19. júní


19. júní - 19.06.1991, Síða 16

19. júní - 19.06.1991, Síða 16
LÍFEYRISRÉTTINDI HJÓNA Þórarí nn V. Þórar- insson, fram- kvæmda- stjóri „Ellilífeyrisréttindi hjóna, sem áunn- ist hafa meðan á hjónabandi stóð, skulu teljast hjúskapareign þeirra. Við slit á fjárfélagi hjóna við skilnað skulu þau ellilífeyris-réttindi, sem áunnust meðan hjónaband stóð, skiptast jafnt milli þeirra.“ Með lögum og samningum er ákveðið hvernig haga beri hinum margvíslegustu málefnum. Inn- tak reglanna endurspeglar þau markmið, sem nægileg samstaða hefur orðið unt, til þess að fá bundið í lög eða samninga. Á sviði kjara- og félagsmála lúta þessar reglur oftast að því að ákveða hvað skuli lágmarksréttindi, t.d. að því er varðar laun, orlof og lífeyrismál. Síðustu ár hefur verið unnið að gerð lagafrum- varps um starfssemi lífeyrissjóða, en s.s. kunnugt er er öllum starfandi mönnum skylt að greiða iðgjald til lífeyrissjóðs af öllum launatekjum. Að jafnaði greiðir starfsmaður 4% en launagreiðandi 6%ámóti. Þegarreynt er að ákveða hvaða réttindi lífeyris- sjóði skal að lágmarki skylt að veita þarf að rýna í það hvað telja má „eðlilegt“ og nauðsynlegt. Fyrir 10% iðgjald fást aðeins tak- mörkuð réttindi, svo að brýnt er að tryggja helst það sem mikil- vægast er. Þannig telja Hestir mikilvægast að tryggja þoian- legan ellilífeyri, en síður mikil- vægt að tryggja eftirlifandi maka lífeyrisgreiðslurárum sam- an án tillits til aðstæðna. Við kjöraðstæður mynda hjón rétt tilellilífeyrismeðiðgjaldsgreiðslum til lífeyrissjóðs á langri starfsævi og njóta sameiginlega að henni lokinni. Hluti iðgjaldsins greiðist beinl af launatekjum en hlutur vinnuveitanda erígildi launatekna. Þessarstarfstengdu greiðslur hefðu því allt eins l'arið inn á sparireikninga hjónanna ef „aðilar vinnumarkaðarins" hefðu ekki talið að því væri ekki vel að treysta að fólk tryggi sig sjálft, og ákveðið að koina á skyldutryggingu, aðallega gegn elli og ör-orku. Allt væri þetta í góðu lagi ef hjónin Þetta frumvarp var lagt fram á Al- þingi í vetur sem leið án þess að það hlyti afgreiðslu auk þess sem frum- vörp sama efnis hafa verið flutt á síðustu árum árangurslaust. Þegar ritstjórn 19. júní hóf að kanna hug hinna ýmsu manna og kvenna, eltust saman og önduðust um svipaðleyti. Málið vandast hins vegar falli það hjónanna fyrr frá, sem myndað hefur lífeyrisréttindin. Við því hefur verið brugðist með því að ákveða eftirlifandi maka svonefndan makalífeyri. Það getur líka verið í lagi. En vandinn við persónubundin lífeyr- isréttindi, þar sem rétturinn fylgir aðeins þeim sem unnið hefur fyrir tekjunum, birtist skýrt við skilnað eftir langt hjónaband. Þá er sameiginleg- um eigum búsins skipt og hvort hjóna fær helming af verðmæti eignanna í sinn hlut. Þetta gildir um bankainnistæður, hlutabréf og önnur fjárhagsleg réttindi, - þó ekki lífeyrisréttindin. Þau korna ekki til skipta og það eins þótt þau kunni í raun að vera verðmætasta eign búsins. Maki, sem búið hefur í hjónabandi allt fram á elliár, ekki aflað tekna utan heimilis og þvf ekki myndað eigin lífeyrisrétt, kann því í einni svipan að vera sviptur því öryggi á elliárum sem fólst í lífeyrisréttindum. Einhverjir kunna að segja þetta vandalaust, því að eðlilegt sé að sérhver einstaklingur myndi sinn eigin lífeyrisrétt. Þaðer þóóskylt viðfangsefninu, þ.e. hvort eðlilegt sé að þau fjárhagslegu réttindi, sem felast í lífeyristryggingum og stofnað er til með greiðslum al' launatekjum, lúti öðrum regl- um en gilda almennt um fjármál hjóna. Eg tel svo ekki vera, heldur eigi að fara með þessi fjárhags- legu réttindi eins og önnur sem myndast meðan hjúskapur varir. Um þettaernauðsynlegt að Ijalla í nýrri löggjöf um starfsemi lífeyrissjóða, því að án þessarar brey tingar hefur ekki tekist að tryggja öllum þeim, sem haft hafa framfæri sitt af launa- tekjum, lágmarksrétt til lífeyris að lokinni starfsævi. Hvern veg hjón skipta með sértekjuöfl- un á hins vegar að vera þeirra mál en það lýtur að almannahagsmunum að tryggja að einstaklingar verði ekki sviptir hlutdeild í lífeyrisréttindum við hjúskaparslit. 16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.