19. júní


19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 4

19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 4
Bjargey Olafsdóttir, Roald Eyvindsson, Arna Schram, Elín Jónsdóttir, Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir, Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, Hrafnhildur Huld Smáradóttir Guðrún M. Guðmundsdóttir Baráttan heldur áfram Það er merkilegt að hugsa til þess að nú á 95 ára afmælisári Kvenréttindafélags íslands er ótrúlega langt í land á mörgum sviðum jafnréttisbaráttu kynjanna. Auðvitað hefur þó margt áunnist á þessum tíma frá því Bríet Bjarnhéðinsdóttir, stofnaði Kvenréttindafélagið á heimili sínu ásamt fjórtán öðrum konum, árið 1907. Síðan þá hafa konur öðlast margs konar réttindi á borði, um það vitna m.a. ótal lagaþálkar. Og þau réttindi hefðu konur varla öðlast nema fyrir tilstilli kvenna á borð við Bríeti og margra annnarra kvenna sem hafa lagt jafnréttsbaráttunni lið með einum eða öðrum hætti. Það næst þó ekki allt með lagasetningu. í samfélaginu krauma alls konar viðhorf sem segja okkur að konur og störf þeirra séu ekki met- in að verðleikum. Þau viðhorf koma síðan fram í alls konar myndum, t.d. í því launamisrétti kynjanna sem enn viðgengst á íslandi. Bríet Bjarnhéðinsdóttir skrifaði um mikilvægi þess að konur hefðu sömu laun og karlar fyrir sambærileg störf í Kvennablaðið árið 1919. Nú bráðum hund- rað árum síðar er þetta baráttumál enn ekki í höfn. Ótrúlegt en satt. Skyldi það hafa eitthvað með það að gera að karlmenn eru enn í meirihluta á vettvangi stjórnmálanna og enn í miklum meirihluta þeirra sem stjórna fyrirtækjum hér á landi? Sennilega. Sigurveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi formað- ur Kvenréttindafélags íslands, segir m.a. í samtali við 19. júní að jafnrétti kynjanna náist ekki á með- an dæmigerðar kvennastéttir séu ekki metnar meira en raun ber vitni. Störf eins og umönnun- arstörf, en þar eru konur í miklum meirihluta eins og allir vita, eru enn láglaunastörf. Samt eru þetta með mikilvægustu störfum í þjóðfélaginu. Án þeirra kvenna sem starfa við umönnun ýmis kon- ar s.s. aðhlynningu aldraðra, á leikskólum, í skól- um og í heilbrigðiskerfinu, væri varla hægt að kenna samfélag okkar við velferð. Þessar konur sinna með öðrum orðum grunnþörfum þjóðfé- lagsins. Hvaða sanngirni er þá í því að störf þeirra eru ekki metin aó verðleikum? Engin. Sigurveig, er ein þeirra kvenna sem við getum litið með þakklæti til, vegna starfa hennar í þágu kvenréttinda. Og þeirri baráttu verðum við að halda áfram. Sigurveig hefur á sínu æviskeiði fylgst með gríðarlegum breytingum á stöðu og réttindum kvenna. Hún var t.d. sex ára þegar konur hlutu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis árið 1915. Nú er hlutur kvenna á Alþingi um 35% og hlutur kvenna í bæjar- og sveitarstjórnum um 32%. Það er vissulega ágætis árangur. En betur má ef duga skal. Mín ósk er að minnsta kosti sú að hlutur kvenna á þingi verði enn stærri að lokn- um kosningum til Alþingis að ári. Konur eru jú helmingur þegnanna á íslandi. En til að þessi ár- angur náist í næstu þingkosningum þurfa konur að gefa kost á sér og vera tilbúnar til að leiða framboðslista. Stundum er sagt að góðir hlutir gerist hægt. Það eru vissulega orð að sönnu þótt stundum finnist mér of góðir hlutir, á borð við fullkomið jafnrétti kynjanna, gerast allt of hægt. En það er þó engin ástæða til að leggja hendur í skaut. Við verðum að halda því starfi áfram sem Bríet Bjarn- héðinsdóttir og aðrar konur lögðu grunninn að fyrir 95 árum. Án ötullar baráttu, á öllum víg- stöðvum, fyrir jafnrétti kynjanna, náum við ekki árangri. Ársrit Kvenréttindafélags íslands sem nú hefur litið dagsins Ijós, er liður í þessari baráttu. Kannski eigum við eftir að sjá markmiðinu náð í nánustu framtíð! Njótið vel! Arna Schram 4 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.