19. júní - 19.06.1991, Síða 13
Hætta konur eftir eitt kjörtímabil vegna þessa
vinnuálags? Stendur tlokkur þeiiTa fullkomlega
að baki þeim? Neyðast þær til að velja á milli
vinnustaðanna þriggja, þ.e., heimilisins, vinnu-
staðarins og sveitarstjórnarstarfanna?
Tímaskortur
Þess ber að geta að störf í nefndum og ráðum
sveitarstjórna eru launuð og að fulltrúar fá greitt
fyrir hvern fund sem þeir sitja. Hins vegar er
starfið, sem fer í undirbúning, t.d. gagnasöfnun og
samráð við pólitíska samherja, sjálfboðavinna. Til
þess að geta unnið vel í nefndum og ráðum fer ekki
hjá því að mikinn undirbúning þarf og að jafnmik-
ill, ef ekki meiri, tími fer í undirbúninginn eins og
fundarsetan sjálf þar sem unnið er á grundvelli
undirbúningsvinnunnar. Margar kvennanna töldu
sig skorta tíma til að undirbúa sig fyrir fundina í
þeim mæli sem þeim finnst nauðsynlegt, og sumar
sögðu að þær hefðu hreinlega ekki tíma til ráðstöf-
unar. Það hlýtur að teljast alvarlegt
mál ef konur fælast frá stjórn-
málaþátttöku vegna þess að
vinnuálagið verður þeim
ofviða. Stór hópur
kvennanna skilar meira
en 40 stunda launa-
vinnu á viku fyrir utan
störf á heimilunum og
í sveitarstjórnum. 1
skýrslu Jafnréttisráðs
er þeirri spurningu
varpað fram hvort ekki
mætti auka launa-
greiðslur vegna sveit-
arstjórnarstarfa lil
þess að gera sveitar-
stjórnarkon-
um kleift að létta vinnuálagið á öðrum sviðum án
þess að þær tapi á því ljárhagslega. Þetta leiðir
hugann að því til dæmis hvorthætta sé á að framboð
kvenna til sveitarstjórnar gæti hugsanlega orðið
forréttindi kvenna sem heima vinna. Nú á tímum
eigafjölmargarkonurþessekkikostaðveraheima-
vinnandi þótt þær kjósi það, einfaldlega vegna þess
að þær hafa ekki efni á því.
Lítill stuðningur í flokknum
Það vekur athygli í svörum kvennanna í úrtakinu í
könnuninni, að ótrúlega margar nefndu skort á
stuðningi stjórnmálasamtaka sinna við störfin og
sumarsögðu jafnvel að „flokkurinn" sýndi ákveðið
áhugaleysi. Sérstakalega virtist þetta áberandi
meðal varamannanna, sem í flestum tilfellum eru
ungar konur, og það eru oft einmitt þessar konur
sem gefa ekki kost á sér til framboðs á ný. Þróun
mála innan stjómmálaflokkanna hefur verið sú að
það eru yfirleitt konur sem taka á hinum svokölluðu
„mjúku“ málum. Þetta eru mál sem gjaman hafa
setið á hakanum en eru ekki síður áríðandi en
„hörðu málin“. I skýrslu Jafnréttisráðs er vísað til
norskrar könnunar um stöðu kvenna þar í landi í
sveitarstjórnum. Sú könnun leiddi í ljós að norskar
konur kvarta einnig undan áhugaleysi „flokksins“
á „mjúku málunum" og niðurstaða íslensku skýrsl-
unnar er sú að engin ástæða sé til að ætla að þessu
sé eitthvað öðruvísi farið hér á landi, þ.e. að konur
fái lítinn stuðning stjórnmálaflokka sinna við þau
mál sem þær vinna að hverju sinni.
Engin einhlít svör virðast á reiðum höndum um
hvernig auka megi áhuga stjómmálaflokkanna á
„mjúku málunurrí? nema þá helst fyrir kosningar,
og í raun virðist einungis vanta vilja til úrbóta. Það
hlýtur að teljast mjög alvarlegt mál að ein ástæða
þess að sumar kvennanna gáfu ekki kost á sér aftur
er stuðningsskortur frá flokknum sem hvatti þær og
atti í kosningabaráttunni. Eitt er að tala
fjálglega um nauðsyn þess að hafa
konur á lista rétt fyrir kosningar og
annað að bregðast þeim síðan þegar á
hólminn er komið í sveitarstjómun-
um!
Jafnrétti til áhrifa _ hugleiðing
Ótmlegt er það að jafnrétti til á-
hrifa á sviði stjórnmála skuli í
raun ekki vera meira en það er nú
á tímum. Sumir kunna að segja
sem svo að flokkamir séu ekki
síður opnir konum en körlum
og f orði er það rétt. Flestir vi Ija
hafa áhrif á umhverfi sitt og í
könnun Jafnréttisráðs kom
það greinilega fram í við-
tölum við konumar í úrtak-
inu að þær sáu jákvæðar
hliðar við starfið í sveit-
arstjórnunum og flestar
sögðu það vera áhuga-
vert og skemmtilegt og
13