19. júní - 19.06.1991, Qupperneq 14
að það veitti þeim mikla ánægju að sjá árangur og
framfarir í þeim málum er þær unnu að. Neikvæðu
hliðamar vega hins vegar þungt í áliti þeirra á
sveitarstjómarstörfunum. Þær nefndu óskemmti-
lega starfshætti, ómálefnalegt þras, jafnvel óheið-
arleg vinnubrögð og klíkuskap. Erfítt væri að setja
einhverjarreglurumhvemigstarfshættirog vinnu-
brögð eigi að vera nema þá helst rammareglur.
Spyrja má hvort konur, sem vinna á þremur vinnu-
stöðum, séu í verri samkeppnisaðstöðu, ef nota
mætti það orð, en karlamir, og hafí þar af leiðandi
minni tækifæri til samráðs heldur en karlar sem í
mörgum tilfellum vinna „aðeins“ á tveimur vinnu-
stöðum, þ.e. í launavinnu og sveitarstjómum?
I könnuninni voru konumar spurðar hvort það
skipti þær máli að fleiri konur en þær væm í
nefndum og ráðum og ef svo væri hvers vegna.
Athyglisvert er að Iiðlega helmingur kvennanna
svaraði þessari spumingu játandi, sagði að það
skipti sig máli að fleiri konur störfuðu saman í
nefndum og ráðum. Þær lögðu ekki aðeins áherslu
á sérstöðu kvenna og sameiginlega reynslu heldur
töldu einnig að konur sköpuðu betri vinnuanda og
að þær næðu oftar samstöðu í mikilvægum málum
þvert á pólitíska flokka. Tæplega helmingur að-
spurðra lagði áherslu á að kynferði einstaklinga
skipti ekki máli, aðalatriðið væri að fólk ynni vel
saman.
í niðurstöðum skýrslu Jafnréttisráðs er dregin sú
ályktun að krafan um fleiri konur í sveitarstjómum
ogáþingi skipti miklu máli fyrirkonurog auðvitað
fyrirallaaðra. Sú skoðun kom fram í könnuninni að
ef fleiri konur næðu kjöri ætti það að hafa áhrif á
starfshætti og þá til hins betra. Fleiri kjömir kven-
fulltrúar ættu að auðvelda þeim að halda áfram og
nýta þá reynslu sem þær hafa öðlast á einu kjör-
tímabili. Þetta þýðir hins vegar að ytri aðstæðum
kvennanna verður að breyta og að ekki er nóg að
fylkja konum inn í sveitarstjómimar við óbreyttar
aðstæður. Aðstæður þeirra á vinnumarkaðinum,
ábyrgð og verkaskiptingu á heimilunum, mat
flokkanna á mikilvægi málaflokkanna, sem þær
sinna mest, og afstöðu pólitískra félaga og
samstarfsaðila til þeirra verður að
skoða og bæta. Ef við viljum
að konur eigi raunverulega
möguleika á að standa
jafnfætis körlum í stjóm-
um bæjar- og sveitarfé-
lagaverðuraðtakatillit
ti 1 þeirra atriði sem þær
vilja úrbætur á. Það er
háalvarlegt mál að
konur hrökklast hrein-
lega frá störfum í sveit-
arstjórnum vegna of
mikils vinnuálags og
vegna þess að þær njóta
ekki þess stuðnings, sem
þær eiga rétt á, til áhril'a.
Stefanía Traustadóttir
segirf viðtali við 19. júnf
VINNUSTAÐU
að það hafí haft sláandi áhrif á sig, þegar hún gerði
könnunina, að meðal þeirra sem ekki gáfu kost á
sér til endurkjörs eftir aðeins eitt kjörtímabil voru
yngstu konumar meðal varamanna. „Þær töluðu
mikið um tímaskort og skort á stuðningi. Þetta
fannst mér óhugnanlegt að heyra,“ segir hún og
bætir við að rauði þráðurinn í svörum kvennanna
var að þær höfðu hreinlega ekki tíma afgangs til að
sinna sveitarstjórnarstörfunum í þeim mæli sem
þær töldu nauðsynlegan. Aðspurð segir Stefanía
að ekki hafí verið spurt um stuðning heima við, þ.e.
maka eða bama, og telur hún að slíkt myndi hafa
verið ógerlegt.
Önnur athyglisverð hlið á þessu máli öl lu og ef til
vill ekki síður alvarleg er sú staðreynd að fjölmiðl-
arsýndukönnuninniákafíega takmarkaðan áhuga.
Að sögn Stefaníu var þeim kynnt skýrslan og fékk
hún örlitla umljöllun en fráleitt nægjanlega.
„Könnunin vakti töluverða athygli kvenna, ekki
síst þeirra sem em í stjómmálum, og Kvenréttinda-
félag Islands gerði sitt til að vekja athygli
á skýrslunni með því að halda
ráðstefnu um málið. Ráðstefn-
una sóttu konur sem voru í
sveitarstjórnum, einnig
þær sem ætluðu að hætta,
og lýstu þær sjónarmið-
um sínum og reynslu.
Þetta var mjög fróðleg
ráðstefna,“ segir Stef-
anía. Það kemur fram í
máli hennar að stjóm-
málaflokkarnirogsam-
tök hafa sýnt lítinn sem
engan áhuga á þessari
könnun Jafnréttisráðs,
sem þó ætti að varða
alla.