19. júní


19. júní - 19.06.1991, Síða 54

19. júní - 19.06.1991, Síða 54
greiðslur í gegnum Tryggingastofnun. Frá upphafi hafa lög um fæðingar- styrki og fæðingarorlof verið í stöð- ugri endurskoðun - og eru enn - bæði til að jafna hlut kvenna og til að að- laga þau breyttum þjóðfélagsháttum. Nú hefur því jafnrétti verið náð að allar konur á íslandi eiga rétt á sex mánaða fæðingarorlofi, en að vísu á afar mismunandi launum. Baráttan á þeim vettvangi heldur því áfram og á hverjum tíma eru í gangi ýmis mál þar sem einstaklingar eru að leita rétt- ar síns varðandi fæðingarorlof. Ekki alls fyrir löngu vakti eitt þessara mála talsverða athygli. Þar var um að ræða mál, sem Lára V. Júlíusdóttir sá sig knúna til að höfða í bæjarþingi Reykjavíkur, gegn Tryggingastofnun ríkisins til að fá fæðingarorlof sitt greitt. Lára vann málið og um leið má segja að hún hafi unnið réttinda- mál fyrir fjölda annarra kvenna sem eru í sömu stöðu og hún var og því ástæða til að fagna. „Úr því hann er tilbúinn til að borga, færð þú ekkert!” En því miður eru þarna ekki öll kurl komin til grafar. Lára er framkvæmdastjóri og lögfræðingur ASÍ og bæði vegna starfs síns, þessa máls og vegna starfa sinna í stjórn- skipaðri nefnd til endurskoðunar á fæðingarorlofslögum frá árinu 1986, er Lára fróðari en margur um fæðing- arorlofsmálin og hún féllst á að segja lesendum 19. júní frá baráttumáli sínu og ýmsu öðru fróðlegu um fæðingar- orlofsmálin. „Þann 1. mars 1989 eignaðist ég barn og fór í fæðingarorlof eins og lög gera ráð fyrir. Hjá ASÍ starfa ég sam- kvæmt kjarasamningum Verslunar- mannafélagsins og átti því samkvæmt túlkun Tryggingastofnunar ríkisins eingöngu að fá greiðslur frá Trygg- ingastofnun í fæðingarorlofinu og hefði því orðið fyrir talsverðu tekju- tapi. Ef ég hefði aftur á móti átt mitt barn á meðan ég var að vinna hjá ríkinu þá hefði ég, eins og aðrar kon- ur í starfi hjá hinu opinbera, haldið mínu óskerta kaupi fyrstu þrjá mán- uðina og síðan dagvinnukaupi í næstu þrjá. En af því að ég fór að vinna á almennum markaði þá fæ ég 53.000 krónur á mánuði og ekkert meir, því að það er það mesta sem ég get feng- ið frá Tryggingastofnun.” Vitað er að margir velviljaðir at- vinnurckcndur hafa bætt góðum starfsmanniþann tckjumissi scm hann verður þarna fyrir og greitt honum mismuninn á milli greiðslunnar frá Tryggingarstofnun og fullra launa. Þannig var þetta í Láru tilfelli. „Vinnuveitandandi minn var tilbú- inn að greiða mér það sem upp á vantaði til að ég héldi fullum launum og gerði það á þann hátt að lána mér þann hluta sem Tryggingastofnun átti að borga, sem ég átti síðan að endur- greiða þegar ég hefði fengið greitt þaðan. En þá fékk ég þau svör hjá Tryggingastofnun að úr því að at- vinnurekandi væri tilbúinn til að borga mér þessa viðbót, þá fengi ég ekki neitt!” -En ef þú hefðir ekkert látið vita að þú fengir uppbót á orlofið? „Sjáðu þetta eyðublað sem ég fyllti út þegar ég sótti um fæðingarorlof - bara almennar upplýsingar s.s. nafn, kennitala, starf og stéttarfélag mitt og föður míns. En þú sérð að það er ekkert spurt hérna um tekjur, hvort ég sé að leggja niður störf eða annað í þeim dúr. Af því að ég vildi fá úr þessum málum skorið þá gaf ég yfir- lýsingu um að ég fengi uppbót frá vinnuveitanda mínum og lét hana fylgja með. En þegar út í málferlin var komið var því haldið fram að ég hefði ekki upplýst að ég fengi greiðslu frá mínum atvinnurekanda sem ég ætlaði að endurgreiða þegar ég fengi fæðingarorloFið. Ég get ekki séð að það breyti neinu í dæminu, en það er það sem þeir eru að reyna að hanga á núna. Ef ég hefði ekki skrifað þessa yfirlýsingu, þá hefði umsóknin runnið í gegn og þetta hefði aldrei orðið neitt mál - en það vissi ég og ég skrifaði yfirlýsinguna af því að ég vildi fá úr þessu skorið.” -En er þetta þá í rauninni löglegt umsóknareyðublað, þar sem þú ert ekki beðin um neinar upplýsingar sem koma máli sem þessu við? „Það er meðal annars um það sem dómurinn fjallaði. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að Tryggingastofn- un gæti ekki neitað mér um þessar greiðslur. Núna er mér tjáð að búið sé að breyta umsóknareyðublaðinu í kjölfar þessa máls og nú er spurt hvort umsækjandi fái einhverjar greiðslur frá vinnuveitanda, enda er það fárán- legt að þeir skuli fram að því ekki hafa spurt frekar út í hlutina cn þeir gerðu.” í mál við Trygginga- stofnun ríkisins ður en Lára höfðaði mál gegn Tryggingastofnun hafði hún far- ið þá leið að vísa máli sínu til Trygg-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.