19. júní


19. júní - 19.06.1991, Síða 40

19. júní - 19.06.1991, Síða 40
„Áreiðanlega mjög margt, en úrslita- atriði var líklega ferð sem ég fór á vegum JC til Puerto Rico. Þar skoð- uðum við regnskóga og vorum frædd um mikilvægi þeirra fyrir líf á jörð- inni. Síðan er mér miklu ljósara að það er alls ekki sama hvað sett er ofan í jörðina og verið meðvitaðri um umhverfismál almennt.“ -Og hvernig hófst líf ykkar sem græn fjölskylda? „Við byrjuðum 3. febrúar á því að hafa augun opin gagnvart sjálfum okkur - hvernig við fórum með vatn og sorp og þess háttar. Við breyttum engu.í venjum okkar en fórum að sjá hlutina í nýju ljósi. Það var eiginlega dálítið erfitt að þurfa að halda að sér höndum! Eftir þessar tvær vikur hófumst við svo handa við að fara eftir þeim ráð- um sem við fengum í veganesti. Okk- ur er nokkuð í sjálfsvald sett hvernig við stöndum að þessu, en við Guð- laugur mældum t.d. nákvæmlega vatnsnotkun eina vikuna, vigtuðum rusl aðra viku o.s.frv.. Sjö lítrar ■ súginn Þær mælingar hafa líklega orðið til þess að gera ykkur áþreifanlega vör við hvað maðurinn skilur eftir sig! „Já, og það var margt sem vakti okk- ur til umhugsunar. Við mældum t.d. vatnsnotkun mjög samviskusamlega, ég taldi lítrana upp úr baðinu og vask- inum eftir þvotta, lét leka í fötu á meðan tennur voru burstaðar til að athuga hversu mikið vatn færi í það. Ég mældi magnið í vatnskassanum á salerninu, en hann tæmist jú í hvert sinn sem sturtað er niður. Þessi íjög- urra manna fjölskylda mín notaði 2000 1 af vatni á viku, sem er ótrúlega mikið, ekki síst þegar maður veltir því fyrir sér hversu margir í heiminum verða að lifa við vatnsskort. Sem dæmi um það, sem virkilega fékk mig til að hugsa, var sú uppgötvun að bara á meðan ég burstaði í mér tenn- urnar - og lét vatnið leka á meðan fóru 3 1 af vatni í vaskinn. Önnur kona í græna hópnum, sem líklega lætur þá renna hressilegar en ég geri, fór með heila 7 1 á meðan hún burst- aði sínar tennur. En hér á íslandi hvarflar það auðvitað sjaldnast að okkur að vatn sé munaðarvara sem ekki ber að sóa. Þó er það misjafnt - kunningi okkar, sem er úr Vest- mannaeyjum og alinn upp við að þurfa að fara vel með vatn, varð al- veg undrandi þegar við sögðum frá 40
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.