19. júní


19. júní - 19.06.1991, Síða 77

19. júní - 19.06.1991, Síða 77
Arsskýrsla stjórnar KRFI Bandaríkjunum af 50.000 dollara framlagi sem ein úr hópi bandarísku lagði fram strax í byrjun. Þess vegna var unnt að ráða framkvæmdastjóra til verksins og tók Guðrún Agnars- dóttir við því starfi frá og með 1. október 1990. Til þess að halda kostn- aði í lágmarki á meðan framvindan var enn óljós féllst stjórn KRFI á að leggja verkefninu til húsnæði og að- stöðu á skrifstofu félagsins að Hall- veigarstöðum og deildi Guðrún Agn- arsdóttir skrifstofunni með Herdísi Hall allt fram að áramótum. Auk þess hafa nær allir fundir undirbún- ingshópsins verið haldnir á Hallveig- arstöðum. I upphafi var ljóst að meginhluti fjármögnunar þessa risavaxna verk- efnis myndi koma frá Bandaríkjun- um. Fram eftir hausti var þess beðið með eftirvæntingu að ákveðin loforð um framlög lægju fyrir þar eð tími til undirbúnings var afar naumur og engri íslensku kvennanna kom til hug- ar að ráðast í 1000 kvenna ráðstefnu án öruggrar vissu um fjármögnun. Þegar þeir eindagar, sem settir voru, runnu út án þess að nokkuð lægi fyr- ir samþykkti hópurinn að farið skyldi fram á frestun ráðstefnunnar um hálft eða eitt ár. Mcð þau skilaboð fóru svo þrjár konur héðan á fund með bandarísku konunum í Washington D.C. skömmu fyrir jól. Þær voru Guðrún Agnarsdóttir, Jónína M. Guðnadóttir og Oddný Vilhjálms- dóttir. Þar var samþykkt að ráðstefn- unni skyldi frestað í eitt ár, til júní 1992, en jafnframt skyldi tryggt að undirbúningurinn yrði meira í sam- ráði við konur frá þróunarlöndunum og Austur-Evrópu heldur en ráðgert var í fyrstu. Var ákveðið að halda sérstaka undirbúningsráðstefnu með völdum hópi 20 til 30 kvenna frá þess- um svæðum heimsins. Bandarísku konurnar tóku að sér að annast hana og verður hún haldin í Washington í sumar. Síðan þessar ákvarðanir voru teknar hefur starf undirbúningshópsins hér heima legið niðri að mestu og er þess nú beðið að fjáröflunin vestanhafs verði endanlega tryggð svo hægt verði að taka til við eiginlegan undirbúning af fullum kröftum. Um þessar mund- ir er framkvæmdastjórinn í hálfu starfi og er að koma sér upp skrifstofu í Hlaðvarpanum. En ljóst er að okkar bíður mikið starf á næstu mánuðum ef vonir okkar um stóra alþjóðlega kvennaráðstefnu í Reykjavík árið 1992 eiga að verða að veruleika. Vestnorræn jafnréttisráóstefna Á döfinni er að halda jafnréttisráð- stefnu á íslandi árið 1992 á vegurn Vestnorræna þingmannaráðsins. Guðrún Árnadóttir form. KRFÍ er fulltrúi félagsins í undirbúningsnefnd, sem tók til starfa í apríl n.k. Lokaorð Opnir félagsfundir hafa ekki verið haldnir þessa þrjá fyrstu mánuði árs- ins, en ýmislegt er þó á döfinni. Fyrirhugað er að í apríl verði haldn- ir tveir fundir með kvenframbjóðend- um í sambandi við Alþingiskosning- arnar 20. apríl. Annar er fyrirhug- aður á Akureyri þann 7. apríl, en hinn í Hafnarfirði, dagsetning enn óákveð- in. í undirbúningi er alntennur fundur um konur og EB. Fundur þessi verð- ur haldinn í samvinnu við jafnréttis- ráð, væntanlega í maí. Þá má ekki gleyma að framundan er geysileg vinna í sambandi við væntanlegt al- þjóðamót og vestnorrænt mót, svo eitthvað sé nefnt. Það er sýnt að það þurfa margar hendur að vinna ef vel á að vera. Úr varastjórn hverfur Kristín Fly- gering að eigin ósk. Er henni þökkuð samveran og óskum við eftir henni í starfi eftir sem áður hjá félaginu. Ást- hildur Ketilsdóttir hverfur úr aðal- stjórn að eigin ósk, en gefur kost á sér í varastjórn og fögnum við því. Engin þeirra er skipa ráð og nefndir fyrir félagið færðust undan áfranthaldandi starfi og er það vel. 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.