19. júní


19. júní - 19.06.1991, Page 29

19. júní - 19.06.1991, Page 29
NAFNABANKI Vilborg Davíösdóttír Viötal við Sigrúnu Stefánsdóttur Sigrún Stefánsdóttir doktor í ijölmiðlafræði hefur unnið við tvennskonar rannsóknir sem lúta að hlut kvenna í fjölmiðlum. Helstu niðurstöður þeirra eru þær að mikil slagsíða er á fréttum konum í óhag og jafn- iramt að konur í fréttamannastétt hal'a mun meiri áhyggjur af þessu ójafnvægi en starfsbræður þeirra. <£g held að upplýsingabanki sé góður liður í þá átt að auka hlut hvenna í fjölmiðlum en hann einn ^ugir ekki,“ segir Sigrún. >,Nafnabanki getur eytt afsökun- hini um að fjölmiðlafólk viti ekki hvar konurnar er að fínna en það þttrí líka að kenna þeim konum, sem eru á skrá hjá Jafnréttisráði, að uingangast ijölmiðla og læra að nota þá. Það þyri'ti ekki mikið til, stutt námskeið myndu jafnvel homa að góðu gagni. Banki án tnnistæðu er einskis virði.“ „Gömul afsökun fjölmiðlafólks er sú að eríltt sé að finna konur til að tala við og það er nokkuð til í því. Heiðin er sú að tala við fólk í topp- stöðum og óneitanlega eru karlar þur ijölinennari en konur. Auðvit- að er oft hægt að tala við undirmennina en þeir vísa oftar en ekki heiðnum um viðtöl frá sér þar sem þeir vilja ekki troða yfirmönnum sínum um tær. Og það er erfitt við því að gera.“ í könnun, sem Sigrún stóð að árið 1988 meðal félaga í Blaðamannafélagi Islands, kom skýrt fram að konur líta öðrum augum á málin en karlar. Sem dæmi má nefna að þegar spurt var hvort viðkomandi teldi að hin rýra mynd af konum í ijölmiðlum drægi úr þeim kjarkinn í sókn til aukinna áhrifa svöruðu 37,8% kvenna ját- andi og 15% karla. Þegar spurt var hvort þetta atriði gæfi körlum for- skot í valdabaráttu daglegs lífs svöruðu 73,3% kvenna játandi og 17,6% karla. 72% kvenna töldu að ein leið til breytinga væri að jafna hlut kvenna í fréttamannastétt en tíundi hver karl var sammála þeirri skoðun. Sigrún spurði einnig um hversu mikilvægt viðkomandi teldu að stofnaður yrði upplýsingabanki eins og sá sem Jafnréttisráð hyggst koma í gagnið. Slíkt töldu 36% kvenna í fréttamannastétt mjög mikilvægt og 21% karla. „Það er synd hversu hægt gengur að koma þessum nafnabanka í gagnið,“ sagði Sigrún. „Reyndar er ég mest hissa á því hve konur eru seinar að taka við sér. Ég held að ef jafnvægi næðist milli kynja í fjölmiðlum yrðu þeir ijölbreyttari og um leið betri. Og það hlýtur að vera allra hagur.“ 29

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.