19. júní


19. júní - 19.06.1991, Page 72

19. júní - 19.06.1991, Page 72
Ársskýrsla stjórnar KRFÍ dagskráin eftirfarandi. Fyrri hluta laugardags: Staða kvenna á vinnu- markaðnum og launamismunur karla og kvenna. Framsögu fluttu Helgi Tómasson tölfræðingur hjá Kjararannsóknar- nefnd og Hrefna Ólafsdóttir frá B.H.M. Eftir framsöguerindi voru fyrirspurnir og umræður. Seinni hluti laugardagsins fór í að ræða starfshætti og framtíðarsýn KRFÍ og áttu sér stað fjörug og gagn- leg skoðanaskipti. Ályktanir voru samþykktar í sambandi við komandi alþingiskosningar. Leikfimikennari mætti á staðinn til að liðka fundar- konur eftir langa setu en um kvöldið var svo sameiginlegur kvöldverður með dagskrá á vegum skemmtinefnd- ar. Þær höfðu Herdísi Egilsdóttur hljóðfæraleikara með í farteskinu og varð úr þessu hin fjörugasta og skemmtilegasta kvöldstund. Það er skoðun allra, sem áttu hlut að máli, að ferð þessi hafi tekist mjög vel og vel þess virði að hafa slíkar helgar- ferðir á dagskrá reglulega í starfsemi KRFÍ Heimsókn Muriel Fox í nóvember Bandarísk kvenréttindakona, Muri- el Fox, kom í heimsókn til íslands á vegum Menningarstofnunar Banda- ríkjanna á fyrirlestrarferð um Evrópu. KRFÍ hélt opinn fyrirlestrafund með henni í bókasafni Menningarstofnun- ar Bandaríkjanna þann 14. nóv. og var hann vel sóttur. Fyrirlesturinn fjallaði um samvinnu kvenna á næsta áratug og kallaðist á ensku; „Networking among women: How women can help one another in the 1990’s.“ Jólafundur 11. desember aó Hallveigarstöðum Jólafundur var haldinn að venju í desembermánuði, þetta sinn þann 11. des. Lesin var hugvekja og boðið upp á ljúfar veitingar undir tónlistarflutn- ingi og lestri úr nýjum bókum. Fund- urinn var vel sóttur og hinn hátíðleg- asti. Útjgáfustarf Arsrit félagsins 19. júní kom út í júnímánuði. Efni blaðsins var fjöl- breytilegt og áhugavert að vanda en tæknilegum frágangi þess var því mið- ur nokkuð ábótavant og kom það ekki í ljós fyrr en of seint. Ritstjóri var Magdalena Schram. Næsta ritstjórn hefur verið skipuð og er hún sem hér segir: Ellen Ingvadóttir, ritstjóri Anna Gunnarsdóttir Bryndís Kristjánsdóttir Erna Hauksdóttir Magdalena Schram Soffía Guðmundsdóttir Unnur Stefánsdóttir Vilborg Davíðsdóttir Sigrún Gissurardóttir, auglýsinga- stjóri. Fréttabréf KRFÍ kom út eftir þörf- um og er ritstjóri þess Inga Jóna Þórðardóttir. Saga Kvenréttindafélags íslands, sem Sigríður Th. Erlendsdóttir, sagn- fræðingur, hefur unnið að, verður næsta útgáfuverk KRFÍ, en óvíst er, hvenær af því verður. Ýmis ráó og nefndir KRFÍ á fulltrúa í hinum ýmsu ráð- um og nefndum. Skal þeirra og starfs þeirra getið hér í örstuttu máli. 1. Áfengisvarnarnefnd kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði. Fulltrúi okkar þar er Jóhanna Signý Gunnarsdóttir. Nefndin gaf eins og áður jólagjafir til gistiskýlisins í Þing- holtsstræti og í fangageymsluna við Hverfisgötu. 2. Landvernd. Fulltrúi okkar þar er Valborg Bents- dóttir. Aðalfundur félagsins var hald- inn norður á Hrafnagili haustið 1990 en KRFÍ sá sér ekki fært að senda fulltrúa á þann fund. 3. Friðarhreyfing íslenskra kvenna. Fulltrúi þar er Júlíana Signý Gunn- arsdóttir. 4. Landssamband gegn áfengisböl- inu. Fulltrúi þar er Dóra Guðmunds- dóttir. Uppi eru hugmyndir um nafnabreytingu þar þannig að nefndin kallist Landssamband gegn vímuefn- um og þykir það nær nútímanum. 5. Stígamót. Okkar fulltrúi þar er Kristín Karls- dóttir. Þar hefur verið unnið ótrúlega mikið og þarft verk á stuttum tíma, en athvarfið hefur verið starfrækt í rétt rúmlega ár og þörfin mikil, því miður. 72 1

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.