19. júní - 19.06.1991, Side 19
cn karla. Verkalýðshreyfingin hefur
svo fyrst og fremst fjallað um þetta
ut frá hagsmunum launafólks, sem er
ckki nema eðlilegt.
I annan stað má nefna að umræð-
urnar hafa líka fyrst og fremst snúist
um viðskiptalífíð, um markaðinn
hvort sem það er vörumarkaður eða
vinnumarkaður - og hagsmuni hans.
Það er einmitt svo áberandi við sjálft
Evrópubandalagið, að lagasetningar
þess og sáttmálar taka alltaf mið af
markaðnum. Það sem ekki tengist
honum vill því detta niður á milli
ships og bryggju. Þar er um að ræða
aldraða, börn, öryrkja, heimavinn-
andi fólk, námsmenn og fleiri. Innan
Evrópuban(ja]agSins sjálfs eru 57%
■búa alls ekki á þessum vinnumarkaði
þannig að það er stór hópur sem verð-
ur utangarðs í umræðunni.
nKvengerfing
fútæktarinnar “
Hvad er þarí helst sem konur hafa
venrí arí velta fyrir sér í sambandi virí
EB?
E'tt er það sem kallað hefur verið
„feminisering“ eða kvengerfing
fátæktarinnar, þ.e. að konur séu
að verða fátæklingar heimsins. í ríkj-
7so ^vrópubandalagsins eru t.d.
5 /o-85% allra kvenna efnahagslega
^sjálfstæðar. Það er talið að um 14%
1 uanna í EB-ríkjunum, eða um 44
milljónir, lifl undir fátækramörkum
°8 helmingur þeirra eru aldraðar kon-
Ur °g einstæðar mæður. Staðreyndin
er sri félagsmálasáttmáli EB mið-
ust allur við vinnumarkaðinn. í hon-
um er fjallað um laun, atvinnuleysi,
°'yggi og hollustuhætti á vinnustað
o-s.frv. Félagsmálasáttmálinn er þar
a au^' ckki bindandi fyrir aðildarrík-
111 Vegua þess að hann hlaut ekki ein-
^0"13 samþykki þeirra, þ.e. um hann
V " 'tcitunamild. Þessu er aiveg
0 1 t farið með lög og rcglur um hinn
markað, þar gildir aukinn meiri-
? ut'- Bretar hafa beitt neitunarvaldi
gcgn félagsmálasáttmálanum og ýms-
um tillögum sem fram hafa komið
m jafnréttismál. Vegna þess að aðild-
rn . cru þannig ekki bundin af
amningum sem varða félagsmál liafa
aði^ k' 'a§a8''d' svo að ekki er hægt
1 Æra slík mál til Evrópudómstóls-
« heyrir maríur einmitt, arí félags-
Pjonusta muni hatna; - konur í Suríur-
viopu telja sif> munufáfteðingarorlof
til jafns virí konur norríar í álfunni t.d.
- vegna þess arí allt slíkt verríi jafnarí.
Það er hugsanlegt að konur á svæð-
um, þar sem t.d. fæðingarorlof er alls
ekki til staðar, muni njóta einhverra
hagsbóta sem auðvitað er mjög já-
kvætt, en spurningin er bara: á kostn-
að hverra? Konur á Norðurlöndum
óttast að það verði á sinn kostnað.
Þær óttast það sem þær kalla „social
dumping“ sem mætti þýða félagslegt
hrap.
Miðstýrt karlveldi
Annað, sem sérstaklega hefur verið
gagnrýnt, er stjórnkerfi EB. Þar
er nú fyrst fyrir að taka karlveld-
ið sem þó er e.t.v. ekki verra en geng-
ur og gerist í mörgum aðildarríkj-
anna. En til viðbótar því er svo stjórn-
fyrirkomulag EB einkar ólýðræðis-
legt. Framkvæmdavald þess er hjá
embættismönnum, löggjafarstarfið fer
fram í ráðherraráði og þing EB hefur
mjög takmörkuð völd. Eins og í öðr-
um valdapýramídum fækkar konum
eftir því sem nær dregur toppnum.
