19. júní


19. júní - 19.06.1991, Blaðsíða 13

19. júní - 19.06.1991, Blaðsíða 13
Hætta konur eftir eitt kjörtímabil vegna þessa vinnuálags? Stendur tlokkur þeiiTa fullkomlega að baki þeim? Neyðast þær til að velja á milli vinnustaðanna þriggja, þ.e., heimilisins, vinnu- staðarins og sveitarstjórnarstarfanna? Tímaskortur Þess ber að geta að störf í nefndum og ráðum sveitarstjórna eru launuð og að fulltrúar fá greitt fyrir hvern fund sem þeir sitja. Hins vegar er starfið, sem fer í undirbúning, t.d. gagnasöfnun og samráð við pólitíska samherja, sjálfboðavinna. Til þess að geta unnið vel í nefndum og ráðum fer ekki hjá því að mikinn undirbúning þarf og að jafnmik- ill, ef ekki meiri, tími fer í undirbúninginn eins og fundarsetan sjálf þar sem unnið er á grundvelli undirbúningsvinnunnar. Margar kvennanna töldu sig skorta tíma til að undirbúa sig fyrir fundina í þeim mæli sem þeim finnst nauðsynlegt, og sumar sögðu að þær hefðu hreinlega ekki tíma til ráðstöf- unar. Það hlýtur að teljast alvarlegt mál ef konur fælast frá stjórn- málaþátttöku vegna þess að vinnuálagið verður þeim ofviða. Stór hópur kvennanna skilar meira en 40 stunda launa- vinnu á viku fyrir utan störf á heimilunum og í sveitarstjórnum. 1 skýrslu Jafnréttisráðs er þeirri spurningu varpað fram hvort ekki mætti auka launa- greiðslur vegna sveit- arstjórnarstarfa lil þess að gera sveitar- stjórnarkon- um kleift að létta vinnuálagið á öðrum sviðum án þess að þær tapi á því ljárhagslega. Þetta leiðir hugann að því til dæmis hvorthætta sé á að framboð kvenna til sveitarstjórnar gæti hugsanlega orðið forréttindi kvenna sem heima vinna. Nú á tímum eigafjölmargarkonurþessekkikostaðveraheima- vinnandi þótt þær kjósi það, einfaldlega vegna þess að þær hafa ekki efni á því. Lítill stuðningur í flokknum Það vekur athygli í svörum kvennanna í úrtakinu í könnuninni, að ótrúlega margar nefndu skort á stuðningi stjórnmálasamtaka sinna við störfin og sumarsögðu jafnvel að „flokkurinn" sýndi ákveðið áhugaleysi. Sérstakalega virtist þetta áberandi meðal varamannanna, sem í flestum tilfellum eru ungar konur, og það eru oft einmitt þessar konur sem gefa ekki kost á sér til framboðs á ný. Þróun mála innan stjómmálaflokkanna hefur verið sú að það eru yfirleitt konur sem taka á hinum svokölluðu „mjúku“ málum. Þetta eru mál sem gjaman hafa setið á hakanum en eru ekki síður áríðandi en „hörðu málin“. I skýrslu Jafnréttisráðs er vísað til norskrar könnunar um stöðu kvenna þar í landi í sveitarstjórnum. Sú könnun leiddi í ljós að norskar konur kvarta einnig undan áhugaleysi „flokksins“ á „mjúku málunum" og niðurstaða íslensku skýrsl- unnar er sú að engin ástæða sé til að ætla að þessu sé eitthvað öðruvísi farið hér á landi, þ.e. að konur fái lítinn stuðning stjórnmálaflokka sinna við þau mál sem þær vinna að hverju sinni. Engin einhlít svör virðast á reiðum höndum um hvernig auka megi áhuga stjómmálaflokkanna á „mjúku málunurrí? nema þá helst fyrir kosningar, og í raun virðist einungis vanta vilja til úrbóta. Það hlýtur að teljast mjög alvarlegt mál að ein ástæða þess að sumar kvennanna gáfu ekki kost á sér aftur er stuðningsskortur frá flokknum sem hvatti þær og atti í kosningabaráttunni. Eitt er að tala fjálglega um nauðsyn þess að hafa konur á lista rétt fyrir kosningar og annað að bregðast þeim síðan þegar á hólminn er komið í sveitarstjómun- um! Jafnrétti til áhrifa _ hugleiðing Ótmlegt er það að jafnrétti til á- hrifa á sviði stjórnmála skuli í raun ekki vera meira en það er nú á tímum. Sumir kunna að segja sem svo að flokkamir séu ekki síður opnir konum en körlum og f orði er það rétt. Flestir vi Ija hafa áhrif á umhverfi sitt og í könnun Jafnréttisráðs kom það greinilega fram í við- tölum við konumar í úrtak- inu að þær sáu jákvæðar hliðar við starfið í sveit- arstjórnunum og flestar sögðu það vera áhuga- vert og skemmtilegt og 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.