19. júní


19. júní - 19.06.1991, Síða 20

19. júní - 19.06.1991, Síða 20
forsjá barna við skilnað, fæðingaror- lof og annað sem varðar félagsleg rétt- indi. Ég held því að þessi hreyfanleiki geri konum að mörgu leyti erfiðara fyrir en körlum. Enn skal neyslan aukin Erum við þá ekki komnar aö frelsi vörunnar, sem m.a. á aó Ixkka vöru- veróP Jú, þessu er stillt þannig upp að vöruverð muni lækka því að varan verður framleidd þar sem tilkostn- aðurinn er allra lægstur. Þetta á að leiða til aukinnar neyslu, meiri veltu og þ.a.l. aukins hagvaxtar. Sú spurning vaknar þá hversu já- kvæð enn aukin neysla er, því hún hefur í för með sér að enn frekar verð- ur gengið á auðlindir Jarðar, eins og nú sé ekki nóg komið. Samdráttur neyslu er reyndar talinn ein megin forsenda þess að unnt verði að draga úr umverfisvanda Jarðarinnar. Framleiðsla á láglaunasvæðum og svo flutningur vörunnar á markaðinr mun fyrirsjáanlega hafa í för með sér gífurlega aukningu á vöruflutningum. Græningjar í Þýskalandi hafa reyndar reiknað út að bílaumferð í Evrópu muni aukast um 30% með tilkomu hins innri markaðar. Hér komum við aftur að umhverfissjónarmiðinu því að allir sjá hvaða afleiðingar aukin umferð hefur ekki aðeins á umferðar- kerfið heldur á þær auðlindir jarðar- innar sem bílar byggjast á. I þriðja lagi mætti nefna eitt áhyggjuefnið enn, sem er ólíkar kröfur um gæði, hreinlæti og innihaldslýs- ingu frá einu aðildarríki til annars. EB er aðeins með um 50 efni á skrá, sem talin eru krabbameinsvaldandi. Alþjóðahcilbrigðisstofnunin er hins vegar með 250 slík efni á sinni skrá. Sem sagt, einstök aðildarríki geta ckki krafist þess að 200 þessara efna séu gefin upp í innihaldslýsingu vöru, hvort sem þau eru í matvælum eða öðru, vegna þess að EB skilgreinir slíkar kröfur sem viðskiptahindrun. Þar með er t.d. Dönum núna meinað að fara eftir sínum eigin ströngu regl- um hvað varðar innihaldslýsingu vegna þess að þær ganga lengra en reglurnar sem settar hafa verið í Brússel. Þegar maður hugsar til þess, að um fjórðungur allra barna í Þýska- landi þjáist af öndunarfærasjúkdóm- um og ofnæmiseinkcnnum vegna eit- urefna í mat eða umhverfinu, t.d í 20 viðarvörn og öðru sem notað er við innréttingar, - þá spyr maður sig líka um leið hvort heilsa mannfólksins ætti ekki að skipta meira máli en hag- ur viðskiptalífsins. En þarna sýnir það sig aftur að Evrópubandalagið er hagsmunasamtök viðskiptalífsins og ber hag þess fyrst og fremst fyrir brjósti. Afnám tolla og vörugjalda mun vænt- anlega hafa í för meö sér lægri tekjur ríkiskassanna? Já vissulega. Enda er því spáð, að t.d. Danir muni þurfa að skera opin- ber útgjöld sín niður um 20% og ein- hversstaðar mun það koma niður á velferðarkerfinu. Jafnframt þessum tekjumissi hættir ríkisvaldið á hverj- um stað að hafa stjórn á neyslu með stýringu vöruverðs með tollum, líkt og víða er gert t.d. með áfengi og tóbak. Slík pólitísk stefnumótun fer úr höndum þjóðríkjanna í hendur fá- mennisstjórnarinnar í Brússel. í síðasta lagi er svo frelsi þjón- ustunnar. Þar er átt við banka, trygg- ingarfélög og opinbera þjónustu. í þessu sambandi er m.a. talað um að „kostir stórfyrirtækja