19. júní - 19.06.1991, Page 38
Umhverfisvænt
heimilishald í
„grænni
fjölskyldu“
Um þessar mundir er Norræna um-
hverfisárðið að renna sitt skeið. Mörg
verkefni, sem lúta að umhverfismál-
um, hafa verið unnin á árinu, sum
sameiginlega á öllum Norðurlöndun-
um, önnur hafa verið staðbundin.
Eitt af því sem Norðurlöndin hafa
gert sameiginlega er verkefnið
„Grænar fjölskyldur“. Hugmyndin að
því kemur frá Danmörk en þar var
slíku verkefni hrundið af stað til að
reyna hvernig venjulegum norrænum
fjölskyldum gengur að sveigja daglegt
líf í umhverfísvænna horf. Verkefnið
var hluti af átaki, sem ætlað var að
freista þess að koma hugmyndum
svonefndrar Brundtland-skýrslu í
verk. (Um þá skýrslu er fjallað í við-
tali við Auði Sveinsdóttur, formann
Landverndar.)
„Grænu fjölskyldurnar“ vöktu
mikla athygli í Danmörku og verk-
efnið þótt takast vel. Því taldist við
hæfi að vinna sams konar verkefni á
öllum Norðurlöndunum í tilefni um-
hverfisársins. Leitað var eftir sam-
starfi við fimm sveitarfélög í hverju
landi og auglýstu þau eftir fjölskyld-
um sem væru reiðubúnar til þátttöku.
Hér voru það eftirtalin sveitarfélög
sem leitað var til: Akranes, Eyrar-
bakki, Grindavík, Kópavogur og
Neskaupstaður og undanfarna mán-
uði hafa fjölskyldur á þessum stöðum
sem sagt lagt sig í líma við að færa
heimilishald sitt í umhverfisvænna
horf. í Kópavogi reyndist áhuginn svo
mikill að þegar umhverfisráð bæjarins
auglýsti þar sóttu 8 fjölskyldur um
og hafa þær allar tekið þátt í verkefn-
inu.
38
j