Konur eru mjög sjaldséðar í ráðherr-
aráðinu, þær eru innan við 5% meðal
æðstu embættismanna EB og ég held
mér sé óhætt að fullyrða að engin
kona eigi sæti í framkvæmdastjórn-
inni. Á EB-þinginu eru þær um 18%.
Því hefur verið haldið fram af bresk-
um þingmanni að ef EB sækti um
aðild að sjálfu sér yrði þeirri beiðni
hafnað á þeirri forsendu að það stæð-
ist ekki kröfur EB um lýðræði. En
eins og þú veist setur EB mjög strang-
ar kröfur þar um og á þeim forsendum
hefur m.a. verið talið útilokað fyrir
Tyrkland og Austur-Evrópuþjóðir að
sækja um aðild.
Frelsi hlutanna en
ekki fólksins
Eigum virí arí láta þetta nxgja um
umbúríir EB og smia okkur arí innihald-
inu?
Já. Þá finnst mér rétt að vekja á
því athygli, að Rómarsáttmálinn,
þar sem hið margrómaða fjórfrelsi
er skilgreint, það plagg sem kalla
mætti stjórnarskrá EB, lögbindur í
raun „frjálst“ markaðskerfi. Stjórnar-
skrár eins og við þekkjum þær af
stjórnarskrám 18. og 19. aldar taka
til frclsis fólksins, hugtakið Ijórfrelsi
var rcyndar notað af Franklin D.
Roosevelt árið 1941 en þá var hann
að tala um mál- og tjáningarfrelsi,
trúarbragðafrelsi, frelsi frá skorti og
frelsi frá ótta. En í stjórnarskrá EB
er öðru fremur fjallað um frelsi hlut-
anna. í mínum huga er það mikið
vafaatriði að hér sé um framför að
ræða!
En innihald Evrópubandalagsins er
sem sagt frelsi Ijármagns, vinnuaíls,
vöru og þjónustu til að flæða á milli
landa án þeirra hindrana sem nú eru
í veginum. Mannlífið verður svo að
taka mið af þessu frelsi hlutanna en
ekki öfugt.
Eigum virí arí líta á þetta fjórfrelsi lirí
fyrir lirí og byrja þá á frelsi Jjármagns-
ins?
Augljósasta athugasemdin sem hægt
er að gera við þetta frá sjónarhóli
kvenna er að benda á að við eigum
ekki fjármagnið. Konur eru háðar
eigendum þess.
Þá er gert ráð fyrir því að með frels-
un íjármagnsins muni fjárfestingar í
framleiðslu leita þangað sem tilkostn-
aðurinn er lægstur. Þá erum við að
tala um lág laun, lága öryggisstaðla,
lítil réttindi o.s.frv. Framleiðslan mun
sem sagt fara fram á láglaunasvæðum.
Það er m.a.vegna þessa, sem konur á
Norðulöndunum óttast fyrrnefnt fé-
lagslegt hrap; það verður fýsilegri
kostur fyrir framleiðendur og eigend-
ur fjármagnsins að fjárfesta þar sem
minnstar áhyggjur þarf að hafa af
útgjöldum vegna t.d. orlofsréttinda
launþeganna.
Hvarí þá um frelsi þegnanna til arí
stunda vinnu þar sem þeim sýnist?
Engar kröfur verða gerðar um at-
vinnu- eða búsetuleyfi, heldur getur
hver sem er gengið í störf hvar sem
er innan bandalagsins. Þetta getur
auðvitað verið mjög spennandi fyrir
marga, sem hafa eftirsótta þekkingu
eða menntun. Karlar eru af ýmsum
ástæðum hreyfanlegra vinnuafl en
konur og til þess liggja margar ástæð-
ur. Ein er að konur taka tillit til barna
og fjölskyldu. Hvar viltu að börnin
eigi rætur - viltu yfirleitt að þau eigi
rætur? Hvar eiga þau að ganga í
skóla, hvaða tungumál á að verða
móðurmál þeirra? Aldraðir foreldrar,
vinir og fjölskylda, rætur...allt þetta
kemur inn í myndina hjá konum þeg-
ar þær velja sér starf og vinnuum-
hverfi. Ef konur fylgja mönnum sín-
um eftir, fari þeir í vinnu erlendis,
verða þær að búa við þær reglur og
lög sem gilda í viðkomandi landi og
þá erum við að tala um lög um t.d.
19