19. júní - 19.06.1991, Page 45
Heilbrigðisráðherra lagði síðan til-
lögu til þingsályktunar um manneldis-
og neyslustefnu fyrir Alþingi. Þar fékk
hún góða og skjóta meðferð og var
samþykkt með lítilsháttar breytingum
í maí 1989 eins og áður sagði. Það
gefur manneldis- og neyslustefnunni
aukið gildi að unnið var að henni af
svo mörgum hagsmunaðilum sem
raun ber vitni. Með því er átt við að
þetta sé stefna, sem allir geti samein-
ast um og ráðamenn þjóðarinnar haft
að leiðarljósi, þegar teknar eru
ákvarðanir sem varða heilbrigði þjóð-
arinnar.
Stefnan kynnt
Heilbrigðisráðherra ásamt fulltrúa
Manneldisráðs kynnti manneldis- og
neyslustefnuna á flestum heilsugæslu-
stöðvum í landinu og nokkrum
sjúkrahúsum.
1 mars 1990 kom út bæklingurinn
„Borðar þú nógu góðan mat?“, sem
gefinn var út í samstarfi við Manneld-
isráð, og var honum dreift til starfs-
fólks í heilbrigðisþjónustunni og
fóstra, alls um níu þúsund manns. I
febrúar 1991 kom út fréttabréfið
„Hollt og gott“, þar sem kynntar eru
hugmyndir starfsfólks í heilbrigðis-
þjónustunni um kynningu á manneld-
is- og neyslustefnunni og sagt frá því
sem er að gerast í kynningarmálunum.
Könnun á mataræði
íslendinga
Ein leiðin til þess að ná markmiðum
stefnunnar var að gera heildarúttekt
á fæðuvenjum íslendinga. Dr Laufey
Steingrímsdóttir næringarfræðingur
var ráðin til þess að sjá um könnun
sem hófst 1. janúar 1989. Könnunin
náði yfír landið allt. Þátttakendur
voru á aldrinum fimmtán ára til átt-
ræðs. Fyrstu niðurstöður úr þessari
viðamiklu könnun hafa þegar birst
og verða henni gerð nánari skil hér í
blaðinu.
Næstu kynningar-
verkefni
Starfshópur vinnur nú að kynningu
og framkvæmd manneldis- og neyslu-
stefnunnar í skólurn landsins. Mynd-
bandið „Hollt og gott" var sýnt í sjón-
varpinu í maímánuði og verður það
e.t.v. notað í skólunum.
Fyrirhugað er að halda námskeið
fyrir starfsfólk mötuneyta og skyndi-
bitastaða á þessu ári þar sem áhersla
verði lögð á markmið stefnunnar.
Jafnframt er stefnt að samstarfi við
matvælaframleiðendur um að þeir lagi
framleiðslu sína að markmiðum
manneldis- og neyslustefnunnar.
Vonandi er að takast megi að fylgja
eftir þeim markmiðum, sem sett eru
í stefnunni, og koma þeim til fram-
kvæmda á næstu árum.
Góð brauð
góð heilsa
að ógleymdum
kökum og tertum
Bergstaðastræti 13-101 Reykjavik - Simi: 13083
í baráttunni
yið
aukakílóin!
Töflur og strásæta
Bragðast
sem besti sykur!
I
45