19. júní - 19.06.1996, Síða 51
á, að þar sem myndir Mapplethorpes
væru list þá gætu þær ekki verið
klám, nema í augum þeirra sem væru
blindir fyrir listrænu gildi mynda
hans. Aftur á móti vildu sækjendur
meina að myndirnar væru argasta
klám undir yfirskini listar.
Tjáningarfrelsi eða
velsæmi?
Slíkar deilur verða sérstaklega
bitrar, þar sem aðilar saka hvor annan
um lágkúru og brenglun. Listfylking-
in saka hina um barbarisma og að
vilja fótumtroða tjáningarfrelsið,
verndarar velsæmis svara síðan með
því að ásaka þá um að vera afbrigði-
lega. Það er ekki nema von að sumir
fórni höndum og segi að þetta sé allt
spurning um persónulegan smekk.
Reyndar hef ég heyrt klám og erótík
skilgreint á þann veg, að erótík sé
klám sem manni sjálfum líkar, en
klám sé erótík sem öðrum líkar.
I umræðu um klám lýstur tveimur
málefnum saman, sem eru ekki óskyld, en krefj-
ast ólíkra svara. Annars vegar er þörfin fyrir al-
rnennar viðmiðunarreglur um velsæmi á al-
mannafæri (dæmi um þetta eru viðmiðunar-
reglur kvikmyndaframleiðanda um hversu
mikla nekt má sýna), hins vegar er spurningum
um það hvað klám er og hvernig maður getur
þekkt það frá því sem er ekki klám, t.d. erótík
(sumir vilja reyndar ekki gera neinn greinar-
mun á klámi og erótík), eða listræn tjáning á því
sem hinu líkamlega og kynferðislega. Velsæmi
varðar fyrst og fremst samskipti fólks og um-
gengni hvert við annað og tekur til kurteisi, til-
litsemi og samskiptareglna við ýmsar kringum-
stæður. Velsæmi er því siðferðilegt og pólitískt
álitaefni fyrst og fremst, sem hvert samfélag
menn leyfa sér í daglegu lífi. Ekki þarf að fletta
mörgum listaverkabókum til að átta sig á því að
nekt og kynlíf hafa ávallt talist til viðfangsefna
skapandi manna, alveg frá því að mannskepnan
fyrst risti í stein. I vestrænni myndlistarhefð frá
endurreisnartímabilinu hefur mannslíkaminn
verið talinn til háleitustu viðfangsefna mynd-
listarmanna. Húmanistar og listamenn endur-
reisnartímabilsins sóttu fyrirmyndir sínar til
klassískrar menningar Grikkja og Rómverja. Eitt
af leiðarljósum þeirra var Platón, sem lýsir því í
Samdrykkjunni hvernig ástarþráin, Eros,
sé frumhvöt mannsins, sem birtist ekki að-
eins í kynhvötinni og líkamlegri þrá, held-
ur einnig í göfugri hvötum, eins og siðferð-
iskennd og viskuást. Fegurðin er vitinn
sem vísar mönnum veginn í átt til þroska
og fullkomnunar. I gegnum slíkar hug-
myndir fundu húmanistar endurreisnar-
innar leið til að tengja saman andlega veg-
ferð mannsins og líkamlegar hvatir, án
þess að gera úr þeim ósættanlegar and-
stæður. Hin ídealíska fegurð mannslíkam-
ans varð því nokkurs konar erótísk tálbeita
til að laða menn í átt að æðri og andlegri
fegurð. Lýsing og tjáning á fegurð manns-
líkamans gat því gegnt siðferðilegu hlut-
verki við að leiða ástríðurnar af brautum
Kúpíds, hins holdlega og lostfengna, og í
ált til kærleika sem beinist að andlegu at-
gervi frekar en líkamlegu.
Til að taka af allan vafa, að ekki lægu
neinar vafasamar hvatir að baki, urðu
myndir að hafa móralskan boðskap eða
undirtón, sem yfirleitt var sóttur annað
hvort í Biblíuna eða klassískan skáldskap.
Varið ykkur á girndinni, varið ykkur á að
gefa ykkur nautnunum á vald, varið ykkur
á hégómleikanum; æskublóminn og fegurðin
eru hverful o.s.frv. Þessi mórölsku mottó voru
sett fram í líki allegóría, eða táknsagna, þar sem
helstu persónurnar í hinum guðdómlega gleði-
leik ástarinnar voru þau Venus, Afródíte, Eros,
Amor, Kúpid, Bakkus, Seifur og rnargir fleiri.
Alþýðulistinni var stillt upp sem andstæðu
við 'göfuga’ erótík hástétta. Hún hefur ávallt
verið uppfull af tilvísunum í líkamann og hið
kynferðislega, m.a. í gegnum sögur og kvæði,
skop og háð, klúryrði og blótsyrði, og sem hluti
af skemmtunum og hátíðahöldum. Aðallinn
skilgreindi siðfágun sína andstætt hinum
óheflaða almúga. Þannig spannaði hið erótíska
framhald á bls. 50
Ljósmyndin er tekin af glímumönnum áriö 1940.
verður að koma sér saman um. Seinni spurning-
in aftur á móti varðar innihald tiltekinna verka
og hvers konar áhrif það hefur á áhorfandann.
Þetta er því spurning sem varðar frekar gagn-
rýni, fagurfræði eða jafnvel heimspeki. Oft lýst-
ur þessu tvennu saman, þannig að menn nota
velsæmisreglur til að gagnrýna listaverk, eða
líta á velsæmisreglur sem ofríki og ógnun við
tjáningarfrelsi. Agreiningur vaknar þegar menn
eru ósammála um hvort eigi að hafa forgang, al-
mennt velsæmi eða listrænt gildi verksins og
tjáningarfrelsi einstaklingsins.
Fegurð sem erótísk tálbeita
Listamenn hafa lengst af leyft sér meira en
49 19 .jlírií RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ISLANDS