fái að njóta sín“. ÖII íslensk fyrirtæki eru auðvit- að smáfyrirtæki í samanburði við er- lendu risana sem þar er átt við og því vandséð hvernig við munum hagnast á þessu frelsi. Því er spáð að þetta frelsi þjónustunnar muni hafa í för með sér fækkun starfa, t.d. í banka- geiranum, en þar eru konur í miklum meirihluta sem vinnuafi. Frelsi þjón- ustunnar hefur enn fremur í för með sér að allir vertakar jafnt innlendir sem erlendir eiga að sitja við sama borð þegar boðnar eru út opinberar framkvæmdir. Þannig er erfiðara að nota slíkar framkvæmdir til að skapa atvinnu heimafyrir á samdráttartím- um. Sudvesturhovn Evrópu er í Briissel annig má segja margt og mikið um þær fjórar tegundir frelsis sem ci_ga að hafa svo mikið að- dráttarafi. í mínum huga kemur þó alltaf aftur að því sem ég tel alvarleg- asta ágallann og að koma muni verst niður á þjóðum Evrópu og það er hversu hættuleg þessi risasamsteypa hljóti að verða lýðræðinu. Ég segi risasamsteypa, því að stærðin ein seg- ir sína sögu; við erum í rauninni að tala um heila heimsálfu, ckki nokkur ríki. Innan EB búa núna alls 324 millj- ónir manna en það eru fleiri íbúar en eru í Bandaríkjunum. í svo stórri ein- ingu er erfitt að hafa áhrif, valdið er svo fjarlægt og erfitt að festa á því hönd. Við erum enn freniur að tala um hópa fólks sem tala gjörólík tungumál, eiga ólíkan menningararf og hafa ólíka siði. Þessir þættir geta samstöðu alls þorra fólks erfiða ef ekki illmögulega. Hér á landi er verið að tala um að fjármagnið, valdið og fólkið fari á suðvesturhornið. í Evr- ópu fer það til Brússel. Kvennahreyf- ingar hafa um árabil beitt sér fyrir valddreifingu, gegn pýramídabygg- ingu valdsins og fyrir auknum áhrif- um og réttindum kvenna. Sú barátta verður að engu gerð með því að búa til hærri og valdameiri pýramída í Brússel og við munum þurfa að byrja aftur upp á nýtt við að brjóta glufur í veggi valdsins. Flýtum okkur liægt en með opinn hug Viö höfum hér talaö um Evrópu- handalagió og markmið þess, en nú virðast flestir nokkurn veginn sammála um aö aöild aö handalaginu sé ekki æskileg fyrir ísland. Hins vegar er þaö mörgum kappsmál aö við verðum meö í Evrópska efnahagssvæöinu. Er stór munur á þessu tvennu? g lít ekki svo á. Viðræður EB og EFTA um evrópska efnahags- svæðið cru um aðlögun ríkjanna utan EB að bandalaginu, nokkurs konar aukaaðild þeirra, sem enn hafa ekki fengið inni í sjálfu höfuðvíginu í Brússel. Það er verið að semja um að fjórfrelsið nái líka til EFTA-ríkj- anna. Ef evrópskl efnahagssvæði verður að veruleika kann full aðild að EB að vera skemmra undan en margur heldur. Þótt ég sé þeirrar skoðunar að í eðli sínu sé Evrópu- bandalagið ekki konum vinsamlegt, þá geri ég mér grein fyrir að það er ekki alvont. Evrópubandalagið er breytingum háð og við konur vcrðum að fylgjast grannt með og vera opnar fyrir öllu sem getur orðið til hagsbóta fyrir konur. Við verðum líka að gæta okkar á því að líta ekki á almenn þróunareinkenni Vesturlanda sem einskorðuð við EB. I rauninni gildir það sama um þetta mál og önnur afdrifarík mál, - flýtum okkur hægt en mcð opnum hug. J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.