19. júní


19. júní - 19.06.1991, Síða 46

19. júní - 19.06.1991, Síða 46
Texti: Laufey Steingrímsdóttir > MATARÆÐI ÍSLENSKRA KVENNA Skynsamlcgt feðuval. 46 Asíðastliðnu ári fór fram viða- mikil könnun á mataræði ís- lendinga á vegum Heilbrigðisráðu- neytis og Manneldisráðs. Þátttakend- ur voru 1240 talsins, frá 15 til 80 ára aldurs, hvaðanæfa af landinu. Niður- stöður könnunarinnar eru um margt athyglisverðar, ekki síst þar sem þær sýna glöggt hversu margbreytilegar fæðuvenjur nútíma íslendinga eru og hve mikil áhrif ólíkar aðstæður geta haft á mataræði fólks í þessu landi. Fæðuvenjur karla og kvenna eru til dæmis að ýmsu leyti ólíkar. Konur velja greinilega fituminni mat en karl- ar, þær borða mun meira af ávöxtum, tiltölulega meira af grænmeti, nota minni feiti út á mat og smyrja brauð sitt minna en karlar. Konur hafa einn- ig jákvæðara viðhorf til heilbrigðra lífshátta og fleiri konur en karlar segj- ast reyna að taka tillit til hollustu við val á mat. Þegar á heildina er litið er niðurstaðan því sú að fæði kvenna sé að mörgu leyti heilsusamlegra en karla. Þótt konur virðist að þessu leyti standa feti fram körlum, mætti svo sannarlega margt betur fara í matar- æði einstakra kvenna. Einkum er mataræði aldraðra, ekki síst kvenna yfir sjötugt, oft fábreytt og bætiefna- rýrt. Gamalt fólk borðar gjarnan lítið en hefur þó engu minni þörf fyrir bætiefni en þeir sem yngri eru. Sam- kvæmt könnuninni fær allur þorri gamalla kvenna hér á landi minna en ráðlagðan skammt af flestum nauð- synlegum bætiefnum daglega. Nær- ingarríkt fæði ásamt hæfilegri hreyf- ingu hefur óefað meiri áhrif á líðan og styrk gamals fólks en flest annað og því er ástæða til að tryggja öldruð- um betur aðgang að góðum mat við sitt hæfi. Það er athyglisvert að nokkuð ólík öll virðast hafa áhrif á hollustu fæð- unnar hjá konum og körlum hér á landi. Þannig hefur menntun karla meiri áhrif á fæðuval þeirra en nokk- ur annar þáttur, til dæmis mun meiri en heimilistekjur. Hins vegar hefur menntun kvenna sáralítil ef nokkur áhrif á hollustuna og sama er raunar að segja um heimilistekjur. Hins vegar virðast fjölskyldu- og vinnuhagir fremur vera ráðandi öfl í lífi kvenna hvað þetta varðar. Konur, sem eru með börn á framfæri og vinna fullan vinnudag eða því sem næst, borða þannig að öllu jöfnu bætiefnasnauð- ara og jafnframt fituríkara fæði en aðrar konur á sama aldri og þá virð- ist litlu máli skipta hvort um einstæð- ar mæður er að ræða eða ekki. Það cr freistandi að álykta að mikið vinnuálag þessara kvenna hafi öðru fremur áhrif á hollustuna. Matur, sem er gripinn á hlaupum, vill oft verða heldur undirstöðulítill. > Á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.