19. júní


19. júní - 19.06.1991, Side 31

19. júní - 19.06.1991, Side 31
Raett viö Auði Sveinsdóttur formann Landverndar um skýrslu Sameinuðu þjóðanna, Brundtland-skýrsluna, um umhverfisvanda móður Jarðar... Viðtal: Magdalena Schram Árið 1983 fól aðalritari Sameinuðu þjóðanna Gro Harlem Brundtland, sem nú er forsætisráðherra Noregs, að setja á stofn sérstaka óháða nefnd til að takast á við umhverfisvanda jarðarinnar og veita henni forstöðu. Efttirtalin atriði átti að leggja til grundvallar starfi nefndarinnar: 1 - langtímamarkmið í umhverfismálum sem stefndu að því að ná árangri fyrir aldamótin 2000, 2 - benda á nýjar leiðir í samstarfi þjóðanna í umhverfismálum, 3 - skoða á hvern hátt hver þjóð fýrir sig getur glímt við umhverf isvandann, 4 - að skilgreina hvernig litið er á umhverfismál í langtímasamhengi og benda á réttar leiðir. Alls voru tuttugu manns kallaðir til starfa í þessari nefnd auk formannsins, Gro Harlem Brundtland og varaformannsins, Mansour Khalid frá Súdan. * Nefndin skilaði árið 1987 viðamikilli skýrslu, Brundtland-skýrslunni sem svo er kölluð, og sama ár Var hún lögð fyrir allsherjarnefnd Sameinuðu þjóðanna og rædd þar. Samþykkt var að senda skýrsluna öllum aðildarþjóðum SÞ til umfjöllunar og með þeim tilmælum að tekið yrði mið af niðurstöðum henn- ar við allar ávarðanir og stefnumörkun. Skýrslan hefur nú verið þýdd á meira en 20 tungumál og umræð- an um innihald hennarvex. kíkisstjórnir íslands frá 1987 hafa ekki sinnt þessum tilmælum SÞ og því var það, að Landvernd lét hýða úrdrátt úr skýrslunni eftir að umhverfisráðuneytið hafði hafnað samstarfi þar um. í nóvember 1990 kom sá úrdráttur út í formi handhægs bæklings. I’cssi voru í nefndinni: Susanna Agnelli, Ítalíu, Saleh A. . Al-Athel, Saudi Arabíu, Bernard Chidzero.Z- ■mhabwe, Lamine Mohamed Fadika, Fílabeins- strondinni, Volker Hauff, Þýskalandi, istvan Lang, Ungverjalandi, Ma Shijun, K.ína, Margarita Marino de Botero, Kolumbíu, Nagendra Singh, Indlandi, Paulo Nogureira-Neto, Brasilíu, Saburo Okita, Japan, Shridath S. Rampal, Guyana, William D. Rckelhaus, Bandaríkjunum, Mohammed Sahnoun, Alsír, Emil Salim, Indónesíu, Bukar Shaib, Nigeríu, Vladimir Sokolov, Jugóslavíu, Mauricc Strong, Kanada, auk aðalrítarans, Jims MacNeill frá Kanada. 31

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.