19. júní


19. júní - 19.06.1991, Side 41

19. júní - 19.06.1991, Side 41
Fæstir cru mcðvitaðir um þá sóun á auðlindum jarðar sem fcr fram á degi hvcrjum. þessu með tannburstunina - hann hafði alltaf vanist því að skrúfa fyrir vatnið á meðan hann var að bursta!“ Þú nefndir að þið hefðuð fengið holl- ráð í veganesti. Þurfið þið þá að gera einhver skil? „Já, eiginlega. Við fengum skýrslu- eyðublöð til að fylla út en við ákveð- um það sjálf hvernig og hvenær við stöndum að því að færa skýrslu og reyndar ráðum við hversu ströng við erum. En sem dæmi um skýrslur þá settum við okkur það sem verkefni í eina viku að vigta ruslið - aðra að mæla vatnið o.s.frv. Ruslið er þá flokkað í lífrænt sorp og ólífrænt og hættuefni. Það er mikið talað um flokkun sorps, en mörgum finnst sem það hljóti að vera svo mikil fyrirhöfn. . . ? „Það finnst mér alls ekki. Ég. komst fljótlega upp á lag með að nota t.d. mjólkurfernur undir það lífræna - hef einfaldlega tóma fernu standandi við vaskinn í eldhúsinu og í hana fer úr- gangur á borð við eggjaskurn, hýði , skræling og þess háttar. Það er nú minnsti vandinn!“ Geturðu nýtt þér þennan úrgang, t.d. í garðinum? „Nei, ég hef nú ekki farið út í það. En það stendur til að kenna okkur að útbúa safnhaug í þeim tilgangi og ég er ekki frá því að ég eigi eftir að notfæra mér það. Nágranni minn, sem á einn fallegasta garðinn í Kópavogi, er með þannig haug svo að árangur- inn blasir við mér og er sannarlega til eftirbreytni. Og svo þarf varla að bæta því við að við söfnum öllu saman sem hægt er að skila aftur til endurvinnslu, gleri, plasti og þess háttar. Annars er ég alveg hætt að kaupa drykkjarföng í málmumbúðum, því að efnin í málm- inum losna í drykkinn og eru ekki mjög holl fyrir okkur, - þá er plastið skömminni skárra og glerið auðvitað best. Pappír fer í þrjá flokka, venjuleg- an, heftan og glanspappír. Það stend- ur til að láta allan pappír frá grænu fjölskyldunum í endurvinnslu og það er ekki lítið magn. Vika af Mogganum vegur t.d. 2 kg. Pappírslaus barnaf mæli Hvað svo með innkaupin? „Ég forðast flóknar og viðamiklar umbúðir, reyni t.d. alltaf að kaupa egg í endurunnum bökkum. Það fer reyndar töluverður tími í það hjá mér að leita að slíku. Kaffipokar, bréfklút- ar, klósettpappír - allt er þetta til úr 41

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.