggjöf Árið 1935 voru sett lög um fóstureyðingar hér á landi og var ísland fyrst Norðurlanda til þess. Samkvæmt þeirri löggjöf (og lögum nr. 16/1938) voru fóstureyðingar heimilaðar ein- göngu af læknisfræðilegum ástæðum en við mat á þeim mátti taka tillit til félagslegra ástæðna. Árið 1975 tóku gildi ný lög (nr. 25/1975) sem heimiluðu fóstureyðingar: 1. af félagslegum ástæðum og var það ný- mæli 2. af læknisfræðilegum ástæðum og 3. ef konu hefur verið nauðgað. Með þessum lögum eru fóstureyðingar ekki gerðar alveg frjálsar eða „on request" eins og víða. Ýmiss skilyrði verður að upp- fylla til þess að framkvæmd fóstureyðingar sé heimil, svo sem: - Að konan hafi verið frædd um áhættu samfara aðgerðinni og hvaða félagslega aðstoð henni standi til boða í þjóðfélag- inu. - Að fyrir liggi rökstudd greinargerð tveggja lækna eða læknis og félagsráðgjafa sé eingöngu um félagslegar ástæður að ræða. - Ennfremur er kveðið á um að aðgerð skuli framkvæmd helst fyrir lok 12. viku með- göngutímans og eftir 16 viku er aðgerð eingöngu heimil af læknisfræðilegum ástæðum og ef líkur eru á vansköpun, erfðagöllum eða fósturskaða. Sé konu synjað um aðgerð eða ef ágrein- ingur verður um hvort framkvæma skuli fóst- ureyðingu skal málinu tafarlaust vísað til landlæknis, sem ber að leggja það undir úr- skurð nefndar. Er nefndin skipuð lækni, lög- fræðingi og félagsráðgjafa og er hlutverk hennar að hafa eftirlit með framkvæmd lag- anna. Umsókn ásamt greinargerð eru rituð á eyðublað sem landlæknir gefur út. Úr þeim gögnum eru síðan unnar tölfræðilegar upp- lýsingar fyrir heilbrigðisskýrslur. Fjöldi fóstureyðinga Um og eftir 1970 fór fóstureyðingum hér á landi að fjölga mjög frá því sem verið hafði og hélt sú þróun áfram í kjölfar lagasetn- ingarinnar 1975. Varaukningin hlutfallslega meiri framan af þessu tímabili en úr henni hefur dregið á síðustu árum. Árin 1971-1975 voru framkvæmdar að meðaltali 203 fóstur- eyðingar á ári, 1976-80 var meðaltalið 472 fóstureyðingar og 605 árin 1981-82. Ástæða er til að nefna að árið 1973 herjaði hér rauð- hundafaraldur og aftur árin 1978-1979, sem setti mark sitt á fóstureyðingar þessi ár. Tafla 1. Fjöldi fóstureyðinga 1971-1982. Ár Fjölcii Ár Fjöldi 1971 142 1977 456 1972 151 1978 455 1973 224 1979 556 1974 224 1980 523 1975 274 1981 597 1976 368 1982 613 Heimild: skrifstofa landlæknis. Hætt við fóstureyðingu Eins og vænta má er alltaf nokkur hópur kvenna sem hættir við fóstureyðingu eftir að hafa sótt um aðgerð. Yfirleitt líða nokkrir dagar, stundum vika eða lengri tfmi frá því að kona sækir unt fóstureyðingu og þar til sjálf aðgerðin fer fram. Líta má á þann tíma sem eins konar umhugsunartíma fyrir kon- una og getur hún því hætt við aðgerð ef henni sýnist svo. í löggjöf nokkurra landa eru sér- stök ákvæði um umhugsunartíma. Á kvennadeild Landspítalans í Reykjavík eru framkvæmdar þrjár af hverjum fjórum fóstureyðingum hér á landi. Þar hefur verið haldið til haga tölum um fjölda kvenna sem hætt hafa við fóstureyðingu og ennfremur um þær konur sem synjað hefur verið um aðgerð þar. Fjöldi þeirra sem hætt hefur við aðgerð hefur verið 29-60 á ári eða samtals 371 fyrir tímabilið 1976-1983. Samsvarar það um 12% miðað við fjölda aðgerða sem framkvæmdar voru á Landspítalanum þetta tímabil. Synjanir Á Landspítalanum hefur 3-18 konum á ári verið synjað um fóstureyðingu tímabilið 1976-1983 eða samtals 75 konum. Sam- svarar það 2,3% framkvæmdra fóstureyð- inga þar á þessu tímabili. Virðist synjunum heldur fara fækkandi. Ástæða þessað fóstur- eyðing var ekki heimiluð var í flestum til- vikum lengd meðgöngu þ.e. konurnar voru gengnar með meira en 12 vikur og forsendur umsóknar voru af félagslegum toga. Sum þessara mála hafa komið til kasta nefndarinnar sem áður er getið og ætlað er m.a. að úrskurða í ágreiningsmálum ogfjalla um undanþágur til fóstureyðinga. Árin 1975-1982 fékk nefndin alls 99 mál til úrskurðar og var fóstureyðing heimiluð í 73 tilvika en synjað var leyfis í 22 tilvikum. Tíðni fóstureyðinga Tíðni fóstureyðinga og hlutfall þeirra af fæðingum og þungunum er sú mælistika sem einkum er notuð við athugun á fóstureyð- ingum í hverju landi og í samanburði við önnur lönd. Með tíðni fóstureyðinga er átt við fjölda fóstureyðinga á ári á 1000 konur á frjósemisaldri, þ.e. 15-49 ára. Lengst af var tíðni fóstureyðinga hér á landi 1/1000 konur 15-49 ára en á áttunda áratugnum varð umtalsverð breyting. Tíma- bilið 1971-1975 var tíðnin að meðaltali 4/ 1000 á ári en 9/1000 árin 1976-1980 og árið 1981 nálgaðist tíðnin 11/1000. Þrátt fyrir þessa þróun er ísland með lægsta tíðni fóstureyðinga á Norðurlöndum sbr. töflu 2 en haft skal í huga að löggjöf landanna er mismunandi. Athygli vekur að tíðni fóstur- eyðinga á hinum Norðurlöndunum fer nú lækkandi á meðan tíðnin hér á landi teygir sig enn upp á við. 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.